Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1986, Síða 14

Freyr - 01.08.1986, Síða 14
Ami G. Pétursson fv. hlunnindaráðunautur Æðarbúskapur á Vatnsenda 1985 Varp hófst vorið 1985 með fyrra móti norðan- og austanlands. í Oddsstaðaeyjum mun hafa orðið eggvart fyrstu viku í maí. Blómlegt varp var komið í eyjar 18. maí, en með hvítasunnuhreti varð framhald ekki eins gott og leit út fyrir, og viðvarandi úrfelli það sem eftir. var vors og sumarið út gerði að verkum að dúntekja og dúnnýting varð allt önnur og lakari en gert var ráð fyrir um 20. maí. Strax og viðlega hófst á Vatns- enda og ísa ieysti af vötnum, viku af maí, dafnaði fuglalíf kringum bæinn og tvenn æðarhjón komu á vatnið 10. maí. Önnur þeirra höfðu viðlegu á vatninu allan dag- inn og kollan fór strax í matartrog á vatnsbakka. Æðarstofn við vatn- ið fór vaxandi dag frá degi og var er best lét á 3. tug fugla samtímis. Sérstaklega var æðarstofninn þaulsetinn eftir að ungaeldi hófst viku af júní, og voru hópar á ferli þar til ungar voru fluttir til sjávar 16. júlí. Kollur leituðu mjög í fóðurtrog á vatnsbakka, en blikar varla teljandi. Mjög þaulsetnar voru 12—14 kollur og var hluti þeirra með blikum. Mátti þar greina uppeldisárganga frá 1982— 1984, þó eingöngu kollur, ásamt vinum, ómerktum villifugli af báð- um kynjum. Árgangur 1984 var nú áberandi af dvalarfuglum, ólíkt því er var með árgang 1982, sem fyrst kom til baka í Vatnsenda 2ja ára að aldri. Árgangur 1983 var lítið áberandi, enda fáir í uppeldi það ár. Hinn 11. júní komu 17 kollur í matartrog samtímis, og flestir voru blikar taldir 9 samdæg- urs við vatnið. Fyrstu uppeldiskollur af árgangi 1982 komu í varp að Vatnsenda á þessu vori, 2—3 talsins. Ólíkt því sem er þar sem um hefðbundna og afmarkaða varpstöð er að ræða, sáust blikar ekki á ferli með koll- unum um várpsvæðið, utan einu sinni er leitað var að hreiðurstæði, og blikar sáust aldrei við hreiður í byrjun varps. Ég hef sömu heim- ildir frá öðrum stöðum, að æður forðist að vekja athygli á varpsetu á víðavangi í fylgd blika, e. t. v. er það vegna lágfótu. Hins vegar Priggja daga gamlir ungar á Vatnsenda. Ungastían til hœgri. (Ljósm. Á.G.P.). 606 Freyr

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.