Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 28
156 FREYR
4.’92
launin voru greidd, á árinu 1991. Fæðisfrá-
dráttur er 374 kr. á dag.
Tryggingargjald mætti gjarnan færa undir
sér lið á framtalið.
Aðkeypt þjónusta.
Flestir liðir skýra sig sjálfir. Sláturkostnaður
er yfirleitt ekki á kostnað framleiðenda heldur
sláturleyfishafa. í einstaka tilfellum er slátrun
á kostnað framleiðenda og þá helst í kjúklinga-
og hænsnarækt. Sjóðagjöld eru yfirleitt til-
greind á afurðamiðum. Ekki er hægt að gefa
upp reglu fyrir skiptingu á rafmagni milli bús
og heimilis, ef marktaxti er notaður. Súg-
þurrkun tekur mikið rafmagn og sömuleiðis
vélar í fjósi, t.d. hitakútur. Á kúabúum er
notað mikið meira rafmagn við búreksturinn
heldur en á sauðfjárbúum. Heykaup, land-,
tækja- og búfjárleigu skal gefa upp á greiðslu-
miða. Heykaup má þó gefa upp á launamiða í
reit 29.
Tryggingar.
Allar tryggingar við búreksturinn skal færa
undir einn lið, nema búvéla- og bifreiðatrygg-
ingar. Nefna má brunatryggingar útihúsa,
tryggingu bústofns og fóðurbirgða, slysatrygg-
ingu bónda og maka auk annarra sem vinna við
búreksturinn, ábyrgðartryggingar auk trygg-
ingargjalda sem koma fram á álagningarseðli.
Eins og áður hefur komið fram mætti gjarnan
færa tryggingargjald í sér lið.
Vextir og verðbœtur.
Hér er komið að þeim lið framtalsins, sem
mörgum mun reynast erfitt að fylla út, ef um
verðtryggð lán er að ræða. Best er að færa vexti
og verðbætur um leið og skuldir eru færðar á
bls 4. Á kvittun frá Stofnlánadeild eru sýndar
„eftirstöðvar samtals“, sem er skuld í árslok.
Einnig eru sýndir „vextir samtals“, og „vísi-
töluálag samtals“. Það er því aðeins rétt að
greitt sé á réttum tíma. Kvittunin sýnir breyt-
inguna sem orðið hefur frá því að síðast var
greitt. Bókfærður vísitölumunur færist eins og
vextir. Bókfærður vísitölumunur er sú upp-
hæð, sem lánið hefur hækkað um á árinu og er
frádráttarbær, (en tekjur eru reiknaðar af
skuldum og eru þær tekjur nefndar „tekju-
færsla“.) Lán, sem er stjörnumerkt á kvittun
frá Stofnlánadeild, tilheyrir í sumum tilfellum
ekki búrekstrinum, heldur skattframtali og
færist þá þar, en ekki á landbúnaðarframtal.
Vextir af þeim lánum, sem hafa verið tekin út
á íbúðarhús, færast á skattframtal. Vísitölu-
hækkun þessara lána má ekki færa eftir sömu
reglu og hér er lýst, heldur má einungis færa
greiddar vísitöluhækkanir.
Vaxtaaukalán.
Best er að fara eftir kvittunum þó að gjaldagi
sé ekki urn áramót. Á kvittunum eru sýndir
vextir og verðbótaþáttur vaxta undir einum
lið, „vextir“, og sú upphæð færist til gjalda.
Vísitölulán.
Á kvittunum frá bankanum koma fram vext-
ir og verðbætur. Leggja þarf saman vexti og
verðbætur og hvort tveggja færist til gjalda.
Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess,
að færsla skulda og vaxta á landbúnaðarfram-
tal annars vegar og persónuframtal hins vegar,
getur haft töluverða þýðingu skattalega séð og
meðhöndlun er ekki alveg eins. Lán sem tekin
eru til íbúðarhúsabygginga færast öll á skatt-
framtal en lán sem tekin eru vegna búrekstrar,
færast á landbúnaðarframtal og vextir og lán-
tökukostnaður sömuleiðis. Lán vegna bíla-
kaupa, húsgagnakaupa eða annarra persónu-
legra nota, færast á skattframtal. Vísitölu-
hækkun lána, þ.e. sú upphæð, sem lánin hafa
hækkað um á árinu, færast til gjalda á landbún-
aðarframtali, en sé vísitölulán á skattframtali
færast þar til gjalda aðeins vextir og greidd
vísitölulækkun. Á þessu er mikill munur. Ef
skuldir eru miklar getur það orkað tvímælis
hvort lánið er tekið vegna búrekstrar eða
einkaneyslu, en það verða menn að meta.
Þegar búið er að færa inn skuldir og um leið
vexti og verðbætur á bls. 4 á landbúnaðarfram-
tali, er vaxtadálkurinn lagður saman og upp-