Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 20
148 FREYR
4.’92
Ketill A. Hannesson
Skattframtal f ár
Nauðsynleg gögn:
1. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra, sem eiga að
fylgja framtalseyðublöðunum. (RSK).
2. Leiðbeiningar við útfyllingu landbúnaðar-
skýrslu 1992 og greinargerð um aðstöðu-
gjaldsstofn. (RSK).
3. Leiðbeiningar við fyrningarskýrslu á bak-
hlið hennar. (RSK).
4. Leiðbeiningar um útfyllingu launamiða og
launaframtals 1992. (RSK).
Inngangur.
Landbúnaðarframtal er lítið breytt frá fyrra
ári, og sama er að segja um skattframtal. Allar
upphæðir færast á framtal án VSK. Allir þurfa
að fylla út „Samanburðarblað virðisauka-
skatts“ (RSK 10.25) sem nánar verður vikið
að. Nær allir frádráttarliðir á skattframtali
voru felldir burt árið 1988. Þeir sem eftir
standa koma bændum að litlu gagni, að undan-
skildum vaxtabótum til þeirra sem eru að
byggja íbúðarhús eða hafa nýlega keypt jörð.
Leiðbeiningar ríkisskattstjóra með dæmum
skýra skattframtal mjög vel og því ástæðulaust
að fjalla hér um það.
Færa skal inn reiknuð laun samkvæmt þeirri
áætlun sem tryggingargjald er reiknað út frá og
síðan kemur fram tap eða hagnaður. Ef færð
eru hærri eða lægri reiknuð laun skal láta fylgja
skýringar. Hámark reiknaðs endurgjalds á
grundvallarbúi er 161.008 kr. Rétt er að benda
mönnum á að lesa aðeins þær leiðbeiningar
sem tilheyra þeim blöðum, sem verið er að
fylla út hverju sinni.
Skatthlutfall og fleira vegna tekna 1991
Skatthlutfall 39,79%.
(Tekjuskattur 32,8%, útsvar frá 3,0% til 7,5%
eftir sveitarfélögum).
Tekjuskattur félaga 45%.
Tekjuskattur barna4% og2% útsvar. (Enginn
persónuafsláttur).
Persónuafsláttur 280.518 kr. (Ónýttur milli-
færist 80% milli hjóna).
Skattleysismörk á tekjur 1992 um 700.000 kr.
Húsnæðissparnarðarreikningur. Viðbótar
persónuafsláttur vegna innleggs á slíkan reikn-
ing er 1/4 af innleggi: Hámark 99.490 kr., en
lágmark 9.949 kr. Inneign á slíkum reikningi er
lágmark 39.796 kr. en hámark 397.960.
Eignarskattur. Af fyrstu 3.412.000 kr. greiðist
enginn skattur. Af næstu 6.138.000 kr. greiðist
1,2%. Af því sem umfram er 9.550.000 kr.
greiðist 1,2-1,95%. Það fer eftir tekjum.
(Tekjubiliðer 1.000.000-2.000.000). Sérstak-
ur eignaskattur, 0,25%, er af eign yfir
4.930.000 kr. ef framteljandi er innan við 67
ára að aldri.
Vaxtabætur reiknast þannig: Frá vaxtagjöld-
um er dregið 6% af tekjum og 6% af nettó eign
umfram lágmark.
Húsnæðisbætur 61.600 kr. (í grunn ).
Barnabætur fyrir árið 1991. Með fyrsta barni
8.886 kr. Með öðru barni og fleiri börnum eru
barnabætur 27.564 kr. á barn. Ábót er 28.917
kr., ef barn er yngra en 7 ára.
Með fyrsta barni einstæðra foreldra eru barna-
bætur 66.723 kr. en með öðru barni og fleiri
70.941 kr. á barn. Ábót er 28.917 kr. ef barn er
yngra en 7 ára.
Staðgreiðsla 1992. Skatthlutfall 39.85%
Persónuafsláttur kr. 23.922 á mán.
(Skattleysismörk kr. 60.030 á mán.).
Nokkur ný eða nýleg atriði.
Reikna þarf virðisaukaskatt af heimanotuð-
um afurðum og færa á virðisaukaskýrslu. Ef
útskattur er hærri en innskattur síðasta tímabil