Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 15

Freyr - 15.02.1992, Blaðsíða 15
4.'92 FREYR 143 Smitsjúkdómar, voði norskrar búfjárrœktar Grein úr Norsk Landbrug eftir Hans Degerdal Stöðugt eykst hœttan á smitsjúkdómum frá útlöndum. Það verður dýrt og kostar mikla vinnu að halda Noregi hreinum af hinum skœðu sjúkdómum sem flest lönd Vestur- Evrópu verða að búa við. Grein um þetta efni var í Norska dýralœknablaðinu fyrir skömmu. Gin- og klaufaveiki, venjuleg svínapest, Afríku svínapest, hundaæði, hænsnapest (Newcastle veiki) og Aujezkys sjúkdómur í svínum eru skæðir sjúkdómar sem stöðugt breiðast út. Nú eru aðeins Noregur, Finnland, Svíþjóð og örfá önnur lönd laus við þessa sjúkdóma. Gin- og klaufaveiki Hættan af gin og klaufaveiki er dæmigerð. Þessi sjúkdómur er út- breiddur um mikinn hluta Asíu, um Evrópu, Afríku og Suður- Ameríku. Smithætta vofir stöðugt yfir Norðurlöndum, bæði úr suðri og austri. Svínapest Þessi sjúkdómur er útbreiddur nálægt því um sömu svæði og gin- og klaufaveiki. Þar að auki hefur hún komið upp í Englandi á þessu ári. í mörgum löndum er bólusett gegn pestinni og það getur falið smitun (blóðpróf jákvæð í bólu- settu). Afríkusvínapest Afríkusvínapestin er að verða landlæg í Evrópu. Veikin er mjög útbreidd í Afríku og þar að auki á Spáni, Portúgal, Ítalíu og Suður- Ameríku. Á tveimur síðustu árum hefur hún þar að auki komið upp í Belgíu og Hollandi. Hundaœði Hundaæði er hræðilegastur sjúkdóma. Á síðasta áratug hefur hann breiðst gífurlega út að sögn Norska dýralæknablaðsins. Árið 1945 var öll Vestur-Evrópa laus við hundaæði. En árið 1984 voru skrásett 20.000 dýr með hundaæði í Evrópu. Nú eru aðeins fimm til sex lönd í öllum heiminum laus við sjúkdóminn. Á Norðurlöndum hefur Dan- mörk ein hýst þennan vágest á liðnum árum en nú er hún einnig orðin laus við hundaæðisveiruna. Þetta er mikilli útrýmingarherferð að þakka en hún var gerð á árunum 1970-1980. Meðal annars var ref- um fækkað verulega og hundar og kettir bólusettir ásamt beitargrip- um. í september í fyrra var þó staðfest hundaæði í danskri leður- blöku. (Eftir að þessi grein var birt kom hundaæði upp í Finnlandi en vonast er til að því hafi verið útrýmt aftur). Aujezkys sjúkdómur Mjög útbreiddur er líka Aujezkys sjúkdómur í svínum, sérstaklega þar sem mikil svínarækt er. Fyrir kemur að nautgripir og loðdýr smitast af þessari veiki. í mörgum löndum er beitt niðurskurði stórum stíl sem og bólusetningu til Til lesenda Pessi grein birtist fyrir nokkrum árum í tímaritinu Norsk Land- bruk. Hún ergagnorð og vel gerð áflestan hátt ogþað sem rneira er, nœstum hver málsgrein getur átt við hér á landi. Þó er voðinn enn meiri hér vegna þess hve búféð hefur verið lengi einangrað og þess vegna nœmara fyrir sjúkdómum sem hafa verið landlœgir í útlönd- um. Par að auki eru ekki til hér sjúkdómar sem eru landlœgir í Noregi. Það vceri óbætanleg skammsýni að hrófla við lögum nr. 11 frá 1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins. Óaðgœsla gæti hæglega kostað hrun búfjárstofna okkar og ólýsanlega örðugleika fyrir þjóðina. Þýðingu greinarinnar önnuðust þeir Eggert Gunnarsson, dýra- læknir; Sigurður Sigurðarson, dýralœknir, og Þorsteinn Þorsteins- son, lífefnafrœðingur, allir starfsmenn Tilraunastöðvarinnar á Keldum. pýð.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.