Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 30
474 FREYR 11.’91 ÖRYGGISHLÍFAR - ÞARFIR ÞJÓNAR EN HARÐIR HÚSBÆNDUR Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins Um þessar mundir stendur yfir átak í slysavörnum til sveita sem beinist að aukinni notkun öryggshlífa um drifsköft. Ein stœrsta slysagildran í landbúnaði í dag eru óvarin eða illa varin drifsköft og ár hvert verða alvarleg vinnuslys afþessum sökum sem leiða til dauða eða varanlegrar örorku. Að átakinu stendur Jötunn hf. með stuðningi bændasamtakanna, Vinnueftirlits ríkisins, Slysavarna- félags íslands og Vátryggingafé- lags íslands. Agóði rennur til SVFI og mun Slysavarnafélagið láta hann renna til átaks í slysavörnum barna sem stendur fyrir dyrum í haust. 49 dauðaslys Erfitt er að henda reiður á umfang vinnuslysa í landbúnaði. I flestum tilvikum eru aðeins alvarleg slys eða dauðaslys tilkynnt og slysa- tíðni í landbúnaði segir af þessum sökum ekki nema hluta sögunnar. Þótt upplýsingar um slys við landbúnaðarstörf séu ófullkomnar þá segja þær tölur sem liggja fyrir óhuggulega sögu. Samkvæmt upp- lýsingum Vinnueftirlits ríkisins urðu 49 dauðaslys við landbúnað- arstörf á árunum 1970 til 1990. Það eru tvö dauðaslys á ári að meðaltali og rúmlega það. Tölfræðin segir okkur m.ö.o. að við megum vænta tveggja dauðaslysa í ár, að öllu óbreyttu! Um það bil helmingur þessara dauðaslysa urðu af völdum dráttarvéla eða drifbúnaðar þeirra. Ein algengasta slysagildran Slys af völdum óvarinna drifskafta eru samkvæmt slysaflokkun Vinnueftirlitsins önnur algengustu slysin í landbúnaði. Algengust eru dráttarvélaslys. Á árunum 1985 til 1990 fékk VER 34 tilkynningar, þar af voru 10 dráttarvélaslys og 7 drifskaftsslys, sem gerir nákvæm- lega helming allra slysa. Ástæða er til að ætla að vægi drifskafts- slysanna fari vaxandi. Mjög al- gengt er að öryggisútbúnaði drif- skafta sé ábótavant. í átta tilvikum af tíu gera eftirlitsmenn Vinnueft- irlitsins athugasemd við öryggisút- búnað drifskafta sem er alltof hátt hlutfall. Tökumá. Eins og þessar tölur bera með sér verðum við að taka okkur á. Það Örlygur Hálfdánarson, forseti Slysavarnafélags íslands, og Þorgeir Elíasson, deildarstjóri hjá Jötni hf, innsigla átak í slysavörnum til sveita með handa- bandi. Þorgeir afhenti Örlygi öryggishlíf þegar hann tilkynnti að ágóði átaksins muni renna til SVFÍ. Sitjandi eru Þórhallur Steinsson, vinnueftirlits- maður, og Hákon Sigurgrímsson, framkvcemdastjóri Stéttarsambands bœnda.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.