Freyr - 01.02.1984, Síða 25
Kirkjan í Burgundo en hún er rúmlega átta alda gðmul. (Ljósm. Sigurjón V. Jónsson).
ar höggmyndir og gosbrunnar auk
sundlaugar, trjágróðurs og fjöl-
margs annars sem gladdi augað.
Næst var ekið upp að Holmen-
kollen þar sem er frægur skíða-
stökkpallur á veturna en fjölsóttur
ferðamannastaður yfir sumar-
tímann. f>að sem eftir var dagsins
fengum við svo frí til að skoða
okkur urn og versla í miðbænum
en áttum svo að mæta á vissum
tíma í bílinn aftur. Síðan var strik-
ið tekið á landbúnaðarháskólann
á Ási sem var næsti næturstaður.
Var staðurinn skoðaður í fylgd
tveggja íslenskra stúlkna, Örnu
Björnsdóttur frá Hrísey og Sigrún-
ar Jónasdóttur úr Reykjavík,
(dóttur Jónasar Jónssonar búnað-
armálastjóra). Fengum við þarna í
fyrsta sinn að skoða fjárhús, og
voru innréttingar svipaðar því sem
hér tíðkast. Það eina sem okkur
sýndist frábrugðið var hve langir
dindlarnir á fénu voru miðað við
það íslenska.
Næsta dag var ferðinni heitið til
Svíaríkis.
Um hádegi fórum við yfir
landamærin og stönsuðum
skömmu síðar í þorpinu Grums til
að teygja úr okkur. Undir kvöldið
komum við til Karlstad og eftir
gómsætan málsverð á fínu hóteli
náttuðum við okkur á farfugla-
heimili.
Ekki er nú beint hægt að hrósa
Svíunum fyrir þessa einu nótt sem
við gistum í landinu, því að
hreinlætisaðstaðan var vart
mönnum bjóðandi og ókum við
því í skyndi til Noregs aftur eftir
stutta kynningu af landi og þjóð.
Áð var í þorpinu Arvika og
verslað í stórmarkaði, því að það
máttu þeir eiga blessaðir Svíarnir
að margt fékkst ódýrt hjá þeim.
Eftir þetta var haldið yfir landa-
mærin á ný og ekið beint til Ham-
ar þar sem tjöldum var slegið upp í
snatri á þokkalegum tjaldstað í
útjaðri bæjarins. Um kvöldið
brugðu margir sér niður í miðbæ
að sýna sig og sjá aðra.
í dögun var svo ekið til Lille-
hammer þar sem Maihaugen-safn-
ið var skoðað, en þar er fjöldi
gamalla húsa, aðallega úr Gud-
brandsdal. Fengum við leiðsögu-
mann til að sýna okkur það mark-
verðasta og fræddi hann hópinn
mjög skipulega um þau hús sem
skoðuð voru. Þau halda uppruna-
legu útliti jafnt að utan sem innan
og sáum við þarna margt fram-
andi.
í Lillehammer hittum við ís-
lending, Birgi Guðsteinsson, sem
búið hefur þarna í fjögur ár en
þeir Trausti þekkjast frá gamalii
tíð.
Eftir stutta gönguferð um bæinn
var lagt af stað eftir Guðbrands-
dalnum en síðan ekið yfir brattan
fjallgarð og komið síðla dags til
Storsteigen bændaskólans í Alv-
dal, sem var næsti gististaður.
Skólastjórinn þar, Gunnar Lunn-
an var ekki heima en einn kenn-
aranna, Kjell Arne Dyscebakken,
tók á móti hópnum og fórum við
undir leiðsögn hans í ökuferð um
nágrenni skólans. Einnig ókum
við langt upp í fjallshlíðina öðrum
megin í dalnum en þar eru sel frá
bæjunum í Alvdal.
Þar uppi hittum við Per Arnfinn
Bergebakken, bónda og oddvita
sveitarinnar, og fræddi hann hóp-
inn um staðhætti, búskap og
mannlíf í sinni sveit. Hann tjáði
okkur að einungis tveir bændur í
dalnum færu ennþá með búpening
sinn í sel á sumrin en þarna voru
áður um 60 sel. Nú orðið nota
menn þau sem sumarbústaði.
Um kvöldið horfðu sumir á
sjónvarpið þar sem Vigdís Finn-
bogadóttir kom m. a. fram og
flutti Ólafi Noregskonungi ham-
ingjuóskir íslensku þjóðarinnar en
hann átti 80 ára afmæli þennan
dag.
Á sunnudagsmorgni var gengið
um skólastaðinn í fylgd Kjell
kennara og fór hann með hópinn í
fjósið, svínabúið, hlöðurnar og
verkfærageymsluna en á skól-
FREYR — 105