Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1984, Side 22

Freyr - 01.02.1984, Side 22
Sigurjón V. Jónsson Skollagróf Utanför Hvanneyringa 1983 Það er merkur áfangi í lífi hvers manns að útskrifast úr skóla og við þessi tímamótþykir tilheyra nú til dags að bregða sér útfyrir landsteinana í glaðvœrum og góðum vinahópi. Nýútskrifaðir búfrœðingar frá Bœndaskólanum á Hvanneyri fóru í 15 daga frœðslu- og skemmtiferð til Noregs og Svíþjóðar á síðastliðnu sumri. Skipulag ferðarinnar og farar- stjórn sá Trausti Eyjólfsson kenn- ar um og kom sér vel að hann átti vini og kunningja í Noregi sem greiða vildu götu okkar á allan hátt. Lagt var af stað miðvikudaginn 22. júní og hófst ferðin við Loftleiðahótelið um nónbil. Hóp- urinn taldi 39 manns með farar- stjóra. Ekið var til Keflavíkur og síðan stigið upp í flugvél sem flutti okkur á tveimur klukkustundum til Þrándheims en þar var þá kom- ið fram á kvöld, því að norskur sumartími er tveimur stundum á undan þeim íslenska. Á flugvellinum beið langferða- bíll sem var farkostur okkar næstu tvær vikurnar. Bflstjórinn kvaðst heita Kári Karlsson. Fyrstu nóttina í Noregi gistum við á farfuglaheimili en árla næsta dags var ekið af stað og fyrsta þorpið sem stansað var í hét Lundamo. Þar keyptu menn sér póstkort til að senda vinum og ættingum heima á Fróni. Svo var ferðinni haldið áfram dágóða stund að þorpinu Oppdal og því næst ekið yfir Dofrafjöll allt upp í 1026 m hæð yfir sjó en þegar tók að halla niður hinum megin kom- um við til Dombás sem er þorp af stærri gerðinni. Þaðan var ekið eftir Romsdalnum og var þar marga fallega fossa að sjá en þeg- ar dalurinn var á enda vorum við komnir til Ándalsnes þar sem við slógum upp tjöldum til gistingar á Jónsmessunótt. Að morgni var haldið til Gjer- mundnes en þar er bændaskóli. Þar tóku á móti okkur Steinar Lien skólastjóri og Magnús Jóns- son, íslenskur maður sem búið hefur á þessum slóðum í mörg ár. Fyrst sýndu þeir okkur skóla- húsið sjálft og þar fengum við kaffi meðan skólastjórinn sagði frá staðnum og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Á búinu eru 25 kýr sem mjólka að meðaltali 7 000 lítra á ári en slíkur árangur þætti fréttnæmur hér heima á Fróni. Þá eru einnig 20 gyltur í eigu búsins og í gróðurhúsum eru ræktaðir tómatar og gúrkur. Skógur er á 150 hektörum lands en túnin eru 25 ha og svo er ræktað kál og rófur undir berum himni. Við búið vinna um 40 manns en árlega eru 130—150 nemendur í skólanum. Þegar gengið hafði verið um kennslustofur og heimavist var litið í útihús sem reyndust ekki frábrugðin því sem við þekktum héðan að heiman en aftur á móti vakti athygli okkar landbúnað- arminjasafn sem er í gömlu fjósi og hlöðu. Þetta er trúlega fyrsta og jafnvel stærsta safn sinnar teg- undar í Noregi og voru öll tæki mjög heilleg og sum í nothæfu ástandi þrátt fyrir háan aldur. Að þessari heimsókn lokinni var ekið til Magerholm og farið þaðan með ferju til Aursnes en síðan haldið beint til búnaðar- skólans á Langvin sem er í Innvik. Þar tók á móti okkur Ola Norang skólastjóri, og þar þáðum við gist- ingu í heimavist skólans. Árla næsta morgun skoðuðum við staðinn í blíðskaparveðri undir leiðsögn skólastjórans. Á búinu eru nautgripir og svín og var auðséð að svínin voru miklir kostagripir enda kom í ljós að þarna var að finna þriðju bestu gyltuna í Noregi. Þann dóm fékk hún á sýningu í Osló í fyrrahaust. Sumarið 1982 átti hún 16 grísi í einu goti og kom þeim öllum upp. í fjósbyggingunni var fullkomin aðstaða til kennslu í mjöltum og meðferð mjaltatækja. Fer öll kennsla varðandi mjólkurfram- leiðslu fram þar og eru nemendur látnir skrúfa öll tæki í sundur og setja saman aftur, nokkuð sem vantar alveg í námið hér heima. Um hádegið var haldið af stað og ekið til Mo en þar er búnaðar- skóli. Einn af kennurunum þar, 0ystein Lange, sagði frá staðnum og sýndi okkur hann á eftir. 102 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.