Freyr - 01.06.1991, Blaðsíða 20
464 FREYR
11.'91
Lífrœnarvarnirgegn meindýrum
f garðyrkju
II. Spunamaur - Fyrri hluti
eftir Garðar R. Árnason
1. Lífsferill og útlit spunamaurs.
Spunamaur (Tetranychus urticae)
er eitt algengasta meindýrið hér í
gróðurhúsum og veldur oft miklu
tjóni. Hann skapar þar stöðuga
hættu. þar sem hann getur lagst á
og skemmt flestar þær tegundir
sem ræktaðar eru. Eyðing spuna-
maurs með plöntulyfjum krefst sí-
endurtekinna meðhöndlana allan
ræktunartímann og mikil hætta er
á að hann myndi mótstöðu gegn
lyfjunum við einhliða notkun
þeirra. Spunamaur telst því meðal
alvarlegustu meindýranna í gróð-
urhúsum.
Fullvaxin kvendýr spunamaurs
eru um 0.4 - 0.5 mm löng, en
karldýrin eru svolítið minni. Full-
vaxinn spunamaur er með 8 fætur
og venjulega gulgrænn á litinn.
með tvo dökka flekki á bakinu.
einn á hvorri hlið. Liturinn er
stundum svolítið dekkri, einkum
síðla sumars. Eggin eru undir 0.5
mm að stærð, hnöttótt og í fyrstu
nær glær á litinn, en síðar ljósbrún.
Úr flestum eggjanna klekjast
kvendýr og þó svo að eggin hafi
ekki frjóvgast, klekjast þau eigi að
síður, en þá myndast eingöngu
karldýr. Að loknu eggstigi taka við
3 lirfustig og eiga sér stað húðskipti
á milli hvers lirfustigs. Fyrsta lirfu-
stig er ljósgrænt á litinn. án bak-
flekkja og er með 6 fætur. Næstu
tvö lirfustig eru með 8 fætur, rétt
eins og fullvaxin dýr.
Af kvendýrum eru til tvær gerð-
ir, annars vegar virk dýr og hins
vegar dvaladýr og eru það ríkjandi
skilyrði meðan á síðasta lirfustigi
stendur, sem ákvarða hvor gerðin
myndast. Það eru einkum þrír
þættir sem ráða mestu: Daglengd,
hiti og fæðuframboð. Þegar hausta
tekur og daglengdin komin undir
15 klst., fara sum kvendýranna í
dvala þegar hitinn er undir 24 °C.
Þau eru rauð á litinn, oftast með
dökka rák á bakinu. Erfið lífsskil-
yrði. t.d. lítið fæðuframboð (þ.e.
plöntusafi), hvetur einnig til
myndunar dvaladýra. A meðan til
staðar eru safarík og heilbrigð
blöð, myndast fá dvaladýr, þó svo
að daginn sé tekið að stytta og geta
virk dýr verið til staðar allan vetur-