Freyr - 15.04.1986, Qupperneq 9
Þurftuð þið að kosta miklu til
að breyta fjárhúsinu?
Nei það var mjög auðvelt að
breyta því, af því að það eru engar
fastar innréttingar í því, bara stoð-
ir. Það þurfti ekkert annað að
gera en að hreinsa út allt lauslegt
og steypa stéttir og haughús.
Og þetta er eina silfurrefabúið á
landinu?
Já, eins og er, og það hefur
nokkra sérstöðu því við höfum dýr
í sóttkví. Það eru margir eigendur
að þessum dýrum sem voru flutt
inn, mig minnir að það séu 17
eigendur víðsvegar um landið.
Þeir áttu mismikið hver. Um ára-
mótin í fyrra keyptum við öll dýrin
sem höfðu verið flutt inn, en við
og aðrir sem fluttu dýrin inn
eigum áfram sameiginlega öll dýr
sem fæddust hér á búinu í fyrra og
líka dýr sem eru undan læðum á
búinu frá því. Við eigum hins
vegar alla hvolpa undan innfluttu
læðunum.
Voru einhver dýr flutt inn á sl. ári
(1985)?
Nei, ekkert hingað í búið. Upp-
runalega voru fluttar inn 56 læður
og 13 högnar.
Hefur orðið vart einhverra
sjúkdóma í dýrunum í sóttkvínni?
Menn voru hræddir við eyrna-
maur, að hann mundi berast með
dýrunum, enda kom á daginn að
þessi maur var í þeim og nú er
verið að vinna að því að útrýma
honum. Vegna þessa hefur sótt-
kvíin verið framlengd um óákveð-
in tíma. Að öllu eðlilegu var sótt-
kvíin úti fimmtánda apríl sl Að
öðru leyti eru dýrin laus við sjúk-
dóma og sníkjudýr.
Hvað ertu gamall Jón?
Ég er 22 ára.
Hvaða menntun hefur þú?
Ég er stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri og bú-
fræðingur frá Hólum. Ég fór í
verknám að Syðra-Skörðugili og
vann þar mikið við loðdýr.
Hvernig líkar þér að vinna við
loðdýrin?
Bara vel og alltaf betur og bet-
ur. Loðdýr eru mjög skemmtileg í
umgegni þrátt fyrir að sum séu
grimm. Maður veit af því og um-
gengst dýrin með þeim fyrirvara.
Loðdýrarækt er lítið háð veðri.
Ekkert þarf að gá til veðurs til að
huga að því hvort hann sé ekki að
gera þurrk. Þarna eru heldur
aldrei neinar afspyrnu skorpur
eins og á sauðburði. Það er all-
mikil við pörunina og stundum
koma nokkrir dagar t. d. eins og
við fráfærur og slátrun refanna, en
það eru aldrei neinar langar tarn-
ir, né vökur. Maður er náttúrlega
nokkuð bundinn af þessu, en ekki
svo orð sé á gerandi, finnst mér.
Jón Císlason.
Seinni hluta ársins er þetta reglu-
bundin vinna, sömu verkin dag
eftir dag, sem hver sem er getur
unnið. Aftur fyrri hluta ársins,
verður sami maður að umgangast
dýrin, frá fyrstu pörun og fram
yfir fráfærur. Þá er maðurinn
bundinn yfir starfinu.
Bzimamælir — gagnlegt tæki við
pörun.
Við vorum áðan að tala um
áhald sem þú notar um pörunar-
tímann. Viltu segja okkur frá því?
Já, þetta tæki heitir brímamælir
og er notað sem hjálpartæki til
þess að ganga úr skugga um hvort
læðan er bríma. Þetta er mælir
sem mælir viðnám í skeiðinni á
læðunum. Viðnámið eykst mjög
hratt nokkrum dögum fyrir pörun-
ina og snarfellur svo síðan aftur og
þá á að para læðuna. Þessi mælir
er aldrei öruggur, frekar en önnur
hjálpartæki, en segja má að hann
gefi rétta vísbendingu um 95% af
læðunum við að ákvarða pörunar-
daginn. Mér finnst brímamælirinn
mjög gagnlegur. Hann sparar
bæði mikla vinnu við að prófa
læðurnar, hvort þær standa undir
eða ekki og þar með þreytir mað-
ur högnana ekki eins mikið. Mín
reynsla er sú að þær læður sem ég
nota mælinn á hafnist frekar en
hinar. Ég get verið óragari við að
einpara, ef ég nota mælinn, þarf
þess vegna ekki jafnmarga högna
ef ég tvípara ekki nema hluta af
læðunum.
Er brímamælirinn algengur á
loðdýrabúum?
Hann er sjálfsagt víða til.
Mikilvægt er að dýrin séu
skapgóð
Það er ekki vafi á að sl. ár var sett
á hér á búinu of mikið af læðum
sem voru ekki nógu góðar til
ásetnings, þær voru ekki nógu
stórar, sumar höfðu ekki nógu
góð skinn, og sumar þeirra of
skapvondar. Það skiptir miklu
máli að vera með róleg dýr og
læðurnar verða að vera af ákveð-
inni lágmarksstærð og með lág-
Freyr 289