Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1992, Side 29

Freyr - 15.02.1992, Side 29
4.’92 FREYR 157 hæðin sett í reitinn: 7.1, vextir og verðbætur af skuldum vegna búrekstrar, á bls. 3. Aðrir liðir skýra sig sjálfir að miklu leyti. Efnahagsyfirlit (sjá mynd). Eignir 31/12 1990. Fyrst skal byrja á því að færa inn á dálkinn lengst til hægri „31/12 1990“ af gamla framtalinu á það nýja. I dæminu, sem hér fylgir, eru veltufjármunir 1.794.756 kr. og þeir færast einnig neðst á síðuna eins og ör sýnir. Sama er að segja um skuldir, að þær færast einnig neðst á síðuna. Mismunur á veltufjármunum og skuldum inyndar „Stofn til i verðbreytingarfærslu“, í þessu dæmi kr. 7.019.853. Þar sem skuldir eru hærri en veltu- fjármunir reiknast tekjufærsla. Tekjufærslan er 6,18% af þessari upphæð eða 433.827 kr. Tekjufærslan færist síðan á bls. 5 með öðrum niðurstöðum af landbúnaðarframtalinu. Ef veltufjármunir væru hærri en skuldir, myndað- ist gjaldfærsla en ekki tekjufærsla. Eignir 31/12 1991. Veltufjármunir eru í þessu dæmi 2.646.083 kr., sjá mynd. Þeir myndast af birgðum, helm- ingi matsverðs bústofns, inneign í kaupfélagi v/bús, inneign í banka og útistandandi skuld- um. Það rekstrarfjármagn, sem bundið er í búrekstrinum, á að mynda veltufjármuni og er litið svo á að það fé sé óverðtryggt og myndi, að frádregnum skuldum, „stofn til verðbreyt- ingafærslu“ eins og áður hefur verið skýrt frá. Það skiptir því töluverðu máli að veltufjár- munir séu ekki vantaldir. Vaxtatekjur af inni- stæðum færist til tekna á bls. 2. Um áramótin eru afurðir fyrir desembermánuð í sumum tilfellum færðar á reikning ársins 1992 og í þeim tilfellum þarf að færa þá upphæð sem! viðskiptakröfu. Ógreiddar afurðir um áramót, sem taldar eru til tekna á afurðamiða, skal færa sem viðskiptakröfu í lið 1.4. ekki bókfærðu verði samkvæmt fyrningar- skýrslu. Búvélar færast hins vegar á bókfærðu verði samkvæmt fyrningarskýrslu. Helmingur af matsverði bústofns færist undir fastafjár- muni en hinn helmingurinn undir veltufjár- muni eins og áður er lýst. B. Uppgjör hreinna tekna af búrekstri, bls. 5. Arlega birtir ríkisskattstjóri viðmiðunar- reglur til ákvörðunar á endurgjaldi bænda, maka þeirra og barna. Þær eru birtar í lok þessarar greinar. Eins og fram kemur í leið- beiningum ríkisskattstjóra á bls. 13 skulu bændur að jafnaði færa á landbúnaðar- og skattframtal þau reiknuðu laun, sem stað- greiðsla á árinu 1991 hefur verið miðuð við. í hjálögðu dæmi, sjá mynd, er hagnaður af búrekstrinum að upphæð 90.484 kr., eftir að hvort hjónanna hefur reiknað sér í laun 700.000 kr. og barni 180.000 kr. Yfirfæranlegt tap frá fyrra ári er 528.405 kr. hjá hvorum aðila og hækkun samkvæmt stuðli nemur 32.655 kr. Að frádregnum hagnaði 90.484 kr. er yfirfær- anlegt rekstrartap til nærsta árs 470.576 kr. Ég vil ráðleggja bændum að loka framtali sínu og reikna sér laun. Almennt séð er ekki ástæða til þess að reikna sér lægri laun en viðmiðunar- reglur segja til um. Ef búið gefur ekki þær tekjur, er það rekið með halla en tapið geymist í 5 ár og er verðtryggt. Þegar síðan batnar í ári má nota tapið til þess að lækka hagnaðinn, ef um slíkt er að ræða. Þó að það virðist í sumum tilfellum tilgangslítið að safna upp tapi ár eftir ár, getur sú staða komið upp að tapið nýtist. Eldri bændur, sem farnir eru að draga saman seglin, sýna oft tap af búrekstri sínum ár eftir ár. Ef sú staða kemur upp að þeir selja jarðir og fá mikinn söluhagnað, nýtist tapið og getur komið sér mjög vel. Nú hefur hins vegar verið gerð sú breyting á skattalögum að tapið fyrnist eftir 5 ár. Það tap sem nú er til stendur, en fyrnist eftir 5 ár ef það er ónotað. Fastafjármunir. Aðstöðugjald. Þar færast allar fasteignir, sem búrekstrin- Bændur greiða aðstöðugjald til sveitarfé- um tilheyra, á fasteignamatsverði 1/12 1991 en lagsins. í línu 1. skal færa „Tekjur alls af

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.