Freyr - 01.02.1984, Page 17
Oddný Björgvinsdóttir
Orlofsvikur bænda
6.—12. mars og 3.—9. apríl
Helgardvöl 8.—11. mars og 12.—15. apríl
Góðir dreifbýlisbúar.
Hvernig vœri að skella sér á orlofsviku á meðan náttúran liggur í dvala? Við bjóðum
upp á tvœr orlofsvikur í mars og apríl. Það er alltaf mikið að gera í sveitinni, fólkið
bundið yfir skepnuhirðingu og búrekstri. En sveitafólk verður að geta komist í smáfrí,
sem það á svo sannarlega skilið að geta veitt sér.
Fyrri orlofsvikan 6—12 mars býð-
ur upp á svipaða dagskrá og verið
hefur. Afurðatölufélga bænda
verða heimsótt, boðið verður upp
á skemmtikvöld, leikhúsferðir
o. fl. Hún er fyrir þá sem hafa
ekki komið á orlofsviku áður.
Seinni vikuna 3—9 apríl, verður
höfuðborgin okkar kynnt sérstak-
lega eða ýmsir þættir hennar sem
hafa ekki verið kynntir áður.
Reykjavík, smábær fyrir nokkrum
tugum ára, hefur vaxið upp í 85
þúsund manna borg, menningar-
miðstöð með fjölbreyttu leikhús-
lífi, listasöfnum, meira að segja
óperu. En hvernig hefur borgin
þróast, hver er munurinn á yngstu
og elstu hverfum hennar, hver er
aðaltómstundaiðja borgarbúa í
dag? Þetta verður reynt að kynna
á seinni orlofsvikunni. Auk þess
verður boðið upp á helgardvöl
með fjölbreyttni dagskrá 8—11.
mars og 12—15. apríl.
Reykjavík er höfuðborg allra
landsmanna. Höfuðborgina sína
verða allir landsmenn að þekkja.
Vissulega hefur hún sína galla eins
og allar borgir sem hafa vaxið of
fljótt og þétt upp. Yngri borgar-
hverfin í Reykjavík hafa kostað
mikla undirbúningsvinnu. Er
skipulag þeirra í góðu samræmi
við þróun þjóðfélagsins í dag og til
góðs fyrir ungu kynslóðina sem
vex upp í þeim? Það getur framtíð-
in ein leitt í ljós, en það er áhuga-
vert að skoða þau og velta spurn-
ingunni fyrir sér. Athyglisvert er
að gera samanburð á yngri og
eldri hverfum. í skipulagi nýjustu
hverfanna er gert ráð fyrir að
íbúar geti haft hesta eða önnur
húsdýr á lóðinni hjá sér. Þetta er
alger nýjung og sýnir að mannlegi
þátturinn er meira í brennidepii en
verið hefur.
Árlega taka sveitaheimili við
miklum fjölda unglinga frá
Reykjavík til sumardvalar. Þegar
daginn fer að lengja og skólatím-
inn að styttast þá kemur útþrá ogg
hugur í margan unglinginn í bæn-
um. Símaborðið hjá Búnaðarfé-
lagi íslands verður allt í einu log-
andi. Það er eins og allir unglingar
bæjarins vilji komast út í sveit.
„Ég er vanur... búinn að vera
síðan ég var....“ Og mæðurnar
segja: „Hann er svo stór og stæði-
legur og samanrekinn, strákur-
inn.“ Það hefur alltaf þótt stór
þáttur í uppeldi borgarbarnsins að
fá að kynnast sveitalífinu og von-
andi verður það svo um ókomna
framtíð. Margir foreldrar eiga
bestu æskuminningar sínar frá
sumardvöl í sveit og er það vel.
Samvinna sveitar og borgar hefur
verið og er ómetanleg, góð vin-
áttutengsl hafa myndast og hver
þjóðfélagshópur hjálpar öðrum.
En er ekki líka nauðsynlegt fyrir
dreifbýlisbúana að kynnast borg-
inni og gera sér grein fyrir því
andrúmslofti sem börnin þar vaxa
upp í? Þeir sjá þá hversu nauðsyn-
legt það er fyrr þann sem býr í
þröngu samfélagi að eiga þess kost
að komast út í íslenska sveit.
Orlofsvikurnar eru til þess að
sveitafólk alls staðar af landinu
geti hist og kynnst, til að auka
skilning á milli ólíkra þjóðfélags-
hópa, en fyrst og fremst eru þær til
skemmtunar, hvíldar og fróðleiks
fyrir dreifbýlisbúana.
Verið öll hjartanlega velkomin
á orlofsviku.
Megið þið njóta dvalarinnar í
Bændahöllinni í höfuðboginni
ykkar.
FREYR — 97