Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1986, Page 28

Freyr - 15.04.1986, Page 28
Séð yfir hvolpabúið. Hvolpahúsin nœr, mœðrahúsin fjœr. í jaðri myndarinnar t. v. sést stafli af römmum sem eru geyndir utan girðingar. Myndin er tekin í norður. Móðurhúsið skýlir hvolpahúsunum fyrir verstu áttinni, en netgirðingin tekur af mesta vindþunga í sunnan átt. Hvolpahúsin eru alveg opin á hliðum og því aðgengilegt að hreinsa frá þeim með tækjum. Viö byggjum eftir landslagi, má segja. Þessar byggingar eru það einfaldar, að minna þarf að hreyfa við landi heldur en við þessi hefð- bundnu hús. Hérna var mikið efni, sem þurfti að fjarlægja, hefðu húsin verið reist á láréttu plani, en hjá því varð komist með því að reisa húsin svona á stöllum eftir landslaginu. Ég er búinn að vera með þessa gerð af húsum síð- an 1975, og ég hugsa að ef ég stækkaði mitt bú, mundi ég reisa þessa gerð af húsum, og þá sér- staklega fyrir refina. Fráfærur á ref byrja um miðjan júlí og fyrstu hvolpar eru þá feld- aðir í október, nóvember. Þarna er aðeins um þrjá mánuði að ræða og þá skiptir það miklu að hafa ódýrar byggingar sem eru aðeins nýttar þrjá mánuði á ári.“ Skammt frá húsunum liggur stafli af trérömmum með áfelldu plasti. „Þessum húsum er lokað þannig að ég gerði mér ramma úr 1x4". Ramminn er rúmur metri á hæð og fjórir metrar á lengd. Á hann setti ég plastdúk með nælonþræði. Ég festi rammann með þremur/ fjórum nöglum að ofanverðu og mokaði síðan að sandi að neðan til þess að blási ekki undir. Þetta hefur dugað í fimm ár og ramm- arnir eru sem nýir. Það verður bara að ganga vel frá þeim á vorin svo þeir verði ekki fyrir hnjaski. Þetta er byggingarefni sem er mjög ódýrt og endist nokkuð.“ Nú þarf vörslugirðingu um svona loðdýrahús. „Já, ef svona hús eru byggð þá þarf að girða í kringum þau eins og reglugerðin hljóðar upp á. Og þessi gerð af girðingum, sem þú sérð hér tekur mesta vindinn af og skýlir húsunum. Ef maður er með rétta gerð af hreiðurkössum, og þá á ég við djúpa hreiðurkassa, þar sem dýrin geta leitað sér skjóls á sumrin, og hægt er að loka þessu á veturna, kannski síðasta mánuð- inn fyrir feldun, þá er hér um hagkvæma og ódýra gerð af loð- dýrahúsum að ræða“. Viltu segja mér frá skipulagi loðdýrabúsins? „Við erum með þrjú móðurhús sem við köllum svo fyrir minkinn, sem geta tekið 1500 minkalæður. Þessi hús eru, hvert fyrir sig þrjú- hundruð og sextíu fermetrar. Hús- in geta farið á kaf vegna snjóa. Við tengjum húsin saman og þá er nóg fyrir okkur að geta komist inn í eitt af þeim, þá getum við keyrt fóðurvélina með fóðurskammtana um öll húsin.“ Þið eruð með fóðursíló? „Já, við tökum fóðrið úr því á vagn með vél sem skammtar fóðr- ið á búrin, og þá þarf að vera greið leið fyrir vagninn." Hefur þú sjálfbrynningu? „Ég er með sjálfbrynningu í öllum húsunum, og einnig er ég með raf- magnsþráð í þessari sjálfbrynn- ingu þannig að hér er rennandi vatn allan ársins hring. Þetta er nokkuð þróaður útbúnaður á Norðurlöndum, hann á að vera skaðlaus fyrir dýrin og hefur reynst vel hér. Áður vorum við með vatnsslöngu, það var tíma- frek tilhögun, og annað líka að þetta var sú vinna, sem enginn vildi vinna.“ Búrin? „Við erum með tvennskonar búr fyrir refi. Annars vegar er búr hér sem er 1,20 m á lengd. Þá er 308 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.