Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1984, Side 29

Freyr - 01.02.1984, Side 29
fjöldi smærri vatna og tjarna á svæðinu, eins og Reynisvatn og Rauðavatn í Reykjavík, Langa- vatn og Seltjörn í Njarðvíkum, Gestsstaðavatn í Krísuvík, Hval- eyrarvatn og Urriðavatn í Hafnar- firði, svo og tjarnir á Mosfells- heiði. Laxveiðin. Heildarveiði á laxi hefur verið um 7 þúsund laxar árlega að meðaltali á árunum 1972—1981. Það er um 11% af laxveiði á landinu öllu, sem verður að teljast mjög hag- stætt hlutfall, enda eru á svæðinu tvær í hópi bestu laxveiðiáa lands- ins: Laxá í Kjós og Elliðaár, og hafbeitin í Kollafjarðarstöðinni hefur lagt drjúgt af mörkum til aukningar á laxveiði sl. 15 ár. I laxveiðiánum hefur eingöngu verið stunduð stangaveiði, sem skilað hefur um 65% af heildar- veiði svæðisins, en þriðjungur fengist úr hafbeit. Auk þess sem laxveiði í sjó við Viðey bætti um hundrað löxum árlega að jafnaði við veiðina. Sá veiðiskapur er reyndar aflagður fyrir nokkrum árum því að Reykjavíkurborg inn- leysti sjávarveiðina, sbr. heimild í laxveiðilögum. vegna Elliðaánna á sama hátt og gert hafði verið á sínum tíma í sambandi við laxveiði í sjávarlögn í Grafarvogi, sem not- uð hafði verið um áratuga skeið. Veiði sjógengins silungs er nokkur í ám á svæðinu. Þó er slík veiði óveruleg miðað við lax- veiðina. Tröllafoss í Leirvogsá í Kjósarsýslu. Fossinn er 14 m á hœð. Myndin er tekin 14. apríl 1981 og sést að snjóskaflar eru við fossinn. (Ljósm.: Einar Hannesson). Laxá í Kjós hjá þjóðvegi. (Ljósm.: Einar Hannesson). Silungsveiðin. Á svæðinu eru nokkur ágæt sil- ungsvötn, enda hafa risið mörg sumarhús við vötnin eða í ná- grenni þeirra, og nálægð þeirra við mesta þéttbýli landsins eykur aðsókn í veiði í þeim. Silungsveiði er því mikið stunduð í stöðu- vötnum á Reykjanesi, í Kjósar- sýslu og á Reykjavíkursvæðinu. Er fyrst og fremst um stangaveiði að ræða og veiðist bæði urriði og bleikja. Netaveiði er nokkur og auk þess hefur á seinni árum verið beitt gildru- og netaveiði til að grisja silungsstofnin vegna offjölg- unar á fiski, eins og í Meðalfells- vatni og Djúpavatni. Skýrsluhald um silungsveiði hefur því miður verið í ólestri svo að ekki er unnt að tíunda neitt um veiðina. Áll. Vitað er að áll er í ýmsum ám og vötnum í landnámi Ingólfs og í gjám í Grindavík. Hins vegar er lítið um það að álaveiði sé stund- uð. Þó er vitað að menn hafa bæði fyrr og síðar veitt í smáum stíl ál í gildrur eða með öðrum hætti. Fiskræktin. Fjölþætt fiskræktarstarf hefur far- ið fram á svæðinu með sleppingu lax- og silungsseiða af ýmsum stærðum í árnar og gönguseiða í hafbeit, eins og skýrt hefur verið frá hér að framan, fiskvegagerð í ám, byggingu vatnsmiðlunarstífla, ýmiss konar umbóta sem hafa ver- ið gerðar á árfarvegum, starf- FREYR — 109

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.