Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 24
468 FREYR
11.’91
Gróðurfarsbreyting f túnum
eftirÓttarGeirsson
Eittafeinkennum nýrœktartúna, sem í ersáð grasfrœblöndum, þarsem vallarfoxgras erí
meirihluta, er að af þeim fœst mikil og góð uppskera fyrstu árin eftir sáningu.
Smám saman breytist svo gróður-
inn í þeim, vallarfoxgrasið hverfur
en í staðinn koma önnur grös, oft
miklu uppskeruminni en sáðgresið
og líka lakari fóðurjurtir.
Grösin sem koma í stað sáðgres-
isins geta sum hver gefið af sér
dágott fóður, ef rétt er farið að
með sláttutíma og áburð. En það
er háð vaxtarskilyrðum á hverjum
stað, hvaða grös ná yfirhöndinni í
baráttu um rýmið í túninu og
hversu lengi vallarfoxgras heldur
velli. Ef góð fóðurgrös, s.s. vallar-
sveifgras, túnvingull og língresi
verða ríkjandi í gróðri eftir gróður-
farsbreytingu. er ástæðulaust að
endurvinna túnin, en haga verður
meðferð þeirra í samræmi við
breytt gróðurfar. Verði hins vegar
megingróður í túninu varpasveif-
gras eða knjáliðagras með snarrót-
arhnjúskum á víð og dreif er full
ástæða til að endurvinna túnið og
sá í það að nýju. En þá skiptir
Óttar Geirsson.
miklu máli að gróðurskilyrði séu
bætt svo að ekki leiti jafnharðan í
sama horf með gróður í túninu.
Og hver eru þá þau vaxtarskil-
yrði, sem tryggja eða a.m.k. auka
líkur á að sæmileg fóðurgrös komi í
stað vallarfoxgrassins í túnið þegar
það hverfur úr gróðrinum? Þau eru
að vísu mörg, en þau sem er e.t.v.
auðveldast að breyta, fyrir utan
næringarskort vegna of lítils
áburðar, eru loft og sýrustig.
Loft.
Algengasta orsök loftleysis í rækt-
unarlandi er léleg framræsla. Ef
ræktunarlandið er frá náttúrunnar
hendi votlent, verður að ræsa það
fram áður en ræktun hefst. En
jafnvel þótt framræslan hafi tekist
vel og landið reynst vel þurrt fyrstu
árin, vill oft fara svo að með tíman-
um breytist það til hins verra. Það
sem veldur þessu er einkum
tvennt. Framræslumannvirkin,
skurðir og ræsi, ganga úr sér og
jarðvegurinn þjappast af völdum
vélaumferðar við ræktunarstörf.
Til að vinna gegn þessu þarf að
halda framræslumannvirkjum við
eða endurnýja þau. Skurðir grynn-
ast við að landið sígur, það vill
hrynja úr bökkum þeirra og gróður
tekur sér bólfestu í þeim, en hann
hægir mjög á vatnsrennsli í þeim.
Plóg- og kílræsi falla saman og
jafnvel þótt pípuræsi séu notuð,
geta innrennslisleiðir vatns í þau
lokast með tímanum. Til að ráða
bót á þessu verður að hreinsa úr
skurðum og endurnýja ræsi. Gall-
inn er sá að það er ekki alltaf
augljóst, hvenær er orðin þörf á
einhverjum úrbótum. Mannvirkin
ganga hægt úr sér og síðan getur
tíðarfar haft mikil áhrif á það hvort
einhverrar framræslu sé þörf eða
ekki. Land sem gefur af sér góða
uppskeru í þurrkasumri, getur ver-
ið illa sprottið á rigningasumri og
Gróður í skurðbotni tefur fyrir framrás vatns úr skurðinum. Við það þornar
landið, sem skurðurinn þurrkar, hœgar meðati skurðbotninn er hreinn.