Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1984, Page 16

Freyr - 01.02.1984, Page 16
Þótt þessi atriði séu bæði mikils- verð, getur engu að síður verið ástæða til að leita annarra ráða til að auka öryggið, til dæmis með því að bera á eftir sprettulíkum. í upphafi greinarinnar var vikið að því, að hagkvæmt geti verið að minnka þörfina á að miðla fóðri milli ára eða héraða með því að haga áburðargjöf nokkuð eftir horfum í búskap á hverjum tíma, enda gera bændur það vafalaust að einhverju marki. Æskilegt væri því að geta gefið sæmilega örugga sprettuspá að vorinu, sem gilti fyrir einstaka landshluta eða landið í heild, en jafnframt getur þurft að taka tillit til staðbundinna aðstæðna eins og fyrninga og með- ferðar túnsins haustið áður. Einnig þarf að kanna nánar, hver áburðarsvörunin er við mismun- andi skilyrði, m. a. með úrvinnslu á niðurstöðum tilrauna, sem þegar hafa verið gerðar. Mikilvægt er einnig að gera hagkvæmnisút- reikninga, sem sýni, hve langt skuli gengið í að bera á eftir spá. Fer það meðal annars eftir öryggi spárinnar. Væntanlega þyrfti t. d. betra samband en sést á 1. mynd til þess að vert væri að fara eftir því. Margs er að gæta við hag- kvæmnisútreikninga, og hef ég rætt það í annarri grein í Frey (2. tbl. 1984). Er unnt að spá betur? Ég ætla mér ekki að fella dóm um, hvort spá sú, sem Páll Bergþórs- son hefur birt, sé nægilega örugg til að hafa hagnýtt gildi. Uppsetn- ing einfaldra dæma með hliðsjón af staðgóðri reynslu og hagfræði- þekkingu gæti vafalaust gefið all- góða vísbendinu. Nákvæmara mat ætti að mega fá með líkanútreikn- ingum. Til þess að treysta undir- stöður þeirra þarf frekari úr- vinnslu á tilraunaniðurstöðum sem þegar eru til, en einnig er þörf á meiri rannsóknum. Að undirlagi Páls hefur nú í nokkur ár verið gerð tilraun á Hvanneyri, þar sem borið er á eftir sprettuspá. Eins og vænta mátti, hefur með því móti tekist að eyða sambandi vetrarhita og grassprettu. Hefur Páll sagt frá niðurstöðum tilraunarinnar í Frey, 23. tbl. 1980 og 24. tbl. 1981 og ef til vill oftar. Gögn þau, sem Páll Bergþórs- son hefur notað við gerð spár sinnar, hafa þann kost að þau ná til langs tíma. Könnun á þessum sögulegu heimildum er nauðsyn- leg til þess að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif árferðið hefur á heyfeng. Hins vegar eru því tak- mörk sett, hversu miklar upplýs- ingar er unnt að lesa úr þeim. Vissulega væri áhugavert að reyna að fella að gögnum annað stærð- fræðilegt form á sambandi heyfengs við vetrarhita og áburð- argjöf en það sem Páll notaði. Enn fremur mætti athuga nánar, hvernig héraðamunur kemur fram, líkt og Sturla Friðriksson gerði í athugun sinni. Slíkar athug- anir gætu gefið ýmsar gagnlegar vísbendingar. Ég efast þó um, að þær myndu leiða til mikið betri sprettuspár en þeirrar, sem þegar liggur fyrir, vegna þeirra tak- marka, sem eðli gagnanna setur. Að því leyti til er ekkert því til fyrirstöðu að taka spána í notkun nú þegar. Til aukins skilnings á eðli sprettuspár þarf hins vegar að gera rannsóknir af öðru tagi, sem síðan gætu e. t. v. leitt til betri spár. Um það segir svo í áður- nefndri grein í 17. tbl. Freys 1975: „Meðal rannsóknaverkefna þeirra, sem ástæða væri til að sinna, er leit að grundvelli spár um sprettu komandi sumars, sem mætti gefa út um sumarmál og verða bændum til leiðbeiningar um áburðarnotkun til tryggingar gegn fóðurskorti. Til þess að gera þannig sprettuspá þyrfti að vera fyrir hendi vitneskja um ástand túna, þegar vetur gengur í garð, næringarefnaforða í jarðvegi (auð- leyst N-sambönd) og rótum (kol- hydröt), klakadýpt og veðurfar liðins vetrar. Sennilega yrði sprettuspá gerð fyrir heila lands- hluta fremur en bæi eða túnspildur. Mikillar þekkingar þyrfti þó að afla, áður en spár gætu hafist, og dyggði naumast minna en 5—10 ára markvissar rannsóknir." Eins og áður er að vikið, má að miklu leyti skýra árferðismun í grassprettu með mismunandi magni köfnunarefnis, sem jarð- vegurinn gefur af sér. Pess vegna er eðlilegt að leita þess, hvort unnt sé að segja fyrir um þetta magn í lok vetrar eða byrjun vors. Er unnið að rannsóknum á þessu sviði víða erlendis, og sumsstaðar er þegar farið að nota niðurstöð- urnar í leiðbeiningarskyni. Tekin eru jarðvegssýni líkt og gert er til leiðbeiningar um fosfór- og kalí- áburðarnotkun. Ákvörðun á köfnunarefni í jarðvegi er þó bet- ur fallin til þess að sýna frávik frá meðalárferði í heilum héruðum eða landshlutum en til leiðbeiningar á þeim ökrum, sem sýnin eru tekin úr. í löndum eins og Danmörku, þar sem jörð er ekki frosin nema skamma hríð að vetrinum, er það fremur úrkoma vetrarins en hita- stig, sem veldur mismunandi köfnunarefnismagni í jarðvegi á vorin. Þegar mikið rignir á vet- urna skolast köfnunarefnið út, a. m. k. á opnum ökrum, og þá þarf að bera meira á. Nú eru í undirbúningi á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins fyrstu rannsóknir á losun köfn- unarefnis í jarðvegi. Hægt er farið af stað, svo að ekki er mikils árangurs að vænta á næstu árum. Viðhorf breytast ört á flestum sviðum og þar með einnig í búskap og rannsóknum. Vegna síaukinnar áherslu á öryggi framleiðslunnar, jafnframt því sem stefnt er að því, að íslenskur landbúnaður byggi einkum á heimaöfluðu fóðri, tel ég líklegt, að rannsóknir á köfn- unarefni í jarðvegi verði fljótt efldar. Munu þær þá væntanlega verða til þess að varpa nokkru ljósi á það, hvers vegna unnt er að segja fyrir um grassprettu með vetrarhita, og jafnframt verður þá unnt að endurbæta spána. 96 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.