Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 12
456 FREYR 11.’99 Frá hringborðsumrœðum Eftirfarandi er hluti af greinargerð um fund bœndakvenna 4. aprfi 1991. Umrœður voru mjög málefnalegar og fram kom nánast allt það sem snertir störf og stöðu kvenna í sveitum. Eftirtalin mál bar að góma: Félagsgjöld búnaðarfélaga og gjöld til sambanda. Ljóst er að gjaldtaka er mismun- andi á búnaðarsambandssvæðum og jafnvel mismunandi milli bún- aðarfélaga. I umræðu kom skýrt fram að lækkun félagsgjalda og samræming er forgangsverkefni, ef fjölga á konum í búnaðarfélögum. Fundarkonur voru ekki á einu máli um hvaða leið skyldi farin, en sam- mála um að þessu yrði að breyta. Fram komu eftirtaldar hug- myndir: 1. Eitt gjald á bú. lágt einstak- lingsgjald. 2. Eitt gjald á bú, eitt atkv. á aðila að búi. 3. Eitt gjald fyrir hjón, bæði með atkvæðisrétt. 4. Eitt gjald, eitt atkvæði án tillits til hjúskaparstöðu. 5. Aðeins eins konar stéttarfé- lagsgjald til búnaðarsambanda (sem fá nú aukinn hlut af bún- aðarmálastjóðsgjöldum). Fé- lagsgjöld aðeins til hreppa- búnaðarfélaga. Þessi mál verður að taka til um- ræðu í búnaðarfélögum og hjá bún- aðarsamböndum. Meiri stéttarvitund. Konum finnst mjög skorta á stétt- arvitund jafnt karla sem kvenna. Búnaðarfélögin eru stéttarfélög bændafólks. Konur vilja líflegra starf í búnað- arfélögum. Telja búnaðarfélögin eiga að vera samstarfsvettvang karla og kvenna í sveitum. Þar megi fjalla um nánast öll þau mál sem snerti búsetu, búskap og fram- tíð sveitanna. Konur hafa rætt málefni land- búnaðar í kvenfélögum með mis- jöfnum árangri. Tvö dæmi: a) Almennur geispi herjaði á kvenfélagsfundi þegar ein fundarkvenna ræddi um skýrsl- una „Konur í landbúnaði”. b) Fulltrúi úr Önundarfirði benti konum á kvenfélagsfundi á að ganga í búnaðarfélagið á aðalfundi þess daginn eftir. 10 konur gengu í búnaðarfélagið. Konur sem starfa að félagsmál- um. og eru virkar, verða varar við neikvæða afstöðu nágranna sinna, eða eins og ein kona orðaði það: Þær eru í eins konar tómarúmi. Fá hvorki neikvæð né jákvæð við- brögð, aðeins algjört afskiptaleysi. Stuðning vantar. Konur sem hafa starfað mikið einar eða með fáum kynsystrum í félögum með körlum, telja sig njóta þar jafnréttis. En þegar/og ef kemur að því að þær nálgist það að fá trúnaðarstöðu í félögunum, breytist viðhorfið æði oft og að- staða kvenna verður erfið. Konur gagnrýna þrásetu í trún- aðarstörfum. Vilja tímakvóta, enginn sé endurkosinn oftar en tvisvar til þrisvar í senn. Þaulseta í trúnaðarstörfum er konum á móti skapi. Meiri breytingar gefa kon- um frekar tækifæri á að komast að. Flestar konur vilja leggja áherslu á að þetta gildi um allt félagskerfið. Skemmtileg hugmynd kom fram um að búnaðarfélögin skipulegðu barnagæslu vegna funda sinna, svo að báðum foreldrum yngri barna gæfist kostur á að sækja fundi. Rætt um afleysingamál (ekki forfallaþjónustu) leikskóla. t.d. 1- 2 daga í viku og heimilishjálp fyrir aldraða, einhleypinga og vegna langvarandi vanheilsu og erfið- leika. Ástæða er til að ræða þessi mál- efni, þar er möguleiki fyrir störf handa fólki sem vegna samdráttar vantar tekjur. Norrœntsamstarf Fundarkonur voru jákvæðar gagn- vart samstarfi við starfssystur á Norðurlöndum, en töldu ekki tímabært að gerast beinir aðilar núna. Fyrst þyrfti að vinna betur að málum heimafyrir. Spurningu um aðild mætti taka upp á næsta ári ef lifnaði yfir starfi hérlendis. Áframhaldandi velmegun krefst nýrrar þekkingar Það er álit aðstoðarforsætisráð- herra Svía, Odds Engströms. en hann er líka ráðherra rannsókna- mála. Honum fórust svo orð ný- lega í viðtali við tímaritið Ny Teknik: „Ef við ætlum áfram að unna íbúum þessa lands betri lífs- kjara. launa og rekstrarumhverfis en mörg af samkeppnislöndum okkar búa við, verðum við að gjöra svo vel að skilja að slíkt krefst útsjónarsemi, dugnaðar og nýrrar þekkingar.“

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.