Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1997, Side 7

Freyr - 01.10.1997, Side 7
Gestsstaðir í Kirkjubólshreppi. (Freysmynd) 'jV,'" það sé búið að verja miklu fé í upp- græðslu, en samt segja sérfræðingar að mikill uppblástur eigi sér enn stað. Mér sýnist því að eðlilegt hefði verið að færa greiðslumark á sauðfé frá þessum svæðum, en efla þar frekar aðra atvinnustarfsemi, í stað þess að beita flötum niðurskurði. Mér flnnst þetta sérstaklega gagnrýnivert þegar ráðuneytið hefur verið að úthluta greiðslumarki sem það keypti, þ.e. að úthluta þá öllum jafnt. Þá hefði að mínu mati átt að úthluta búmarkinu meira til hreinu sauðíjárræktarsvæð- anna en fjármagni til uppgræðslu og skógræktar á önnur svæði. Sunnlend- ingar eiga t.d. margra annarra kosta völ í búskap, auk þess að vera í góðu sambandi við aðal markaðinn á Reykjavíkursvæðinu. Skynjar þú það að sauðfjárræktin sé aftur á uppleið? Nei, ég skynja það ekki og held að það sé dálítið í það ennþá, ef hún gerir það nokkurn tímann. Hafa menn eygt möguleika í líf- rænni framleiðslu kindakjöts? Já, menn hafa komið auga á þá. Eg tel að hér sé framleiðslan samkvæmt forskrift um lífræna framleiðslu, ef undan er skilin notkun á tilbúnum áburði. Hér ætti hins vegar að vera fullnægt öllum skilyrðum um vist- væna framleiðslu og ég veit um bændur sem hafa sótt um slíka vottun. Hér er allt bókhald á fénu í fínu lagi og lyfjanotkun er afar lítil. Slát- urhúsið hér á Hólmavík hefur hins vegar ekki útflutningsleyfi. Vinnslu- línan allt inn í frystingu er rekjanleg ef á þarf að halda, en ekki kjötið eftir að það kemur inn í kjötklefann. Sveitarstjórnarmál? Ég sit hér í sveitarstjóm og var hér oddviti í 12 ár en sagði þá af mér. fbúar hér í sveit eru nú aðeins 53, þannig að við erum að nálgast þau mörk að verða að sameinast öðrum. Fyrst þegar ég fór að skipta mér af sveitarstjómarmálum, á 7. áratugn- um, voru íbúar hér um 115. Eitt aðal verkefni sveitarstjómar að undanfömu hefur verið að bæta frárennslismál og setja upp rotþró við hvem bæ. Böm hér hafa sótt skóla í Hólma- vík í yfir 30 ár með daglegum akstri, en böm í gmnnskóla em nú ekki nema fimm. Þetta segir mikið um út- litið hér, meðalaldur íbúanna er orð- inn ískyggilega hár. Hvernig metur þú stöðuna í sýsl- unni í heild hvað varðar endur- nýjun í sveitunum? Ég er mjög svartsýnn. Endumýjun í hópi bænda er í algjöru lágmarki. Ég get tekið undir með Júlíu Fossdal á Melum í Ameshreppi. Hún og mað- ur hennar, Björn Torfason, fóm að búa fyrir 20 ámm og þá var hann yngsti bóndinn í sveitinni. í dag er hann enn yngsti bóndinn þar. Það er mjög lítið um að ungt fólk taki nú við búi, en nú er að því komið að virkilega fari að reyna á þetta. Ég er einkum svartsýnn á að það verði endumýjun fyrir norðan Hólmavík, Bjamafjörðurinn stendur jafnvel enn verr en Ameshreppur- inn. Það er orðið brýnt að sauðfjár- ræktin fari að lyftast upp frá botnin- um. Þetta ástand er þeim mun sárara fyrir það að víða er góð uppbygging á bæjum, ræktun og samfélagsleg þjónusta, þ.e. samgöngur, heilsu- gæsla, skólar o.s.frv., í góðu lagi. Eitthvert átak er nú í uppbygg- ingu ferðaþjónustu í sýslunni? 10.-12. '97 - FREYFt - 383

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.