Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 37
HEfMSRÁÐSTEFNA UM BÚFJÁRKYNBÆTUR { EDINBORG ÁRIÐ 1990
Nautgriparœkt I
Jón Viðar Jónmundsson
Á ráðstefnunni í Edinborg var lang umfangsmesti efnisflokkur sá sem sneri að rœktun
mjóikurkúa. Voru þar fundir í mörgum deildum. Ég átti þess kost að fylgjast með mörgum
þessara funda en þar kom margt ákaflega fróðlegt fram og verður umfjöllun um þessi mál
skipt í nokkra hluta. Þau mál sem þarna settu samt mestan svip á umrœðuna voru
endurbœtur á aðferðum í kynbótamati nautgripa og umrœða um rœktunarkjarna í
nautgriparœkt.
Erling Strandberg frá Svíþjóð var
með eitt aðalerindanna þar sem
hann velti fyrir sér atriðum í sam-
bandi við afkvæmarannsóknir á
nautum. Hefð er fyrir því að af-
kvæmarannsóknir á mjólkurkúm
fari fram á grunni upplýsinga um
fyrsta mjólkurskeið hjá dætrum
nautanna. Jafnframt er ljóst að
ræktunarmarkmiðið hlýtur að vera
að fá sem hagkvæmasta gripi í
framleiðslunni fyrir allt æviskeið
þeirra. Vankantar á núverandi að-
ferð hafa því lengi verið augljósir.
Rannsóknir hafa sýnt að fram-
leiðslugeta á fyrsta mjólkurskeiði,
annars vegar, og síðari mjólkur-
skeiðum, hins vegar, er í raun ekki
alveg sami eiginleiki. Notkun upp-
lýsinga um fyrsta mjólkurskeið er
aðeins óbeint mat á afkastagetu á
síðari mjólkurskeiðum. Þetta kem-
ur m.a. fram í því að arfgengi
mjólkurmagns á mismunandi
mjólkurskeiðum er ekki það sama.
Yfirleitt finnst öllu lægra arfgengi
fyrir afurðir á öðru en fyrsta mjólk-
urskeiði. Það hefur líka lengi verið
þekkt að það hversu mikið kýrnar
sækja sig í afurðum með aldri er að
hluta arfgengur þáttur.
Aukinn áhugi á að nýta upplýs-
ingar um síðari mjólkurskeið á síð-
ustu árum tengist þó vafalítið fyrst
og fremst meiri áherslu á fleiri
Jón Viðar Jónmundsson.
eiginleika en afkastagetu kúnna í
ræktunarstarfnu. Gott mat á suma
af þessum eiginleikum fæst varla
fyrr en kýrnar fullorðnast. Hér er
nærtækast að benda á fjölmarga
þætti sem tengjast hreysti, heil-
brigði og endingu kúnna. Sumir
sjúkdómar gera ekki vart við sig
fyrr en kýrnar verða fullorðnar,
t.d. bráðadoði, og aðrir, eins og
júgurbólga, fara einnig verulega í
vöxt með aldri. Einnig hafa rann-
sóknir á að nýta upplýsingar um
förgun gripa sem eiginleika í rækt-
unarstarfnu eflst mikið á allra síð-
ustu árum. Hér er samt um mjög
flókið mál að ræða vegna þess hve-
ástæður fyrir förgun gripa er óljóst
skilgreindur þáttur. Þær vísbend-
ingar sem þar fást eru samt vafalít-
ið mjög mikilsverðar í ræktunar-
starfinu.
Nautsmœður „búnartil".
Notkun á upplýsingum um síðari
mjaltaskeið lengir óhóflega þann
tíma sem bíða þarf afkvæmadóms
á nautunum og dregur þannig úr
kynbótaframförum. Einnig eru
vandamál við notkun á síkum upp-
lýsingum vegna þess að þeir gripir
sem Ijúka síðari mjólkurskeiðum
er valinn hópur vegna förgunar
annarra gripa. Bættar aðferðir í
kynbótamti á síðustu árum ná samt
að glíma við þennan vanda að
hluta. Annar þáttur sem mikið
kemur í umræðu nautgriparæktar-
manna erlendis þegar notkun upp-
lýsinga um síðari mjólkurskeið er
rædd er ótti við skekkjur í kynbóta-
mati vegna sérmeðferðar gripa.
Þetta vandamál er vel þekkt í
nautsmæðravali í mörgum lönd-
um. Það felst í því að nautsmæður
eru „búnar til“ með sérmeðferð.
Þessi hætta er vafalítið raunhæf þar
sem afkvæmarannsóknir fara að
hluta fram á fáum búum eins og