Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 18
sambands bænda, Magnús B.
Jónsson þá skólastjóri á Hvann-
eyri og Sigurjón Bláfeld Jónsson,
ráðunautur Búnaðarfélags ís-
lands.
Þeir gerðu tillögur um það, í
fyrsta lagi hvernig hægt yrði að
gera loðdýrarækt að aukabúgrein
meðal bænda og hvernig staðið
skyldi að innflutningi refa til
landsins. Þá höfðu þau loðdýrabú
sem eftir voru í landinu sýnt áhuga
á að fá refi til landsins. eins og
áður var getið.
Samband íslenskra loðdýra-
ræktenda lifði ennþá, þó að búin
væru ekki nema þrjú, og líklega
varð samstarf þessara búa nánara
vegna þess og þau reyndu að beita
sér fyrir ýmsum breytingum.
Hvenær varst þú kosinn í stjóm
SÍL ?
Ég tók við formennsku Sambands
íslenskra loðdýraræktenda árið
1980 og með mér í stjórninni voru
þá Reynir Barðdal bústjóri á
Sauðárkróki, Þorsteinn Aðal-
steinsson eigandi búsins á Böggv-
isstöðum, Leifur Tómasson, versl-
unarmaður á Akureyri, einn af
hluthöfum í Grávöru og Arvid
Kro á Lómatjörn. Þá var refaeldi
byrjað á Lómatjörn.
Nefndin, sem ég gat um áðan,
kvaddi okkur, sem vorum í stjórn
Grávöru hf. á Grenivík á sinn
fund. Nefndin taldi að gera þyrfti
tilraun með refaeldi hjá bændum
og að rétt væri að sú tilraun yrði
gerð á einum stað. Þá þurfti fóð-
ur, en um var að ræða þrjá aðila,
sem framleiddu loðdýrafóður.
Það var á Dalvík, Grenivík og
Sauðárkróki. Nefndin óskaði eftir
viðræðum við okkur sem vorum
forráðamenn loðdýrabúsins á
Grenivík um það hvort við vildum
selja fóður til bænda sem myndu
hefja refarækt í héraðinu og hvort
við vildum beita okkur fyrir því að
fá bændur í grenndinni til þess að
prófa þetta sem búgrein. Jafn-
framt hvort við hefðum áhuga á
því sjálfir. Það höfðum við eins og
fyrr sagði.
Hvert varð framhaldið ?
Landbúnaðarráðuneytið ákvað að
hafa samstarf við þrjá bændur í
héraðinu, þ.e. Félagsbúið á
Lómatjörn, Sigurð Helgason á
Grund í Grýtubakkahreppi og
Úlfar Arason í Sólbergi á Sval-
barðsströnd svo og okkur hjá
Grávöru h/f að koma inn í tilraun
sem gerð yrði með refarækt. Það
var gerður samningur við þessa
fjóra aðila um það að fara í refa-
rækt, og að þeir skuldbyndu sig að
fara í einu og öllu eftir fyrirmælum
loðdýraráðunauts Búnaðarfélags
íslands og eftir þeim teikningum
sem væru unnar af Byggingar-
stofnunum landbúnaðarins.
Þarna skyldu prófaðar mismun-
andi húsagerðir og ýmislegt annað
til j^ess að sjá hvað hentaði best.
I árslok 1979 komu svo refir frá
Skotlandi. Út af fyrir sig var það
svolítið kyndugt að þeir skyldu
fengnir frá Skotlandi því þá voru
Norðmenn langfremstir í refa-
rækt, en umboðsmaður Hudson-
Bay úvegaði þessa refi.
Úm þessa refi er það að segja
að þeir voru keyptir af Blake
Mundell refabónda í Skotlandi.
Hann hafði keypt refi frá Valdres í
Noregi nokkrum árum áður,
þannig að refirnir sem við fengum
frá honum voru ættaðir frá
Noregi.
Hvemig tókst þessi tilraun ?
Ég held að innflutningur á refum
hafi að mörgu leyti lukkast vel.
Þarna var refaræktin komin í
hendur bænda. Landbúnaðarráðu-
neytið gerði undanþágu frá reglu-
gerð um loðdýrarækt gagnvart
þessum búum vegna þessarar til-
raunar, t.d. um fjarlægð bús frá
mannabústöðum, stærð og annað.
Gotið á fyrsta ári gekk mjög
vel og menn urðu nokkuð bjart-
sýnir. Þarna voru líka komnir þrír
nýir í loðdýraræktina í viðbót við
þá sem voru fyrir. Nú voru loð-
dýrabúin orðin sex fyrir norðan og
með þeim var ágæt samstaða. Og
á aðalfundi SÍL 1980 komu nýir
menn inn í stjórn. Ásberg Sigurðs-
son baðst þá undan endurkjöri þar
sem hann væri ekki lengur við-
riðinn loðdýrarækt nema að litlu
leyti og Skúli Skúlason hvarf þá
einnig úr aðalstjórn.
Nýja stjórnin fór þá að reyna
að vinna að ýmsum hagsmunum
loðdýraræktenda, og þá helst að
því að skapa einhvern rekstrar-
grundvöll og vinna að því að þetta
gæti orðið e.k. samkeppnisbú-
grein. Var unnið að því að þessi
búgrein byggi við sömu kjör og
samkeppnisiðnaðargreinarnar,
þ.e.a.s. þær sem flytja vörur úr
landi.
í öðru lagi leituðum við þegar í
stað eftir samstarfi við Norður-
löndin. Einkum höfðum við mik-
inn hug á því að komast inn á
uppboðið í Danmörku sem hafði
verið okkur lokað vegna þess að
enginn samningur hafði verið við
það gerður.
Á Norðurlöndum eru uppboðin
rekin á samvinnugrundvelli, eru í
eign samvinnufélaga loðdýra-
bænda, og rekin á kostnaðarverði.
Greiður gangur er þar að öllum
upplýsingum um sölu skinnavara,
atriðum, sem ræktunarstefna síð-
an er byggð á, öfugt við það sem
er hjá Hudson Bay, sem er einka-
uppboð. Allar upplýsingar um
sölu og útkomu skinna þar eru
taldar einkaeign hvers aðila. Við
töldum það undirstöðu kynbóta
að geta fylgst með. Svo var annar
möguleiki í Danmörku líka, en
það var að raðmerkja hvert skinn,
á þann hátt er hægt að fylgjast
með verðmæti hvers einasta
skinns
Við leituðum því árið 1980 eftir
samstarfi við Danina og árið eftir
gekk SÍL frá samningi við danska
loðdýraræktarsambandið um
heimild til sölu á þeirra uppboði
og samflokkun við dönsku skinn-
in. Þá gerðum við einnig gagn-
kvæman samning um ýmsa sér-
fræði- og leiðbeinin^araðstoð.
Jafnframt því gerðist SIL aukaað-
ili að SAGA FURS OF SCAND-
INAVIA en það er sammvinnufé-
lag, eign norrænu loðdýraræktar-
298 Freyr