Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1997, Qupperneq 38

Freyr - 01.10.1997, Qupperneq 38
Spá fyrir næstu ár ESB-löndin Auðvelt er að sjá fyrir sér þróun næstu ára á ESB markaði sem er mjög stýrður markaður með fyrir- fram ákveðin mörk inn- og útflutn- ings. Innflutningur nautakjöts mun haldast stöðugur, í kringum 400.000 tonn á ári, og útflutningur minnka í samræmi við ákvörðun WTO niður í 821.000 tonn árið 2001. Megin útflutningsmarkaðir Evr- ópu verða áfram í Rússlandi og Afr- íku þar sem sala á þá nýtur hæstu útflutningsstyrkjanna. Það eina sem er óútreiknanlegt við ESB-viðskipt- in er kvótastýring WTO og mun það vera svo áfram þar sem þessi mark- aður er eins og sakir standa í ójafn- vægi. Þrátt fyrir að spár geri ráð fyrir samdrætti í framleiðslu frá árinu 1998 þá mun það ekki vara lengi því árið 2003 verður framleiðslan aftur orðin umfram eftirspurn. Mið-Austurlönd og Norður-Afríka ESB-löndin hafa frá því á níunda áratugnum haft yfirburði á þessum markaði vegna útflutningsbóta en Suður-Ameríka og Ástralía hörfuðu út af þessum markaði vegna þess að ekki var hægt að keppa við niður- greitt kjöt frá ESB-löndunum. Stærst- ur var markaðurinn árið 1988 eða um 700.000 tonn en hefur dregist saman og er nú ekki nema 500.000 tonn. Þrjár aðalástæður eru fyrir þessu: • Brotthvarf írans og Iraks af mark- aðinum. • Verðlækkun á olíu. • Hækkandi verð samhliða minni útflutningsbótum. Búist er við að markaðurinn hafi náð jafnvægi og ólíklegt er talið að íran eða írak muni snúa við blaðinu í bráð. Eðlilega mun fólksfjölgun hafa einhvem vöxt í för með sér og gert er ráð fyrir að Tyrkland auki innflutning á næstu árum. Með hækkandi verði er víst að Ástralir og Suður-Ameríku- menn fari að renna hýru auga til þessa nautakjötsmarkaðar að nýju. Rússland Rússland hefur alltaf flutt inn nauta- kjöt en fullnægði meirihluta þarfa sinna fyrir kjöt frá öðrum aðildar- ríkjum Comecon (Viðskiptabanda- lag Sovétríkjanna og A-Evrópu) fyr- ir hrunið. Frá því Rússar skiptu yftr í markaðsdrifið hagkerfi hefur eftir- farandi gerst: • Framleiðsla hefur snarminnkað. • Neysla hefur dregist saman en þó ekki jafn mikið og framleiðsla. • Framboð frá fyrrum innflutnings- þjóðum hefur minnkað verulega. • ESB er orðin aðalbirginn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti framleiðslu í Rússlandi þó hægari en áður. Markaðurinn mun vera í kringum 400-500 þús. tonn og vaxa hægt vegna hærra verðs. Meg- inbreytingin verður að ESB-löndin tapa markaðshlutdeild og Ástralía og Suður-Ameríka síga inn á mark- aðinn en báðir þessir aðilar eru að þróa markaðssetningu sína á þessu svæði. Suður-Ameríka Síðustu tuttugu ár hafa viðskipti með nautakjöt á þessu svæði staðið í stað og einnkennst af ládeyðu. Arg- entína, sem var stærsta útflutnings- land í heiminum á nautakjöti, fór úr fyrsta sæti í það fimmta. En nú fara í hönd breytingar sem munu leiða til þess að útflutningur frá Suður-Ameríku mun glæðast og vaxa, þær eru: • Efnahagsumbætur í stærstu nauta- kjötsframleiðslulöndunum. • Ávinningur Merscor samkomu- lagsins mun glæða viðskipti inn- an álfunnar. • Stórstígar framfarir í útrýmingu gin- og klaufaveiki hafa veitt svæðinu aðgang að mörkuðum í Austurlöndum fjær. • Aukin útflutningsgeta vegna meiri framleiðslugetu og minni neyslu á heimamarkaði. • Samdráttur á útflutningi frá ESB- löndunum. Afturbati Suður-Ameríku næsta áratuginn verður undir því kominn hvemig þeim mun ganga að hasla sér völl á nýjum mörkuðum, aðgengi að USA markaðinum og stefnu Evr- ópusambandsins í framtíðinni. Bandaríkin Bandaríkin eru umsvifamikil bæði sem útflutningsland og innflutnings- land en aðeins hefur þó dregið úr innflutningi vegna framleiðsluaukn- ingar innanlands. Utflutningur USA hefur aukist stómm undanfarin fimm ár eða tvöfaldast. Þessi þróun á sér nokkrar orsakir: • Eftirspurn í Asíu hefur vaxið. • Bandaríkjamenn eru að framleiða rétta afurð fyrir Asíu, þ.e. kjam- fóðuralda nautgripi. • Útflutningur er lítill miðað við heildarframleiðslu, sem býður upp á mikinn sveigjanleikja. • Sókndjörf markaðssetning, stefnu- mörkun sem styður útflutning og öflun nýrra markaða. • Sókndjörf viðskiptastefna stjóm- valda m.t.t. til aðgengis að er- lendum mörkuðum. Ljóst er að samkeppni um inn- flutning til USA mun aukast með auknum umsvifum Argentínu og Uruguay á markaðinum sem setur þrýsting á innflutningsaðila frá Eyjaálfu. Bandaríkin flytja inn nautakjöt til vinnslu og flytja svo út kjötskurð sem er á háu verði. Útflutningur USA mun vaxa áfram en þó ekkert í líkingu við það sem hefur gerst undanfarin ár. Einu vandamálin sem kunna að steðja að útflutningi USA verða sterk staða dollarans og sveiflur á komverði. Eyjaálfa Ástralía er stærsta útflutningsþjóð á nautakjöti í heiminum og nemur út- flutningur þeirra rúmlega 1 milljón tonna sem er 62% af heildarfram- leiðslu þeirra. Gert er ráð fyrir að framleiðsla og útflutningur aukist 414-FREYR- 10.-12. '97

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.