Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 13
geldum. Allar sláturær voru nú hafðar á túni frá því er lömb voru tekin undan 25. september og þar til þeim var slátrað 24. október. Mylku ærnar vógu á fæti fyrir slátrun 64,1 kg og höfðu þá þyngst um 2,5 kg frá 25. september. Þær lögðu sig með 24,9 kg falli, 3,12 kg mör og 4,72 kg gæru til jafnaðar. Geldu ærnar vógu 71,4 kg til jafn- aðar 25. september, bættu við sig 3,5 kg til slátrunar og lögðu sig með 31,8 kg falli, 4,71 kg mör og 5,73 kg gæru. Sláturærnar flokk- uðust þannig: 101 fór í ÆI, 1 í GI, 2 í GII, 4 í ÆII og 3 í ÆIII. Af sláturánum voru 38 7 vetra og eldri. Helstu ástæður fyrir förgun ánna eru eins og undanfarin ár, elli, ófrjósemi, afurðatregða, júg- urskemmdir og ýmiss konar tann- gallar, svo sem gaddur og tann- leysi. Gemlingamir. Hér er ekki gerð sérstök grein fyrir fóðrun og afurðum gemlinga. Flestar gimbrar búsins voru nú í tilraun með mismunandi rúnings- tíma og er skýrt frá þeirri rann- sókn, fóðrun, afurðum og ullar- | gæðum í annarri grein í Frey (sem birtast myn síðar á þessu ári). Fóðrun lambhrúta. Lambhrútar voru teknir á gjöf 27. október. Þeir fengu alls 206 FE yfir gjafartímann, sem var 222 dagar. Af 206 FE var taða 69%, graskögglar 24%, fiskimjöl 3% og fóðurblanda 4%. Meðalþyngdar- aukning yfir veturinn var 13,3 kg og yfir sumarið 18,6 kg. Slátrað var 3 hrútum veturgömlum og vógu þeir á fæti 62,7 kg og lögðu sig með 26,3 kg falli, 2,7 kg mör og 6,8 kg gæru. Meðalkjöthlutfall var 41,89%. Selt og keypt fé. Búið seldi 7 lambhrúta og 1 hrút fullorðinn, en keypti 1 lambhrút. Sauðfé sett á vetur. Haustið 1985 voru settar á vetur 759 kindur, 541 ær, 14 hrútar fullorðnir, 2 snuðrarar, 20 lamb- hrútar og 182 gimbrarlömb. Engin kind fórst fyrir áramót. Vanhöld. Af 727 kindum, sem lifandi voru í ársbyrjun 1985 fórust alls 46 kind- ur, eða 6,3%, 27 ær, 12 gimbrar veturgamlar og 7 hrútar. Orsakir vanhalda voru: Afvelta 5, slys 1, ofaní 8, Hvanneyrarveiki 1, garna- veiki 6, vantar á heimtur 7, gadd- ur 2, þarmalömun 4, æxli í heila 1, þindarslit 1, lambsburður 2, kvið- rifnar 2, júgurdrep 2, bris í görn 1 og óviss orsök 3. Vanhöldin voru nú meiri en oftast áður, einkum á veturgömlu fé og hrútum. Á búinu fæddust alls 947 lömb. Af þeim fórust 87 eða 9,2%. Lömbin dóu á eftirfarandi tímum: Fædd dauð 15, af þeim 7 fædd löngu dauð og rotin en 8 fædd fullburða. 6 lömb dóu í fæðingu. 34 lömb fórust frá fæðingu til rúnings þannig: 7 dóu á fyrsta sólarhring, einkum óburðir, 6 dóu á 2—4 sólarhring, einkum sjúkl- ingar (skita), 2 fædd vansköpuð og gátu ekki lifað, 5 fórust af slysum (föst í grindum o. þ. .h.) 5 drápust í skurðum og 9 af óvissum orsökum. Reglugerð um framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða. Frh. af bls. 599. í reglugerð um framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða á verðlagsárinu 1986—’87 er nokkur breyting á skiptingu landsins í bú- markssvæði frá reglugerð um stjórn mjólkur- framleiðslu, nr. 37/1986. Búmarkssvæði eru nú 26 en voru 25 áður. Þó er á tveimur stöðum slegið saman búmarkssvæðum, þ. e. Gullbringu- og Kjósarsýslur ásamt dlheyrandi kaupstöðum eru nú eitt svæði, en tvö áður, og Eyjafjarðarsýsla ásamt tilheyrandi kaupstöð- um og Suður-Þingeyjarsýsla vestan Ljósa- vatnshrepps eru nú eitt svæði en voru tvö svæði. Hins vegar fjölgar búmarkssvæðum á Austurlandi. Áður voru Norður- og Suður- Múlasýslur eitt svæði en nú eru þar fjögur svæði. Auk Fljótsdalshéraðs og nokkurra fjarðabyggða er sérstakt svæði norðan Smjör- vatnsheiðar, annað á Norðfirði ásamt Mjóa- firði og það þriðja á Suðurfjörðum frá Stöðvarfirði og suður um. Skipting í búmarks- svæði fer að vilja búnaðarsambanda á hverj- um stað. Margt er enn ótalið af efni reglugerðarinnar en við samningu hennar hefur nýst marghátt- uð reynsla sem fengist hefur við framkvæmd þeirrar reglugerðar sem nú eru í gildi. Athygli hlýtur að vekja að í ýmsum meginatriðum er beitt sömu eða líkum reglum og í gildi eru á yfirstandandi verðlagsári. M.E. Freyr 605

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.