Freyr - 15.04.1986, Qupperneq 24
ið felldir niður nýlega, þær reglur
verka ekki aftur í tímann. Við
þurfum ekki lengur girðingar í
kringum loðdýrahús, byggingar
eru orðnar miklu ódýrari, slakað
hefur verið á reglugerðum og upp-
setning á búnaði hefur verið ein-
földuð. Við höfum þreifað okkur
áfram með þá hluti og hagkvæmni
hefur aukist.
Ég held, þótt ótrúlegt sé, að nú
kosti ekki nema einn fimmta af því
sem áður var að byggja loðdýra-
hús, þegar styrkir og eftirgjöf á
gjöldum o. fl. er tekið með í
reikninginn. Og það er ánægjulegt
að vita að enn á að bæta um betur
í þeim málum. Pess ber þó að geta
að hér hefur orðið misræmi milli
þeirra sem fyrst hófu loðdýrarækt
og hinna sem síðar komu. Hætta
er á því að þeir loðdýrabændur
sem eru eldri í hettunni verði
ósamkeppnishæfir við þá yngri.
Viltu skýra það nánar?
Ég á við það að við sem vorum
fyrstir að byggja upp loðdýrabú
urðum að byggja dýrara en nú er
gert. Nú eru ný loðdýrabú styrkt
með 30% framlagi af byggingar-
kostnaði á búi sem hefur allt að
600 læður. Það er ekkert nema
gott um það að segja. Ég tel að
loðdýraræktin sé gífurlega þjóð-
hagslega hagkvæm, og ég held að
það sé hárrétt að beina mönnum
þannig inn í þessa atvinnugrein.
En þetta skekkir aðstöðu búanna.
Og þar kemur enn annað atriði til.
Við höfum fengið söluskatt endur-
greiddan í tvö til þrjú ár. Það er
ein af þeim leiðréttingum sem við
höfum fengið. Nú er talað um að
taka það af framleiðslu af eldri
búunum til þess að geta fellt niður
söluskatt af nýbyggingum í eitt
skipti fyrir öll.
Réttara væri að fella niður sölu-
skattinn beint af byggingum í einni
greiðslu á hvern fermetra heldur
en að greiða 3,7% af framleiðsl-
unni eins og nú er gert.
Hinsvegar er það hrein tilfærsla
á fé frá eldri búunum, sem hafa
greitt þetta, því talað er um að
réttur þeirra til endurgreiðslu falli
niður. Við á þessum eldri búum
óskum eftir að fá að halda þessum
3,7% af framleiðslunni í ein þrjú
til fimm ár til þess að bæta okkur
eldri aðilum upp þá fyrirgreiðslu
sem við höfum farið á mis við áður
fyrr.
Hinir yngri loðdýrabændur
njóta góðs af okkar reynslu eins
og sjálfsagt er. Það er mikið sam-
starf í loðdýraræktinni. Stundum
koma hingað menn daglega til
okkar og ég segi þeim og sýni allt.
Við eigum engin leyndarmál og
mér er ánægja að því ef starf
okkar getur leitt eitthvað gott af
sér.
Ég hef hins vegar áhyggjur af
afleiðingum þess að eldri loðdýra-
búin bjuggu við svo miklu verri
kjör en hin nýrri.
Stofnskipti á mink hafa skipt
sköpum. Hvemig hafa þau
tekist?
Þau hafa tekist með afbrigðum vel
og hafa verið okkur mjög til hags-
bóta. Mér finnst það vera hrein
bylting í minkaræktinni að vera
með heilbrigðan stofn. Frá því ég
skipti um stofn hefur skinnaverð
hækkað um 120%. Um helming
þeirrar hækkunar má þakka bætt-
um stofni, en að örðu leyti mark-
aðs- og gengisbreytingum. Fram-
leiðslukostnaður hefur hlutfalls-
lega lækkað. Frjósemi hefur
aukist um 40—50%, afföllin er
sáralítil, fóðurnotkun hefur
minnkað. Við getum í fyrsta skipti
leyft okkur að deila út fóðri í
staðinn fyrir að henda því, því
búið er ósýkt. Vinnusparnaður er
mikill, við þurfum ekki að taka
eins mikið af blóðsýnum.
Áður þurftum við að láta obb-
ann af dýrunum lifa alveg frá því í
desember og framundir pörun
vegna þess að svo mörg þeirra
drápust af blóðsjúkdómi. Þarna
hefur orðið gjörbylting.
Karl Sœvaldsson fóðrar refi í Böggvisstaðabúinu.
Hafa komið fram einhverjar
breytingar í búnaði eða hirðingu
síðan þú byrjaðir loðdýrarækt?
Smíði búranna er orðin miklu létt-
ari en áður. Við erum kannski
þrisvar, fjórum sinnum fljótari að
smíða hvert búr. Við flytjum inn
hreiðurkassann, og gjöld af þeim
hafa verið felld niður. Við höfum
betri tæki til að smíða búrin, bæði
„klips“ vélar, sax til að klippa
vírinn og beygivél á milliveggina.
Ýmsar nýjungar hafa komið
fram í byggingum, t. d. í samsetn-
ingu á langböndum, plast í þök,
öðruvísi og mun ódýrari festingar
undir refabúr. Þá má ekki gleyma
sjálfbrynningunni, sem sparar
mikla vinnu, sérstaklega við hirð-
304 Freyr