Freyr - 01.02.1984, Síða 35
Erlendur Jóhannsson
nautgriparæktarráðunautur
Héraðssýningar á kúm á Suðurlandi árið 1983
Sumarið 1983 voru haldnar kúasýningar á Suðurlandi. Pœr eru haldnar fjórða hvert ár í
hverjum landsfjórðungi. Einungis eru dœmdar og skoðaðar kýr hjá bœndum sem taka
þátt í afurðaskýrsluhaldi á vegum nautgriparœktarfélaganna. Nú eru 29 slík félög
starfandi á Suðurlandi. Afurðamestu kýrnar eru stigaðar eftir dómstiga Búnaðarfélags
íslands þar sem tekið er tillit til mjaltalags kúnna og skapgerðar auk ytra útlits. Kúa-
sýningar með þessu móti hafa verið haldnar frá árinu 1951.
Dæmdar voru nú 936 kýr í eign
229 bænda og hlutu 710 I. verð-
laun.
Greinilegt er að mikið hefur
áunnist í að bæta byggingarlag
kúnna á síðustu árum og þá sér-
staklega júgurgerð og mjaltalag
en á þau atriði hefur verið lögð
mest áhersla.
Samkvæmt búfjárræktarlögum
er búnaðarsamböndum og
nautgriparæktarsamböndum
heimilt, að lokinni sveitarsýningu,
að halda héraðssýningu á þeim
kúm sem hæstu viðurkenningu
hlutu. Mikill áhugi var á því hjá
stjórnum nautgriparæktarsamb-
andanna á Suðurlandi að halda
héraðssýningar á kúm nú í haust.
Þar sem ljóst var að ekki væri unnt
að safna kúm saman til sýninga-
halds m. a. vegna takmarkana á
flutningi gripa á svæðinu af hálfu
Sauðfjárveikivarna, var þess farið
á leit við stjórn Búnaðarfélags
íslands að fundir þar sem dómar
væru birtir og sýndar litskyggnur
af bestu kúnum, teldust fullgild
héraðssýning á kúm. Féllst hún á
að gerð yrði tilraun með slíkt
sýningarform enda hafa héraðs-
sýningar á kúm ekki verið haldnar
urn árabil, þrátt fyrir áhuga fyrir
að koma þeim á. A héraðssýningu
hefur hvert búnaðarfélag rétt til
að sýna eina kú fyrir hverjar 100
kýr, sem skýrslum er skilað um,
en þó hefur hvert félag rétt til að
sýna tvær kýr hið fæsta.
Þrenn verðlaun eru veitt, I.
verðlaun A, B og C og auk þess
sérstök verðlaun fyrir bestu kúna.
Héraðssýningar á kúm á Suður-
landi voru svo haldnar 17. og 18.
nóv. síðastliðinn. Flutt voru erindi
um kúadóma, lýst dómum, og
sýndar voru myndir af bestu kún-
um og verðlaun afhent.
Þá voru einnig afhentir áletraðir
verðlaunapeningar, sem Mjólkur-
bú Flóamanna hafði gefið, eigend-
um bestu kúnna í hverju félagi á
sveitarsýningum í sumar.
Fyrri daginn var sýning fyrir
svæði nautgriparæktarsambands
Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellsýslu og fundur haldinn í fél-
agsheimili Vestur-Eyfellinga.
24 kýr voru valdar á sýninguna.
Af þeim hlutu þrjár I. verðlaun A,
tvær 1. verðlaun B og tvær 1.
verðlaun C. Þær voru:
Besta kýrin á sýningunni var valin
Klukka 82. Hún er dóttir Blika
69001 sem er margreyndur kyn-
bótagripur og skipta dætur hans
hundruðum á Suðurlandi. I árslok
1982 hafði Klukka mjólkað að
meðaltali í 5,3 ár 6136 kg með
3,96% fitu. Þá hlaut eigandi
Klukku, Guðlaugur Jónsson, veg-
legan bikar sem Kaupfélag Rang-
æinga hafði gefið sem verðlaun
fyrir bestu kúna. Nautastöð Bún-
aðarfélags íslands hefur keypt
einn son Klukku og er hann nú á
uppeldisstöðinni í Þorleifskoti.
Síðari daginn var svo sýning í
Arnessýslu og var fundur haldinn
Verðl. Kýrin: Faðir:
I A. Klukka 82 Bliki 69001
I A. Drottning 46 Tígull 86810
I A. Svana 73 Svanur 86823
I B. Reyðir 125 Laufi 70009
1 B. Rín 139 Toppur 71019
I C. Ljóma 137 Már 72003
I C. Síða 39 Már 72003
Eigandi:
Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, A-Landeyjum.
Eggert Pálsson. Kirkjulæk, Fljótshlíð.
Gróa Kristjánsdóttir, Hólmi, A-Landeyjum.
Jón og Gunnar Sigurðssynir, Eyvindarh. A-Eyjafjöllum
Sigmar R. Ólafss. Miðhjáleigu, A-Landeyjum.
Guðmunda Tyrfingsd., Lækjartúni, Ásahreppi.
Gróa Kristjánsd., Hólmi, A-Landeyjum.
FREYR — 115