Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1984, Page 27

Freyr - 01.02.1984, Page 27
haföar lausar í fjósinu, (lausa- göngufjós), og er milligerði í miðju sem skiptir því í tvo hluta. Fóðurgangar eru við útveggi en legubásar við milligerðið, beggja megin. Að þessari heimsókn lokinni var litast um í bænum Steinkjer en síðan haldið til Mære þar sem starfræktur er bændaskóli. Var staðurinn skoðaður í fylgd Inge- brigt Sirum kennara sem lýsti búskaparháttum og kennslufyrir- komulagi á meðan gengið var um peningshúsin. Fjósið var mjög snyrtilegt þrátt fyrir það að kýrnar eru hafðar inni allan ársins hring. Það þótti okkur furðu sæta en heimamenn báru við landleysi auk þess sem tímafrekt væri að leysa þær út daglega. Á sumrin er slegið handa þeim kvölds og morgna og nefnist það „grænfóðrun" á ís- lensku. Einnig vakti athygli okkar þarna hversu ungar kýrnar voru enda kom fram, þegar spurt var, að þær eru yfirleitt ekki látnar mjólka nema í þrjú mjaltaskeið áður en þeim er fargað. Endingin er sem sagt ekki betri með þessari „innilokunaraðferð“. Áður en við yfirgáfum Mære litum við inn í kirkjuna þar, sem var byggð úr steini kringum alda- mótin 1100. Er hún mjög sérstætt hús og hefur verið feiknamikil bygging á sínum tíma. Með A verslunargötu í Lundamó. Á myndinni eru Elín R. Bjarnadóttir og Gyða Lúð- víksdóttir. heimsókninni á Mære lauk skipu- lögðu ferðalagi okkar og gistum við á farfuglaheimili í Þrándheimi síðustu nóttina. Síðasta daginn, miðvikudaginn 6. júlí, var sólskin og yfir 20° stiga hiti svo að það voru léttklæddir íslendingar sem fóru í verslunar- ferð niður í miðbæ Niðaróss, eins og bærinn hét fyrrum. Undir kvöld var svo haldið út á flugvöll en vegna bilunar var ekki flogið heim fyrr en um miðja nótt. Á meðan beðið var eftir vélinni Trausti Eyjólfsson fararstjóri þakkar prestshjónunum á Börsa, þeim Torill og Sktrni Garðarssyni fyrir höfðinglegar móttökur (Ljósm. S.V.J.). styttu menn sér stundir með því að syngja, fara í gönguferð, drekka bjór eða fá sér hænublund. Þegar við loks komum til lands- ins var farið að birta af degi. Að lokinni verslun í fríhöfninni var hópnum ekið til Loftleiða- hótelsins þar sem leiðir skildu eftir 15 daga samveru á er- lendri grund. Héldu menn síðan hver til síns heima, þreyttir og ánægðir eftir vel heppnað skóla- ferðalag. Heima beið daglegt amstur, jafnt til sjávar og sveita. MF200 og 600 - Vandaður búnaður- hagstættverð Enn á ný kemur MF með endurbættar vélar. Nýju 200 og 600 línurnar hafa vakið verðskuld- aða athygli fyrir góðan búnað og vandaðan frágang. Til á lager. Ýmsar stærðir frá 47 til 93 h.p. með eða án framdrifs. Hafið samband. MF vélar sem staðist hafa ströngustu kröfur í áratugi. Kaupfélögin og 2>Aöi£a4véía/t A/ Suðurlandsbraut 32. Simi 86500. FREYR — 107

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.