Freyr - 01.08.1986, Blaðsíða 26
Niels Therkildsen, dýralæknir
Fósturdauði hjá
bláref og „finnraccoon“
Lausleg þýðing á grein eftir Niels Therkildsen, dýralœkni hjá tilraunabúinu „West“ í
Danmörku, sem birtist í Dansk Pelsdyravl, nr. 2, 20. febrúar 1983. (Finnraccoon, öðru
nafni „sjubb“, er loðdýr á stœrð við ref og er talsvert rœktað í Finnlandi og víðar.)
Frjósemi hefur afgerandi áhrif á
arðsemi allrar búfjárræktar og þar
er loðdýraræktin engin undan-
tekning. Fjöldi kröftugra hvolpa
sem færðir eru frá hverri ásettri
læðu er eitt af lykilatriðum loð-
skinnaframleiðslunnar.
Frjósemi er mjög fjölþætt hug-
tak. Fjöldi eggja sem losna,
frjóvgun, fóstúrdauði og síðar
hvolpadauði hafa þar bein áhrif á.
Þættir sem hafa óbein áhrif, en
eru ekki síður mikilvægir, eru t. d.
fóðrun, hirðing og umhverfi.
Astæður fósturdauða.
Fósturdauða veldur veikur lífs-
þróttur hjá fóstrinu og/eða veik-
leiki hjá móðurinni. Þeir erfða-
eiginleikar sem foreldrarnir skila
afkvæminu hafa áhrif á þrótt fóst-
ursins sem þýðir að óhagstæðir
eiginleikar högnans geta einnig
valdið fósturdauða. Samt sem
áður eru rannsóknir sem skera úr
um hvort fósturdauði er vegna
erfðabresta föður eða móður afar
fáar.
Þegar um er að ræða galla hjá
fóstrunum sjálfum tapast yfirleitt
takmarkaður fjöldi fóstra, en sé
áhrifum móðurinnar á einhvern
hátt um að kenna, má aftur á móti
búast við algjöru fósturláti,
þ. e. a. s. að öll fóstrin tapist.
Eins og áður er að vikið hafa
þær aðstæður sem móðirin getur
boðið fóstrinu upp á í leginu afger-
andi áhrif á lífsmöguleika þess.
Eftir pörun og frjóvgun eggfrum-
anna berast frjóvguð eggin inn í
legið til að festast við legvegginn.
Frá þeim tíma geta fóstrin yfirleitt
farið að taka upp næringu og láta
frá sér úrgangsefni og eru þar með
fær um að margfalda þyngd sína
fram að fæðingu.
Eftir að fóstrin hafa festst við
legvegginn hefst samkeppni um
rými og næringu, einkum milli
þeirra fóstra sem liggja mjög nærri
hvert öðru. Liggi tvö fóstur mjög
þétt saman í leginu reyna þau að
útrýma hvort öðru með hjálp ým-
issa efna. Á þessum tíma er nóg
rúm fyrir fóstrin en náttúran er
forsjál og framundan eru síðustu
vikur meðgöngutímans þegar þörf
fóstranna fyrir rými og næringu
stóreykst.
Skráning á fósturdauða.
Samkvæmt norskum niðurstöðum
(Fougner, 1972) má finna hjá
refalæðum sjáanleg merki eða
bletti í leginu eftir þá hvolpa sem
læðan hefur fætt og einnig þau
fóstur sem hún hefur misst eftir
u. þ. b. 17 daga meðgöngu.
Sömuleiðis sjást blettir í leginu hjá
þeim læðum sem hafa parast en
síðan reynst geldar ef þær hafa
misst fóstrin eftir 17. dag með-
göngunnar.
Blettirnir hjá blárefalæðunum
eru sýnilegir fram að næsta gang-
máli og er því unnt að skoða þá
eftir feldun að hausti. Það að
blettir eftir eldri en 17 daga fóstur
eru sýnilegir fram að næsta gang-
máli sannaðist í norsku
rannsóknunum á því að læður sem
höfðu ekki gengið á síðasta pörun-
artíma höfðu samt sem áður bletti
eftir fóstur frá árinu áður. Fóstur-
dauði fyrstu 17 dagana eftir
frjóvgun kemur ekki fram sem
blettur í leginu. Slíkan fóstur-
dauða var því ekki unnt að greina í
þessari rannsókn.
Legveggjablettirnir eru 3—6
mm breiðir, svartir eða dökk-
rauðir, og sjást oftast án þess að
legið sjálft sé opnað. Til að finna
daufustu blettina greinilega verð-
ur að klippa upp úr báðum leg-
hornunum. Blettirnir finnast ekki
sem þykkildi í legveggnum heldur
eingöngu vegna litarins.
Þegar búið er að flá tófuna er
auðvelt að finna legið með því að
rista upp eftir miðlínu kviðarins.
Eftir að hluti af þörmunum hefur
verið fjarlægður kemur legið í ljós
á milli þvagblöðrunar og enda-
þarmsins og leghornin, sem liggja
fram eftir kviðarholinu, eitt hvoru
megin.
Myndirnar þrjár sem hér fylgja
sýna uppklippt leg og leghorn
ásamt eggjastokkum blárefa-
læðna. Á mynd 1 sést einnig þvag-
blaðran.
Finnraccoon hefur einnig verið
rannsakaður lítillega. Þar virðist
gilda það sama og hjá blárefunum
og í þessari rannsókn var því beitt
618 Freyr