Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 31
Veidimannahús við Elliðaár, í eigu borgarinnar.
sölu á markaði, en stöðin notar
m. a. heitan jarðsjó sem dælt er
upp, Pólarlax hf. í Sraumsvík, sem
hefur klakið út laxahrognum og
alið upp seiði allt upp í göngust-
ærð og vinnur að hafbeit á laxi,
Klakstöðin við Myrkurtjörn í
Mosfellssveit og Laxeldisstöð
Stangaveiðifélags Reykjavíkur að
Skógarnesi í Mosfellssveit, sem
klekur út hrognum og elur laxa-
seiðin upp til að sleppa þeim í ár
og vötn, sem félagið hefur á leigu.
Til viðbótar fyrri talningu eldis-
stöðva mætti nefna ýmsa aðila
sem hafa verið með klak og lítils-
háttar eldi á laxi eða silungi í
skamman tíma í bílskúrum eða
kjöllurum húsa í Reykjavík og
nágrenni. Auk þess skal rifjað upp
klak- og eldisstarf, sem stundað
var um skeið en síðan hætt. Pann-
ig var eldisstöð í Hafnarfirði, sem
fyrr var nefnd lauslega, sem var
með regnbogasilung í eldi og síðar
laxaseiði. Önnur minni stöð rétt
við Golfskálann var með eldi á
laxaseiðum og sú þriðja var í landi
Artúns á Kjalarnesi og starfaði
stuttan tíma.
Laxeldi í sjó.
Fiskifélag íslands var með tilraun-
ir í laxeldi í sjó í smáum stíl fyrir
tæplega 10 árum, en þær hófust í
Hvalfirði og þeim lauk í Höfnum.
Óhapp olli tapi á laxi úr kví, sem
notuð var við tilraunir þessar. Til-
raunir voru gerðar í Laxeldisstöð
ríkisins með fóðrun laxaseiða í
netkví, sem komið var fyrir á
sjótjörn í Kollafirði, í þeim til-
gangi fyrst og fremst að kanna
seltuþol laxaseiða úr eldisstöð-
inni. Mikilvægar upplýsingar feng-
ust þannig í sambandi við eldi
seiðanna, er tryggði góð sjó-
gönguhæf laxaseiði. Sjóeldi hf. í
Ósabotnum í Höfnum var um tíma
með netkvíar í sjó og fóðraði lax,
sem slátrað var og seldur á mark-
að. Þessu starfi mun haldið áfram.
Þá munu einstaklingar hafa verið
með tilraunir með kvíaeldi í Skóg-
tjörn á Álftanesi, en þær stóðu
skamma hríð.
Hafbeit á laxi.
Með stofnun og starfi Kollafjarð-
arstöðvarinnar hófst hafbeit á laxi
hér á landi. Rúmlega 33 þúsund
laxar úr hafi hafa þegar gengið inn
í stöðina í Kollafirði. Ennfremur
er þess að geta um laxahafbeit, að
sumarið 1982 fengust hjá Pólarlaxi
hf. tæplega 2 þúsund laxar, en
fyrstu gönguseiðum af laxi hafði
verið sleppt við Straumsvík 1981,
sem skiluðu sér sem fullorðnir
laxar sumarið 1982, eins og fyrr er
frá skýrt. Þá er þess einnig að
geta, að á vegum Fjárfestingafé-
lags íslands, hófst hafbeitartilraun
í Vogum á Vatnsleysuströnd 1982
þegar þar var sleppt úr aðlögunar-
tjörn 20 þúsund gönguseiðum af
laxi.
Veiðifélögin.
Sex veiðifélög með 58 jarðir innan
sinna vélbanda eru starfandi í
Reykjavík og Kjósarsýslu. Öl! ná
félögin til laxveiðiáa nema eitt,
sem tekur til vatna svæðis Elliða-
vatns.
HELSTU HEIMILDIR:
Orkustofnun, Vatnamælingar
Veiðimálastofnun, birt og óbirt efni.
FREYR — 111