Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 15
11.’91
FREYR 459
Hross á beit í þungbeitta hólfinu í Sölvholti í ágúst 1988. Handan við
girðinguna sér yfir í miðlungsbeitta hólfið. (Ljósmynd: Borgþór Magnússon)
höfðu fært út kvíarnar í hólfinu.
Dæmi um þær auk belgjastarar og
klófífu, voru mýrasef, lyfjagras (3.
mynd) og mosajafni. Athuganir á
jarðvegi leiddu m.a. í ljós að mest
var af kalí og köfnunarefni í jarð-
vegi í þungbeitta hólfinu, sem var
rakið til áburðaráhrifa frá hlandi
og taði. Kann þar að vera komin
skýring á aukinni útbreiðslu nær-
ingarkærra tegunda í hólfinu.
Traðk virtist eiga talsverðan þátt
í að rýra gróðurþekjuna í þung-
beitta hólfinu. Þar bar nokkuð á
ógrónum hófförum, einkum í
þúfnabrúnum sem látið höfðu und-
an þunga hrossanna. Einnig voru
áberandi ógrónir blettir í lægðum
milli þúfna þar sem land var rakast
og hættast við að troðast í svað.
Meginástæða rýrnunar gróður-
þekjunnar í hólfinu virðist þó hafa
verið beitin sjálf. Sá gróður sem
mest lét undan síga í þungbeitta
hólfinu samanstóð af grösum og
störum en eftir þeim sóttust hross-
in mest til beitar. Miklu minni
breyting varð á heildarþekju breið-
blaða jurta og mosa milli þung-
beitta hólfsins og hinna hólfanna
(2. tafla).
Það er nokkuð eftirtektarvert að
plöntutegundum í landinu í Sölv-
holti fjölgaði með vaxandi beitará-
lagi. Ér það í samræmi við ýmsar
aðrar rannsóknir sem hafa sýnt að
tegundafjölbreytni er oft meiri í
bitnu landi en óbitnu. Stafar það af
því að beitin opnar gróðurþekjuna
og torveldar blaðmiklum og há-
vöxnum tegundum að nýta sér eig-
inleika sína til að drottna í gróður-
lendinu. Við grisjun gróðursins,
umferð, traðk og teðslu búpen-
ingsins skapast breytileiki í yfir-
borðsgerð og leiðir það til þess að
fleiri tegundir finna skilyrði við sitt
hæfi. í Sölvholti fjölgaði mosum
mest með vaxandi beitarálagi (1.
mynd).
Beitarþoi, veðurfar og þrif búfjár
Gróðurfarsrannsóknirnar í Sölv-
holti leiddu í Ijós að eftir þrettán
ára beitartilraunir voru komnar
fram skýrar breytingar á gróður-
fari milli þungbeitta hólfsins og
hinna hólfanna. Með því að huga
að beitarsögunni og niðurstöðum
mælinga á uppskeru og vexti
búfjárins í tilraununum má leita
orsaka þessara breytinga og
merkja um, hvenær þær komu
fram.
Eins og fram kemur í 1. töflu var
beitarþungi í Sölvholti tiltölulega
lítill fyrri hluta tilraunatímabilsins,
er þar var beitt nautgripum og
sauðfé. Niðurstöður uppskeru-
mælinga sýna að á þessu tímabili
var aldrei gengið nærri gróðri í
þungbeitta hólfinu að hausti er beit
lauk, þótt minni uppskera væri þar
eftir en í hinum hólfunum. Er
hrossabeitartilraunirnar hófust
jókst beitarþungi til muna í öllum
hólfum. Á öðru sumri hrossabeit-
ar, árið 1983, versnaði ástandið
mjög í þungbeitta hólfinu. Gróður
í því var nær upp urinn að hausti og
2. tafla. Meðalþekja (%) plöntuhópa, ríkjandi háplantna sinu
og ógróins yflrborðs í Sölvholti sumarið 1987.
Beitarhólf Létt- beitt Miðlungs- beitt Þung- beitt
Grösogstarir 64 52 27
Hálíngresi 20 14 +
Snarrótarpuntur 10 8
Túnvingull 3 2 +
Blávingull 7 7 10
Vallarsveifgras 7 + +
Mýrastör 12 12 5
Belgjastör + 1 4
Klófífa 2 3 4
Breiðblaðajurtir 11 6 9
Kornsúra 1 3 5
Mýrfjóla 4 1 +
Heildarþekjahápiantna . . . . 76 60 38
Mosar 47 58 56
Sina 56 39 2
Ógróið yfirborð + + 7