Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1986, Page 34

Freyr - 15.04.1986, Page 34
Loðskinnaverð ræðst af mörgum þáttum Rætt við Skúla Skúlason framkvæmdastjóra. Skúli Skúlason er framkvœmdastjóri Kjörbœjar hf. í Kópavogi og umboðsmaður Hudson Bay á íslandi. Hann sat í fyrstu stjórn Sambands íslenskra loðdýrarœktenda. Hann er þaulkunnugur markaðssviði grávöru og hefur átt mikinn þátt í að koma íslensk- um loðskinnum á markað. Freyr átti eftirfarandi viðtal við Skúla: — Þetta byrjaði árið 1969 þegar samþykkt voru ný lög um loðdýra- rækt. Höfðu þá um skeið orðið talsverðar umræður um loðdýra- rækt og þótti ljóst að ekki væri hægt að útrýma mink úr íslenskri náttúru. Hófu þá nokkur minkabú rekst- ur árið 1970 eftir nýju lögunum og eitt bú, Böggvisstaðabúið, bættist við árið 1971. Reksturinn gekk ekki eins vel og menn höfðu gert sér vonir um og öll búin nema þrjú heltust úr lestinni, en þau starfa enn í dag. Orsakir þessa voru einkum þrjár: Óhagstæður markaður, plasmacytose-veiki í minkunum og tæknilegir vankantar. Fjárskortur var viðvarandi hjá búunum, en hann stafaði af því að þau vörðu fóðurpeningunum í nýja skála. Árangurinn af lélegu fóðri voru lítil og léleg skinn og þar af leiðandi litlar tekjur. Varð af þessu vítahringur á þessum árum. Ef við víkjum að hinni félags- legu uppbyggingu þá var Samband íslenskra loðdýraræktenda stofnað árið 1970 og formaður kosinn Ás- berg Sigurðsson borgardómari. Hann gengdi því starfi næstu tíu árin þar til Haukur Halldórsson tók við formennsku. Áratugurinn 1970—1980 Rétt er að víkja að þætti Búnaðar- félags íslands á þesum tíma. Það réð fljótlega til sín góðan ráðunaut í loðdýrarækt, Sigurjón Bláfeld Jónsson, sem hefur verið duglegur við að hjálpa okkur fram á þennan dag. Halldór Pálsson var líka dug- legur og hjálplegur við að fá hing- að erlenda sérfræðinga okkur til halds og trausts. Varla er hægt að skiljast svo við þann áratug að minnast ekki á sölumálin. Fyrstu skinnin, sem fóru á markað voru af svartmink frá Lykkjubúinu og voru send til Hudson Bay árið 1970. Dýrin voru fengin frá Sandefar- men í Noregi. Loðdýr hf. lét súta hluta af framleiðslunni og seldi töluvert í verslanir hér í Reykjavík og í flughöfnina á Keflavíkurflug- velli. Hudson Bay hefur selt geysi- mikið fyrir okkur fram á þennan Hudson Bay fyrirtœkið selur loðflíkur undir vörumerkinu London Label. 314 Freyr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.