Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1997, Page 27

Freyr - 01.10.1997, Page 27
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Nýtt afl í landrækt Sjálfsmynd íslendinga byggist meðal annars á hreinleika lands og ómenguðum náttúruauðlindum. Við erum stolt af fegurð og ósnort- inni náttúru landsins. Fjölgun er- lendra ferðamanna hingað ber vitni um að hreinleiki og víðátta fslands verður æ eftirsóttari. Samtímis því að íbúar landsins byggja sjálfsmynd sína á hreinleika umhverfisins á þjóðin við alvarlegan umhverfisvanda að stríða. Jarðvegs- rof er hið mesta sem gerist á jörð- Jóna Fanney Friðriksdóttir frkvstj. Gróðurs fyrir fólk í m 9 Landnámi Ingólfs inni, utan þurrkasvæða. Stór hluti landsins er örfoka eyðimörk. Ahugamannasamtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs voru stofnuð sl. vor með það að markmiði að sporna gegn því geigvænlega um- hverfisvandamáli sem jarðvegs- og gróðureyðing er í Landnáminu. Landnám Ingólfs Landnám Ingólfs nær meðfram strandlengju Reykjanesskagans, inn í botn Hvalfjarðar og í austri með- fram Þingvallavatni, Sogi og Ölfusá. Allt frá landnámi hefur svæðið verið þéttbýlt enda ber núverandi Andstœðurnar í landi sunnan Hafiiarfjarðar; Hvaleyrarholt, nakin holt, og uppgrœðsla með lúpínu og trjám. 10.-12. '97 - FREYR - 403

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.