Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 31

Freyr - 15.04.1986, Blaðsíða 31
Fyrsta námskeiðið í refasæðingum var haldið á Hólum í febrúar sl. það þótti takast með ágætum Síðustu vikuna í febrúar var haldið námskeið í refasæðingum á Hól- um í Hjaltadal, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ellefu manns sóttu námskeiðið. Stjórnandi var Eggert Gunnars- son, en einnig kenndi Kjartan Hreinsson á námskeiðinu. Undirbúningur námskeiðsins hófst í fyrrasumar. í haust voru teknar nokkrar refalæður sem voru pelsaðar og líffærin fryst til þess að nota við kennslunna. Fleiri læðum var safnað saman í þessum tilgangi og þeim síðan lógað að námskeiðinu loknu. Refasæðingar eru mjög vanda- samt verk vegna þess hve líffærin eru fíngerð. Á námskeiðið kom Jón Fogner dýralæknir frá Noregi og veitti mikilsverðar leiðbeiningar. Hann hefur eftirlit með refasæðingum Norðmanna og hefur ásamt fleirum þróað þessa aðferð þar í landi. Norðmenn hófu refasæðingar árið 1982. í fyrra voru um 40% refalæða í Noregi sæddar. Af þeim héldu 70—80 % og voru þó í hópnum læður sem voru vangæfar til pörunar. Við sæðingar eru að sjálfsögðu notaðir úrvalshögnar, en auk þess eru þeir mikið notaðir við kynblöndun. Þá eru blárefalæður frjóvgaðar með sæði úr silfurrefahögnum. af leiðandi væri besti styrkurinn sem bændur fengju fyrstu árin sá að þeir ættu kost á ódýru loðdýra- fóðri. Þekking á búgreininni, fyrir- hyggja og ódýrt fóður eru undir- stöðuatriði í loðdýrarækt segir Reynir Barðdal að lokum." J. J. D. Skinn af þessum blendingum eru nefnd bláfrost. Þess er vænst að þessi litarafbrigði standi sig vel í óstöðugu verðlagi á skinnum. Má í því sambandi geta þess að á skinnauppboðum í Danmörku í febrúar gætir verðfallsins minnst á þeim. Meðalverð á bláfrosts- skinnum var 2900 ísl. kr., en á blárefaskinnum 1546 kr. Þarna var um helmingsmun að ræða. í þessu tilviki hefði læða með 10 bláfrost-hvolpa gefið um 14.000 krónum meira af sér en blárefa- læða. í nefnd þeirri, sem undirbjó námskeiðið á Hólum voru Gísli í loðdýrarækt.... Frh. af bls. 299. ráða eigendur hans því að hve miklu leyti þeir vilja láta hann renna til heildarinnar til leiðbein- inga, þjónustu og aðstoðar í loð- dýraræktini eða hvort þeir vilja skila hagnaðinum beint til við- komandi eiganda, en það er þá í hlutfalli við undangengin vöru- kaup. Að lokum, telurðu framtíð í loðdýrarækt hér? Já ég trúi því að loðdýrarækt geti átt eftir að verða hér öflug búgrein ef rétt verður að staðið en það er algjört frumskilyrði að hægt verði að fylgja hinni miklu aukningu sem nú er í greininni eftir með nægum leiðbeiningum og bættri þjónustu við loðdýrabændur. Þá verður að treysta undirstöðu bú- greinarinnar með því að bændur eigi ávallt kost á nægri fjölbreytni litarafbrigða refa og minka. í því sambandi verður að koma á fót innflutnings- og einangrunarbúi. Taka verður upp sæðingar refa og Páisson, bóndi á Hofi í Vatnsdal, formaður, Jón Ragnar Björnsson, framkvæmdastjóri SÍL og Ævarr Hjartarson, ráðunautur, en dýra- læknarnir Eggert Gunnarsson og Kjartan Hreinsson sáu um tækni- legan undirbúning námskeiðsins. Það er mál manna að námskeið- ið hafði tekist mjög vel. Miklu skiptir að loðdýrabændur taki þátt í þeim og afli sér sem fyrst þjálfun- ar í refasæðingum. Aðbúnaður og aðstæður allar á Hólum voru hinar bestu. Heimildarmaður blaðsins fyrir þessari frétt er Gísli Pálsson, bóndi á Hofi. J.J.D. koma á laggirnar almennu kyn- bótabókhaldi í loðdýrarækt svo bæta megi stofninn og skinn- gæðin. Bændur verða ávallt að vera viðbúnir verðsveiflum á loðskinn- um (sérstaklega refaskinnum). Því þurfa þeir að mínu mati að hafa breidd í framleiðslunni vera helst bæði með ref og mink og á þetta sérstaklega við um þá sem ætla ein- göngu að búa með loðdýr. Það er að lokum álit mitt, sagði Haukur Halldórsson að þeir bændur sem vinna að loðdýra- ræktinni með alúð og natni geti vænst góðs afraksturs. J.J.D. Freyr 311

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.