Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 15

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 15
Á þessu línuriti, sem ádur birtist með grein Páls Bergþórssonar um fyrningar í 7.—8. tbl. Freys 1982, sjást samstœð gildi áætlaðs töðufalls samkvœmt spreltuspá Páls og raunverulegs töðufalls árin 1901—1975. Taða í hkglha er áœlluð (0,883+0,117 V) x (18,2 + 0,2806 N — 0,0051 N2), þarsem V táknar vetrarhita í Stykkishólmi og N áburð í kg Nlha. Ef samrœmi vœri fullkomið, lcegju allir punktarnir á skálínunni. 1 meðfylgjandi grein er m. a. tekið til umrœðu, hvað valdi því, að punktarnir víkja frá línunni og hvort unnt sé að gera betur. Enn fremur er vikið að nauðsyn þess að átta sig á, hvaða gildi það geti haft fyrir landbúnaðinn að hagnýla spretluspána. skýrt sveiflur í heyöflun, er að finna aðferð til að geta sagt fyrir um grasvöxt áður en borið er á í maí-júní. Þessar sprettulíkur verð- ur að meta út frá því, sem liðið er, eða athugun á ástandinu á þessum tíma. Þess vegna er áhugaverðara að þekkja samband sprettu við vetrarhita en vor- og sumarveðr- áttu. Vitneskja um áhrif tíðarfars- ins vor og sumar gefur hins vegar til kynna, hvaða takmörk sprettu- spám eru sett. Eina aðferðin, sem enn hefur verið reynd til þess að meta sprettulíkur, styðst aðeins við vetrarhita. Hefur Páll Bergþórs- son notað sambandið milli töðu- falls og meðalhita október-apríl í Stykkishólmi í þessu skyni. Hefur hann leitast við að leiðrétta tölur úr skýrslum um heyfeng fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á áburðarnotkun og túnbeit. Heyskapar- og sprettutíð samsumars og sláttutími o. fl. árið áður valda frávikum. Eins og glöggt kemur fram í grein- um Páls, sjá t. d. línurit í 7.—8. tbl. Freys 1982, eru umtalsverð frávik frá sambandi vetrarhita og töðufalls í einstökum árum. Af mikilvægum þáttum, sem því valda, má nefna eftirverkun frá árinu áður, sprettutíð og mismun- andi nýtingu heyja vegna heyskapartíðar. Hugsanlegt er, að einhverjir þessara þátta hafi fylgt vetrarhita á liðnum áratugum, og eiga þeir þá nokkurn hlut í hinu fundna sambandi. Gísli Gunnarsson hefur fjallað um áhrif tíðarfars á heyskap fyrr á öldum í 7. tbl. Freys 1983. Hann leggur áherslu á, hve nýting heyja hafi ráðið miklu um heyöflun. Þessi áhrif raska þó ekki því sam- bandi, sem er milli hitafars og heyskapar, nema gert sé ráð fyrir því, að heyskapartíð fylgi að ein- hverju leyti sömu sveiflum og hitafarið. Hins vegar er þetta áminning um, hvaða takmörk því eru sett að segja fyrir um heyskap, þar til heyverkunin verður orðin minna háð tíðarfarinu en áður. Til dæmis um þætti, sem geta valdið eftirverkun, má nefna sláttutíma. Eftir óþurrkasumar eins og 1983, þegar víða er seint slegið, má búast við minni gras- vexti en ella næsta sumar. Ymis önnur staðbundin skilyrði valda því einnig, að sprettuspá, sem gef- in er út fyrir landið allt, verður óvissari hjá einstökum bæjum eða í heilum héruðum en fyrir landið í heild. Meðal þeirra þátta, sem orsaka samband milli vetrarhita og heyfengs, er það, að kalt tíðarfar veldur auknu beitarálagi á tún og þar með minni grasvexti og heyfeng. Erfitt getur verið að greina milli þessara áhrifa og beinna áhrifa á grasvöxt. Ekki er síður ástæða til að bera meira á vegna aukinnar túnbeitar heldur en af því að horfur séu á lélegri grassprettu. Gallinn er hins vegar sá, að þættir, sem standa í mann- legu valdi eins og túnbeit, geta breyst með tímanum. Þá hættir áður fundið samband að gilda og spágildið minnkar. Búskapur er heyskapur. Framleiðsluaukning er löngu hætt að vera markmið í hinum hefð- bundnu búgreinum hér á landi. Hins vegar er stefnt að auknu öryggi í framleiðslu. Sama viðhorf mun ríkja víða erlendis. Hérlendis hefur einkum verið lögð áhersla á bætta nýtingu heyja, en einnig er leitast við að draga úr kalhættu. FREYR — 95

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.