Freyr - 01.10.1997, Side 14
leið hans meðfram ströndinni, þótt
minna sé vitað um slíkt í úthafinu.
Hafrannsóknastofnun hefur metið
afrán hvala á Islandsmiðum allt að
4,6 milljónum tonna af sjávarfangi,
sem kemur til með að skerða lang-
tímaafrakstur nytjastofna. Skynsam-
leg nýting sela og hvala er því eina
farsæla leiðin til úrbóta.
Afrán sjávarfiska
Vitað er að unglax getur verið fæða
ýmissa tegunda sjávarfiska, ekki síst
þorskfiska. Þannig getur uppgangur
slíkra stofna á grunnslóð grisjað
laxaseiði á leið á beitarsvæðið í haf-
inu. I Noregi hefur verið talið að
torfur af slíkum fiski sé að finna í
utanverðum fjörðum Noregs. Ofull-
nægjandi upplýsingar eru um þetta
samhengi hér við land.
Afrán annarra dýra
Ljóst er að friðun ýmissa fugla hefur
valdið verulegri fjölgun í fiskiönd
og öðrum fuglategundum sem éta
laxaseiði og silung í ám og vötnum.
Villimink hefur einnig fjölgað hér á
landi hin síðari ár og telja má víst að
hann rýri seiðabúskap og silunga-
fjölda í mörgum ám, einkum þeim
vatnsminni. Svartbak hefur fjölgað á
ýmsum stöðum en hann getur valdið
verulegum usla í laxagönguseiðum á
ósasvæðum. Hófleg stýring á fjölda
þessarra dýra við veiðiár getur
sennilega aukið framleiðslu og af-
rakstur lax- og silungsstofna.
Lax sem aukaafli fiskiskipa
Með aukinni notkun flotvarpa við
veiðar á ýmsum tegundum sjávar-
fiska og aukinni stærð veiðarfæra
hafa áhyggjur manna vaxið varðandi
tilfallandi veiði á laxi í togveiði. Vit-
að er að lax hefur komið fram sem
aukaafli í makríl- og síldveiði við
Noreg og íslenskir togarar hafa í ein-
staka tilfellum veitt lax í botnvörpu.
Einsýnt þykir að laxinn komi þá í
veiðarfærið við yfirborð, enda er
laxinn uppsjávarfiskur og heldur sig
að jafnaði nærri yfirborði. Aukin
notkun á flotvörpum við síld- og
loðnuveiðar gæti aukið líkur á slæð-
ingsveiði af laxi, þar sem þessir fisk-
ar ásamt sandsíli eru mikilvæg fæða
laxins. Örfáir laxar í veiðiferð skips
gæti ekki virst vera veruleg ógnun
við laxastofnana. En hafa verður í
huga að allur íslenski laxastofninn er
sennilega fullvaxinn um 400 lestir
og því dvergvaxinn miðað við heild-
arveiði á fiskum, sem lægra eru í
fæðukeðjunni, en hún skiptir millj-
ónum lesta.
Blóraveiði á laxi í lögleg
veiðarfæri
Ljóst er að lax er veiddur víða um
land í net sem ætluð eru til veiða á
öðrum laxfiskum, svo sem sjó-
bleikju og sjóbirtingi. Þegar bann
við laxveiði í sjó gekk í gildi árið
1932 var veiði annarra laxfiska und-
anskilin. Ljóst hefur verið í mörg ár
að löglegar silungalagnir veiða lax í
þónokkrum mæli. Reynt hefur verið
að stemma stigu við þessu með
reglugerðarákvæðum en með tak-
mörkuðum árangri. Eina leiðin til að
draga úr slíkri blóraveiði er að tak-
marka veiðitíma slíkra neta í sjó á
aðalgöngutíma laxins og hafa gott
veiðieftirlit.
Veiðar á rauðmaga og ýsu í net að
sumarlagi hafa einnig valdið nokkr-
um áhyggjum og ljóst er að lax flæk-
ist í búnað til slíkra veiða. Nauðsyn-
legt er að yfirvöld sjávarútvegs hafi
skilning á vandamálinu og sníði lög
og reglugerðir að því.
Áhrif fiskeldis á laxastofna
Sem kunnugt er hefur laxeldi vaxið
hröðum skrefum á undanförnum
áratugum. Nú er svo komið að fram-
leiðsla á eldislaxi í sjókvíum í norð-
anverðu Atlantshafi er nálega hundr-
aðföld miðað við stærð náttúrulegra
laxastofna. Vitað er að slíkt eldi get-
ur haft margvísleg áhrif á náttúru-
lega stofna, einkum í næsta nágrenni
kvíanna. Noregur er mesta fram-
leiðsluland heims með um 400 þús-
und lesta framleiðslu af eldislaxi og
þar hafa áhrif á náttúrulega stofna
verið hvað mest.
Ahrif laxeldis geta verið bæði
sjúkdómalegs og erfðafræðilegs eðl-
is. Útbreiðsla sjúkdóma og sníkju-
dýra hefur verið hvað mest áberandi
vandamál, einkum útbreiðsla á
sníkjudýrinu Gyrodactylus milli áa í
Noregi og áhrif laxalúsar á afkomu
sjóbirtings á Bretlandseyjum. Gyro-
dactylus lifir í fersku vatni og berst
því ekki með flökkulaxi milli landa.
Hins vegar geta ýmsir sýklasjúk-
dómar, eins og kýlapest, borist milli
landa og að því leyti er fiskeldi í
Norður-Atlantshafi orðið fjölþjóð-
legt vandamál.
Hér á landi er laxeldi að mestu
stundað í strandeldisstöðvum, sem í
flestum tilfellum nýta hreinan sjó úr
borholum. Sjúkdómar eru því fátíð-
ari í eldisstöðvum hér á landi, opin-
bert eftirlit með sjúkdómum gott og
áhrifin á umhverfið tiltölulega lítil.
Hins vegar þarf að fylgjast vel með
þróun í bleikjueldi sem er smærra í
sniðum, nýtir ferskvatn og hefur oft-
ar frárennsli í bergvatnsár.
Framtíðarþróun
Að hluta er hægt að hafa áhrif á af-
komu laxins í fersku vatni með
skynsamlegri nýtingu, ræktun og
verndun á ferskvatnsumhverfi. Erf-
iðara er að ráða við þá þætti sem
áhrif hafa á laxinn í sjó, ef frá er talin
stjórnun á laxveiði í sjó. Afskipti
mannsins af umhverfisáhrifum og
afráni dýrategunda í úthafinu á laxa-
stofna mun vafalítið takmarkast við
rannsóknir og skipulagða skráningu
þessara þátta.
Hins vegar má mæla með ýmsum
aðgerðum og varúðarráðstöfunum,
sem æskilegar eru til að tryggja
framtíð laxastofnanna:
• Nýta laxinn eingöngu í fersku
vatni.
• Takmarka virkjanir við jökulár
og snauðari vatnsföll.
• Koma í veg fyrir mengun og
landeyðingu í og við veiðiár.
• Koma í veg fyrir að súrt regn
verði til eða berist til landsins.
• Koma í veg fyrir ólöglega lax-
veiði með ströndum landsins.
Framhald á bls. 384
390 - FREYR - 70.-72. ‘97