Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 17
11.'91
FREYR 461
Léttbeitt
Miðlungsbeitt
Þungbeitt
Snarrótarpuntur
TúnSfill
Mýrelfting
Vallarsveifgras
Hálíngresi
Mýrastór
Blávingull
Túnvingull
Belgjastör
Vetrarkvíðastör
Klófífa
Tjamastör
Hálmgresi
Mýraaúnurt
Hvítmaðra
Mýrasef
Lvfjagras
Mosajafni
Hrafnastör
FjaUdalafífill
Vegarfi
Brjostagras
Mjaðiurt
Skriðlíngresi
SkarifífiTl
Engjarós
Týtulíngresi
Kopmsura
Vaílhæra
Hrafnaklukka
Mýrfjóla
Tíðni algengustu plöntutegunda í beitarhólfunum í Sölvholti og tíðni beitar á þeim fyrri hluta sumars. Á myndinni má
lesa hve algeng tegund er í beitilandinu (tíðni) og hve oft hún ber ummerki beitarþegar húnfinnst (beitartíðni). Pvíhœrri
sem beitartíðnin er þeim mun eftirsóttari er tegundin. Tegundunum er raðað eftir beitartíðni í léttbeitta hólfinu.
friðunina sé landið í þungbeitta
hólfinu óðum að jafna sig eftir
óhóflega beit undanfarin ár.
Plöntuval hrossa
Niðurstöður athugana á plöntuvali
hrossanna í Sölvholti sumarið 1987
þóttu mjög athyglisverðar, en þær
voru aðeins frá fyrri hluta sumars-
ins er beit hafði staðið stutt yfir.
Því varð að ráði að endurtaka mæl-
ingar árið eftir í lok beitartímans
og fékkst þannig betri mynd af
plöntuvalinu og hvernig það breyt-
ist er líður á sumarið.
Hrossin völdu greinilega
ákveðnar plöntutegundir umfram
aðrar til beitar. Úr valinu dró með
auknum beitarþunga og eftir því
sem leið á sumarið, þ.e. meðan
beitin er góð velja þau meira úr
gróðrinum en þegar hún verður
lakari. í léttbeitta hólfinu var gróð-
urframboðið mest og var því
plöntuval hrossanna þar fyrri hluta
sumars notað til að ákvarða eftir
hvaða tegundum þau sóttust helst.
Eftirsóttustu tegundirnar reyndust
aðallega vera grös og starir. Mest
sóttu hrossin í snarrótarpunt,
túnfífil, mýrelftingu, vallarsveif-
gras og hálíngresi. Síst bitu þau
mosajafna, lyfjagras, hrafna-
klukku, vegarfa og mýrfjólu.
Plöntuval hrossanna var svipað í
léttbeitta og miðlungsbeitta hólf-
inu, en nokkuð annað í þungbeitta
hólfinu. Þar hafði sneiðst um eftir-
sóttustu tegundirnar og bættu
hrossin sér það að nokkru upp með
aukinni beit á mýrastör, klófífu,
belgjastör og fleiri tegundum (5.
mynd).
í léttbeitta og miðlungsbeitta
hólfinu voru hrossin meira á beit á
þurrum grasgefnum rimum, þar
sem snarrót og hálíngresi ríktu í
gróðrinum, heldur en á lægri og
rakari svæðum með gisnari mýra-
gróðri. í þessum hólfum var einnig
meira bitið ofan á þúfum en í lægð-
um. í þungbeitta hólfinu var gróð-
ur bitinn um allt landið og jafnt
uppi á þúfum sem í lægðum.
Plöntuvalsathuganirnar sýndu
aðeins hve oft einstakar plöntuteg-
undir voru bitnar er þær fundust í
gróðurlendinu. Með þeim var ekki
hægt að ákvarða hlutfallslegt magn
þeirra í fæðu hrossanna. Gróður-
samsetningin í Sölvholti gefur þó
ákveðnar vísbendingar þar um og
ætla má að hrossin hafi helst fengið
kviðfylli af snarrót, hálíngresi og
mýrastör í léttbeitta og miðlungs-
beitta hólfinu, en af mýrastör,
klófífu og belgjastör í þungbeitta
hólfinu. Þessar tegundir eiga það
sammerkt að vera fremur blað-
miklar.
Pað er eftirtektarvert að snarrót
var sú tegund er hrossin völdu um-
fram aðrar til beitar. Snarrót hefur
oft verið litin hornauga í túnum og
talin fremur léleg beitarplanta.