Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 34

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 34
478 FREYR Bœndaskólinn á Hólum Útskrift búfrœðinga vorið 1991 Bœndaskólanum á Hólum í Hjaltadal var slitið föstudaginn 3. maf sl. fc & 1 w W Jt i * 1 plpssf m 4 Búfrœðingar brautskráðir frá Bœndaskólanum á Hólum vorið 1991. Krjúpandi, frá vinstri: Guðmundur Sölvi Karlsson, Örn Ólafsson, Jón Oddur Pórhallsson, Ólafur Ólafsson, Hermann Jónsson og Jón Kristófer Sigmarsson. Standandi, frá vinstri: Guðrún Berglind Jóhannesdóttir, Asdís Erla Gísladóttir, Sigurdís Samúels- dóttir, Sveinn Sigtryggsson, Sara Stierna, Trausti Óttar Steindórsson, Sœmundur Sigtryggsson, BjarniJónasson, Gunnar Óli Vignisson, Hlini Jón Gíslason, Hinrik Már Jónsson, Leifur Halldórsson, Erlendur Arnason, Ingólfur Arnarson, Valdimar Óskar Sigmarsson, Anna Berg Samúelsdóttir og Þóra Sif Kópsdóttir. (Ljósm. Valgeir Bjarnason). 23 búfræðingar útskrifuðust, 13 af búfræðibraut og 10 af fiskeldis- braut. Hæstu einkunn á búfræði- prófi hlutu Ásdís E. Gísladóttir, frá Hofsá í Svarfaðardal, og Valdi- mar Ó. Sigmarsson frá Sólheimum í Sæmundarhlíð, Skagafirði, 1. ein- kunn 8,9, og hlutu þau veglega bókargjöf frá Búnaðarfélagi íslands. Skólinn var fullsetinn í vetur sem undanfarin ár. Tvær megin- brautir eru við skólann, fiskeldis- braut og búfræðibraut. Búfræði- brautin skiptist svo í hrossarækt og reiðmennsku annars vegar og al- menna búfærði hins vegar. Verk- leg kennsla, einkum í reið- mennsku, var stóraukin í vetur. I skólaslitaræðu skólastjóra, Jóns Bjarnasonar, kom fram að skólinn hefur fengið heimild til að braut- skrá stúdenta samkvæmt sérstakri námsskrá. Markmið skólans er sérhæft bú- færði- og fiskeldisnám en þeir nemendur sem hafa lokið ákveðn- um einingafjölda í framhaldsskóla, og þ. á m. almennum kjarna til stúdentsprófs í íslensku, stærð- fræði og erlendum tungumálum, eiga þess nú kost að ljúka stúdents- prófi frá Hólaskóla. Með sérstakri yfirlýsingu land- búnaðarráðherra sl. vetur er stefnt að auknum rannsóknum og til- raunum f fiskeldi og fiskrækt á vegum Bændaskólans, í samvinnu við Hólalax hf. og Útibú Veiði- málastofnunar á Hólum. Verður höfuðáhersla lögð á bleikjurann- sóknir og bleikjukynbætur. Er mjög mikilvægt fyrir skólann að geta tengt saman rannsóknir og kennslu. Nú í vor stofnuðu nemendur, starfsfólk og skólinn Nemenda- garða Hólaskóla. Pað er sjálfstæð stofnun sem hefur að markmiði byggingu og rekstur leiguíbúða

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.