Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 26
470 FREYR
11.'91
Lax að verða fastur sumargestur
í ám á sunnanverðum Vestfjörðum
Áður fyrr þekktist ekki að lax œtti sér aðsetur í ám eða
vötnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Nú erhann að verða
fastur sumargestur þar í mörgum ám.
„Það er vafalaust vegna seiða-
sleppinga í sjó á vegum laxeldis-
stöðvanna, landeigenda og annara
náttúruunnenda, sem auka vilja
fjölbreytni í lífríkinu þar. Innan
skamms munu sækja þangað marg-
ir náttúruunnendur. Þó erindi
þeirra sé fyrst og fremst að tefla við
laxinn um líf hans, eru náttúruunn-
endur góðir gestir, sem heima-
menn fagna að sjá.“
Þetta sagði Sigurjón Davíðsson
urkenningu frá LFH sem mikinn
virðingarvott til sín og félaga sinna
er stofnuðu til laxeldis í Tálkna-
firði árið 1978 og lögðu til þess
einungis eigið fé. Unnið var af
útsjónarsemi og fyrirhyggju að
byggingaframkvæmdum og eru nú
reknar þrjár stórar fiskeldisstöðvar
í Tálknafirði.
Sigurjón þakkaði félögum sínum
fyrir vestan, sem hafa verið frum-
kvöðlar í framkvæmdum, m.a.
Jón Kr. Sveinsson Lárósi hf. sæmir
Sigurjón Davíðsson Silfurlaxinum
og veitir honum nafnbótina heiðurs-
félagi L.F.H.
(Ljósm. Óskar ísfeld Sigurðsson.)
tekið. Þá kæmi þekking og reynsla
sjávarlíffræðinga, fiskeldismanna
ásamt fiskeldisstöðvum, sem þegar
hafa verið byggðar, að ómældu
Kastró á Kúpu
er hann flutti þakkarorð þegar
hann var sæmdur Silfurlaxinum,
heiðursmerki Landssambands
fiskeldis- og hafbeitarstöðva og
jafnframt gerður að heiðursfélaga
samtakanna á aðalfundi þeirra í
apríl sl. Sigurjón er einn af stofn-
endum LFH og hefur gegnt þar
sjórnarstörfum nærri óslitið frá
þeim tíma.
Sigurjón sagðist líta á þessa við-
þeim Björgvini Sigurjónssyni, Jón
Guðmundssyni og Magnúsi Kr.
Guðmundssyni.
Að lokum mælti hann: „Margir
fiskeldismenn sjá í draumum
sínum ræktunar- og uppeldisstöðv-
ar fyrir hvers konar nytjafiska á
stöðum sem hafa nægilega góð
skilyrði til ræktunar og að sleppt
verði í hafið jafnmiklum fjölda
seiða af nytjafiskum og úr því er
Eftirfarandi limra birtist í blað-
inu Stráki, starfsmannablaði
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins. Höfundur er Sturla Friðriks-
son, deildarstjóri á Rala:
Eg sakkarín læt nú í súpuna
en sulta ekki Iengur rjúpuna
og ét ekki sykur
í sextán vikur
og set þar með Kastró á Kúpuna.