Freyr - 01.02.1984, Page 32
Þórarinn Lárusson
Ræktunarfélagi Norðurlands
Afurðageta upp á punt
Seint verða framleiðsluvandamál landbúnaðarins leyst svo að öllam líki, og allra síst í
þessum stutta viðaukapistli til Ketils Hannessonar við grein hans í 1. tbl. Freys, 1984 þar
sem hann svarar athugasemdum undirritaðs í 24. tbl. 1983.
Ég þakka hér með svör Ketils.
Margt má um þessa grein hans
segja og kannski ekki síst það,
sem hann lætur ósvarað, sem á
vissan hátt eru þó bestu svörin.
Gott dæmi um töframátt þagnar-
innar.
í innleggi þessu verður að
mestu látið nægja að ræða lítil-
lega, út frá niðurstöðum búreikn-
inga, þann stóra þátt, sem afurða-
semi búfjárins getur haft á tekju-
möguleika bænda, og hve ráðandi
það atriði er í hinum mikla og, að
því er virðist, vaxandi tekjumun
milli búa.
Fastur liður í uppgjöri búreikn-
inga í áranna rás er að sýna fram á
áhrif afurðasemi á framlegð á grip.
Annars vegar eru kúabú flokkuð í
sjö flokka eftir nythæð og sauð-
fjárbú í jafnmarga flokka eftir
frjósemi áa, sem jafnframt er
mælikvarði á kjöt eftir á.
Hér verður ekki farið náið út í
að skilgreina hugtök en framlegð
fæst með því að draga breytilegan
kostnað frá heildarframleiðslu-
tekjum. Fjölskyldutekjur, þ. e.
laun fjölskyldu og vextir af eigin
fé, fást síðan þegar fastur kostnað-
ur er dreginn frá framlegð.
Fastur kostnaður er óháður af-
urðasemi gripa og tiltölulega lítið
háður fjölda þeirra. Af þessu
leiðir að í stórum dráttum er hægt
að fá fram fjölskyldutekjur í
hverjum hinna sjö afurðafíokka
með því að draga frá sömu upp-
hæðina, sem svarar til fasts kostn-
aðar, frá tilsvarandi framlegð. Ef
litið er á hlutdeild fasts kosnaðar
af framlegð meðalbúreikningabú-
anna á árabilinu 1972—1982
sveiflast það allnokkuð inilli ára
og búgreina. Að öðru jöfnu má
segja að þetta valdi mismun á
meðalfjölskyldutekjum á milli af-
urðalægstu búanna, (flokkur nr.
1) og hinna afurðahæstu, (flokkur
nr. 7), frá því að vera tvö- til
fjórfaldur á sauðfjárbúum, en
þrefaldur til fimmfaldur á kúabú-
um, afurðahæsta flokknum (nr. 7)
í vil.
Af ástæðum sem ekki verða
raktar hér, virðist fastur kostnað-
ur vera hærra hlutfall af framlegð
hin síðari ár, einkum árin 1981 og
1982. Þannig er hlutdeild fasts
kostnaðar á kúabúum árið 1982
um 55% af framlegð á meðalbú-
inu en algengt var að þessi hlut-
deild væri 35—40% á árabilinu
1972—80.
Þar sem ástæðulaust virðist að
vænta mikilla breytinga í þessu
Áhrif medalnytar á framlegö á árskú
Súlurit úrtötlu5.6
Kr.
32000
30000 HLUT-
'28000 rfíLLSL.
-26000 FJ0LSK.
24000
22000
2.749 2.750- 3.000- 3.250- 3.500- 3.750- 4.000
oglægri 2.999 3.249 3.499 3.749 3.999 og hærri
Medalnyt i litrum
112 — FREYR