Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 36
480 FREYR
11.’91
Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs 27. maí sl. gerðist m.a. þetta:
Aðbúnaður og heilbrigðíseftirlit
ásvínabúum.
Kynnt var reglugerð nr. 219/1991
um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit á
svínabúum. Ýmis nýmæli er þar að
finna og má þar nefna eftirfarandi:
í 1. gr. segir m.a.: „Áður en
ráðist er í að byggja svínahús eða
gera verulegar breytingar á svína-
húsum, sem fyrir eru, skal dýra-
læknir svínasjúkdóma fá bygginga-
teikningar til umsagnar og fram-
kvæmdir mega ekki hefjast fyrr en
samþykki hans liggur fyrir. Úr-
skurði þessum má skjóta til land-
búnaðarráðherra til endanlegrar
ákvörðunar að fengnu áliti yfir-
dýralæknis11.
í 3. gr. segir m.a.: „Starfsfólk
sem kemur frá útlöndum skal fara í
læknisskoðun áður en það hefur
störf á svínabúi."
í 6. gr. segir m.a.: „Þar sem
vélknúin loftræsting er, skal hún
vera tengd viðvörunarkerfi, senr
gerir viðvart þegar rafmagn fer af
og ef hitastig verður of hátt eða
lágt. Viðvörunarkerfi skal gera
viðvart ef vatnsþrýstingur fer niður
fyrir það sem þarf til að halda
eðlilegu vatnsflæði í brynningar-
búnaði."
í 8. gr. segir m.a.: „Héraðsdýra-
læknir skal árlega veita hverju
svínabúi skriflegt starfsleyfi ef
hann telur að fullnægt sé þeim
skilyrðum sem sett eru í reglugerð
þessari."
Og að loknu í 9. gr. segir m.a.:
„Óheimilt er að afhenda eða selja
til lífs svín frá svínabúum nema
rannsóknir hafi leitt í ljós að smit-
næmir sjúkdómar séu ekki fyrir
hendi, samkvæmt reglum sem yfir-
dýralæknir gefur út.“
Lœkkun verðs á
sauðfjárafurðum.
Borist hafði afrit af eftirfarandi
bréfi til Landssamtaka sláturleyfis-
hafa:
„Á aðalfundi Félags sauðfjár-
bænda við Eyjafjörð (F.S.E.) sem
haldinn var 22. apríl sl. var eftirfar-
andi tillaga samþykkt samhljóða:
Aðalfundur F.S.E. 1991 sam-
þykkir eftirfarandi bókun: í nýjum
samningi um stefnumörkun í bú-
vöruframleiðslu sem undiritaður
var 11. mars sl. kemur eftirfarandi
frarn í fimmtu grein, þar sent fjall-
að er um afurðarverð. „Að lokinni
endurskoðun verðlagsgrundvallar
haustið 1991 skal verð fært niður
um 2% frá því sem grundvöllurinn
gefur tilefni til. Þar til viðbótar skal
grundvallarverð haustið haustið
1992 fært niður á sama hátt um
4%.
Vill aðalfundur F.S.E. því beina
þeim eindregnu tilmælum til slát-
urleyfishafa og afurðastöðva að
þær hagræði og bæti svo rekstur
sinn sem mögulegt er þannig, að
niðurfærslan á grundvallarverðinu
skili sér í lækkuðu verði til neyt-
enda. Það kemur ekki til greina að
bændur taki á sig þessa lækkun, því
komi til flatrar skerðingar þá er
það víst meira en nóg“.
Frh. á bls. 479.
©y 'gúmmímottur eru nauð-
synlegar í bása hjá hestum og
kúm, því að þœr eru mjúkar,
stamar, einangrandi og auð-
veldar í þrifum.
Dráttan/élahjólbarðar - hey-
vinnuvélahjólbarðar - vöru-
bílahjólbarðar - fólksbílahjól-
barðar. Hjá ©V fást hjólbarðar
undir allar gerðir ökutœkja.
Gúmmívinnslan hf.
Réttarhvammi 1, Akureyri, S. 96-26776