Freyr - 01.02.1984, Side 11
Á 4. mynd eru tölur er sýna þá sólarorku, sem fellur á íslenskt hafsvœði og á landið. í gróðri eru árlega bundnar
4.8x1012 kcal og O.HxlO'2 kcal í vefjum búfjár en tífalt meira orkumagn er ísjávarafurðum okkar eða 1.7xl0‘2 kcal.
Til samanburðar eru tölur, er sýna það afl vatns og jarðhita, sem notað er í dag. Með 5 000 stunda árlegri nýtingu
samsvarar vatnsaflið 2.5 TWH (terawattstundum) eða 2.1 xlO'2 kcal (hitaeiningum) og með svipaðri nýtingu er
jarðhitinn einnig 2.5 TWH eða 2.1xl012 kcal. Sú orka, sem gróðurinn bindur árlega, er þvísvipuð að magni og öllsú
vatnsorka og hitaorka samanlögð, sem notuð er árlega hér á landi í dag. Til landsins er auk þess flutt inn olía með
orku, sem er svipuð að magni og íslenskur gróður bindur árlega. Á myndinni eru einnig skráðar afurðir og þjónusta,
sem færist að og frá landinu.
eða um 65% af heildarframleiðslu
gróðurlendis kæmu búfé að not-
um. Er hér um að ræða fóður með
3,14xl012 kcal í bundinni orku.
Skal nú reynt að sýna hvernig
þessi orka kemur búfé að notum.
Nú er bústofn landsmanna um
800 000 vetrarfóðraðar kindur.
Áætla má, að mjólkurkýr séu
38 500 en hross 39 000. Má um-
reikna að bústofninn jafngildi
1 225 þúsund kindum hvað viðvík-
ur fóðurþörf. Sé kýrin látin
jafngilda 7 kindum en hrossið 4
kindum. Reiknað er með því að
vetrarfóðruð kind með 1,5 lömb
þurfi 7 hestburði heys í ársfóður
sem svarar til 2 800 000 kcal. Er
því heildarorkuþörf bústofnsins
3,4xl012 kcal, sem eru um 4xl09
kwst eða 4 TWH. (terawatt-
stundir).
Til þess að ala bústofn lands-
manna er annars vegar notað fóð-
ur af íslensku gróðurlendi með
3,14xl012 kcal orku en hins vegar
aðfenginn fóðurbætir. Árlega eru
notuð um 60 000 000 kg af er-
lendu kjarnfóðri, og til viðbótar
um 5 000 000 kg af fiskimjöli. Eru
að jafnaði um 4 300 kcal í hverju
kg þessa fóðurs og heildarorka
þess því 0,28xl012 kcal. Alls nem-
ur orka í innlendu og aðfengnu
fóðri því um 3,4xl012 kcal, og
veitir íslenskt gróðurlendi því yfir
90% af þeirri orku, sem er í fóðri
búfjárins. Enda þótt hér sé um að
ræða afurð íslensks gróðurlendis
hefur þurft talsverða aðfengna
orku til þess að auka uppskeruna
og safna henni og varðveita fóðr-
ið, svo sem við ræktun landsins,
framleiðslu og dreifingu áburðar
eða slátt og þurrkun heysins.
Hér að framan hefur verið sýnt
hvernig sólarorka binst og nýtist
við framleiðslu fóðurs, en ýmsar
plöntur eru einnig ræktaðar hér á
landi til manneldis bæði við garð-
rækt og ylrækt. Eru kartöflur
stærsti liður í framleiðslu garð-
ávaxta og er orkumagnið áætlað
um 8xl09 kcal. Við ylræktun eru
auk sólarorku einnig höfð not af
jarðvarma. Er áætlað að í tómöt-
um og gúrkum séu bundnar um