Freyr - 15.04.1986, Síða 15
r
I loðdýrarækt þurfa menn
að vinna saman
Rætt við Hauk Halldórsson
bónda í Sveinbjamargerði, formann SÍL
Fyrst bað ég Hauk að segja okkur frá Sambandi íslenskra loðdýrabænda, og aðdrag-
anda að stofnun þess.
Eins og mörgum er kunnugt var
minkarækt bönnuð hér á landi um
1950 og ekki heimiluð fyrr en 20
árum seinna þ.e.a.s. í lok ársins
1969. Þá hafði nokkrum sinnum
verið flutt tillaga á Alþingi að
leyfa minkarækt aftur. Mönnum
kom það spánskt fyrir sjónir að
einmitt hér á landi, þar sem mikið
hráefni var til til loðdýraræktar,
skyldi loðdýrarækt vera bönnuð
— og það á sama tíma og hér var
villiminkur fyrir í landinu. Við
horfðum upp á það að Finnar,
Norðmenn og Danir keyptu hér
fiskúrgang til loðdýraeldis.
Það voru áreiðanlega margir á
Alþingi og víðar sem voru andvígir
því að loðdýraræktin yrði heim-
iluð aftur.
Vegna einhverskonar vantrúar
á henni. Það virtist vera að bænd-
ur almennt og bændaforustan væri
heldur andvíg henni og legðist á
móti þessu. Kannski vegna þess
að áhugi fyrir að leyfa loðdýra-
rækt að nýju á íslandi kom frá
öðrum en bændum. Það voru yfir-
leitt menn úr öðrum atvinnugrein-
um sem óskuðu eftir að endur-
vekja loðdýrarækt hér.
Hvenær kynntist þú
loðdýrarækt ?
Það var 1966—1967, en þá var ég í
Danmörku til þess að afla mér
þekkingar á loðdýrarækt, og fyrir
utan að vinna við minkaeldi var ég
nokkuð við hirðingu á chinchilla
og loðkanínum (Angóra), enda
bjóst ég við að loðdýrarækt yrði
Haukur Halldórsson. (Ljósm. Freyr, J. J. D.j.
Freyr 295