Freyr - 15.04.1986, Qupperneq 10
marksskinngæði. Það var farið
heldur yfir markið haustið 1984
vegna þess að þetta var eina búið
sem var með silfurrefi. Skapgerð
dýranna skiptir miklu máli, því
læður sem eru órólegar og tauga-
strekktar eru verri mæður og svo
smita þær út frá sér og gera næstu
dýr taugaveikluð. Það er líka
óþægilegt ef dýrin eru mjög
grimm.
Þórunn Halldóra.
Ég sá í kvöld úti í refaskála lítinn
yrðling, sem trítlaði um eins og
taminn hvolpur og var gæfur. Mér
var sagt að hann hafi verið heima-
gangur hérna. Hvernig stóð á því?
— Hún varð útundan, um það bil
sem ég byrjaði að gefa hvolpunum
og þegar þeir fóru að fara út úr
kassanum hjá læðunni. Læðan átti
fimm hvolpa og þessi litla læða var
útundan. Það var einn daginn þeg-
ar ég kom í húsið, þá lá hún úti í
búrinu. Hafði líklega legið þar alla
nóttina því hún var alveg ísköld og
var að ég hélt dauð. Ég kunni ekki
við annað en reyna að gera
eitthvað fyrir hana, svo ég stakk
henni inn undir peysuna og hafði
hana þar meðan ég gaf og fór svo
með hana heim. Þá fór hún að
reyna að skríða um en hún var allt
of máttfárin til að geta lapið svo
við sprautuðum ofan í hana mjólk.
Hún braggaðist og fékk nafnið
Þórunn Halldóra, kölluð Tóta.
Hún var hérna heima í tæpar sex
vikur. Ég er nýfarin með hana út í
refaskála, hún var farin að verða
dálítið fyrirferðarmikil í eld-
húsinu.
Mér sýndist henni leiðast þarna
útí í refahúsinu.
Ja, hún vill a. m. k. láta tala við
sig.
Hvaðan fáið þið fóðrið?
Það kemur frá Sauðárkróki
með tankbíl þrisvar í viku núna.
Hins vegar þá lagaði ég sjálfur
fóðrið í fyrravetur, gerði það fram
í miðjan mái.
Hefur þú fóðurtank?
Við höfum í refahúsinu sex
hundruð lítra fóðurkar sem fóðr-
Jón og Tóla. Hún er kát og mannelsk.
inu er dælt í úr tankbílnum. Við
erum ekki komnir með síló ennþá,
en það er náttúrulega á óskalista.
A hvaða fleiri bæjum eru loð-
dýrabú hér í sýslunni?
Það eru blárefabú á Þórorms-
tungu og Gilá hérna í Vatnsdaln-
um og á Skriðulandi í Langadal,
Auðkúlu í Svínavatnshreppi og á
Hróarsstöðum á Skaga.
Loðdýraræktin er vænleg
atvinnugrein
Ertu bjartsýnn á framtíð loðdýra-
ræktar hér á landi?
Já það þýðir ekkert annað en að
vera bjartsýnn, ef ég væri svart-
sýnn þá væri af og frá að vera að
starfa við þetta. Ef ég heldi ekki
að ég gæti lifað á loðdýrarækt þá
væri þetta þýðingarlaust. Miðað
við núverandi skinnaverð er ég
alls ekkert svartsýnn, það kemur
sjálfsagt til með að lækka eitthvað
aftur en við slíkum sveiflum má
alltaf búast á vöru sem seld er á
heimsmarkaði. Miðað við núver-
andi verð á silfurrefaskinnum er
hægt að hafa ágætis afkomu.
Hvað þarftu að hafa margar
silfurrefalæður til þess að hafa
góða afkomu fyrir fjölskyldu?
Ég geri mér tæplega fulla grein
fyrir því ennþá, en það þyrfti
eitthvað á annað hundrað læður til
þess, miðað við núverandi
verðlag.
J.J.D.
AUGLYSING
Bændur!
Framleiðsluráð landbúnaöarins vekur athygli bænda á að
verði á dilkagærum í verðlagsgrundvelli frá 17. september sl.
var breytt 10. október og var þá hækkað um 10%.
Þau haustverð gæra sem áttu að gilda í uppgjöri við bændur
15. desember voru sem hér segir:
A. flokkur ... kr. 69,16 kg
B. flokkur ... kr. 47,13 kg
C. flokkur ... kr. 42,94 kg
Nauðsynlegt er að bændur fylgist með hvaða verð hefur verið
notað í uppgjöri á gæruverðinu.
FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBÚNAÐARINS
290 Freyr