Freyr - 15.04.1986, Page 22
Loðdýrarækt er
vaxandi í Svarfaðardal
Stærsta loðdýrabúið stækkar
um helming
Porsteinn Aðalsteinsson. (Ljósm. Freyr, J. J. D.)
Nú eru fimm loðdýrabú í Svarfað-
ardal. Böggvisstaðabúið er elst en
það var stofnað árið 1970. Önnur
bú eru Dalalæða á Dýrholti í
Sökkulandi, Skeiðsbúið, sem tók
til starfa nú fyrir sl. jól, loðdýra-
búið í Ytra Garðshorni og búið á
Þverá í Skíðadal.
Loðdýrabú Þorsteins Aðal-
steinssonar á Böggvisstöðum er
stærsta loðdýrabú á landinu og
það er enn að færa út kvíarnar.
Þorsteinn er að reisa risaskála
fyrir refarækt í Ytra Holti, um tvo
kílómetra framan við Dalvík.
Fréttamaður Freys heimsótti
Þorstein Aðalsteinsson og bað
hann að segja frá reynslu sinni
sem loðdýrabóndi.
Vorum kallaðir ævintýramenn.
Það voru átta bú, sem byrjuðu
árið 1970, og þetta gekk mjög
erfiðlega í byrjun hjá öllum. Það
hafði enginn trú á þessu nema við
og við vorum kallaðir ævintýra-
menn.
Fyrirgreiðsla var lítil og léleg.
Þetta voru dýrar byggingar og
stofnkostnaður mikill. Við vorum
dreifðir um landið og þurftum að
vera hver með sína fóðurstöð og
skinnaverkun, og jafnvel með inn-
flutning á efni sjálfir. Lán komu
seint og illa í bullandi verðbólgu.
Þorsteinn Aðalsteinsson ætlar að flytja refaræktina frá Böggvis-
stöðum í Ytra-Holt.
Loðdýrarœkt er vaxandi búgrein í Svarfaðardal og lœtur nœrri að afurðir frá
loðdýrabúum þar nemi jafnmiklu að verðmceti og afurðir af nautgripum og sauðfé í
dalnum.
302 Freyr