Freyr - 01.10.1997, Síða 31
Lömbin eru ólík þeim íslensku, m.a. hafa þau langan hala.
Á fyrstu 5 búskaparárum sínum
fjölgaði Kevin sauðfénu upp í 3000
ær, en veittur var styrkur á hverja á
er fjölgað var um.
Kevin og Bess hefur tekist að
komast í gegnum mestu fjárhags-
vandræðin sem fylgdu breytingum
níunda áratugarins. En eins og gefur
að skilja hafa allar þessar breytingar
bitnað illa á þeim fjárhagslega, enda
þau til þess að gera nýfarin að búa er
ósköpin dundu á. Það hefur þó ekki
tekist án fóma að lifa breytingamar
af. Árið 1988 voru þau tilneydd til
að selja 200 ha lands til að minnka
skuldir og útvega lausafé og til að
drýgja tekjumar frekar stundar Bess
vinnu í næsta þorpi.
Þar sem búskaparhættir á Nýja
Sjálandi em all frábrugðnir því er
hérlendis tíðkast mun ég hér gera
stuttlega grein fyrir búskap Kevins
og Bess.
Kevin notar fjórltjól mikið við að snúast íkringum sauðféð.
von bændanna er að þetta tryggi
þeim ömgga afsetningu á afurðum
sínum í framtíðinni og jafnvel eitt-
hvað hærra afurðaverð.
Eins og nærri má geta urðu þessar
hræringar á afurðastöðvamarkaðn-
um til að auka enn á fjárhagsvand-
ræði sauðfjárbænda sem margir
hverjir börðust enn í bökkum eftir
áhrif aðgerðanna 1984. Er nú svo
komið fyrir verst setta hóp þeirra að
þeir geta einungis greitt vexti og
verðbætur af lánum sínum og virðist
þeirra staða því hálf vonlaus.
Bú Kevin og Bess
Kevin og kona hans, Bess, keyptu
jörðina árið 1978 af foreldrum Kev-
ins. Stærð jarðarinnar var við upphaf
búskapar þeirra um 720 ha og bú-
stofninn 1720 Romney ær og 100
uxar. Þessi bústofn dugði á þeim
tíma vel til að framfleyta fjölskyldu
og borga af lánum.
Vor
Rúningur
I september má segja að vorverkin
hefjist er ánum er gefið inn torleyst
ormalyf sem leysist upp á u.þ.b. 100
dögum. Æmar em rúnar fyrir burð til
að minnka hættu á afveltu yfir sum-
armánuðina og auðvelda sauðburð.
Sérstakir rúningsverktakar sjá um
rúninginn og kostar hann um 100 kr.
á kind. Innifalið í þeirri upphæð er
rúningur, grófhreinsun og pokun
ullarinnar. Verðið sem Kevin fær
fyrir ull er á bilinu 150-200 kr. á kg.
Sauðburður
Allt sauðféð gengur í ræktuðum
beitarhólfum þar sem uppistaða
gróðursins er rýgresi og hvítsmári.
Eldri ærnar eru sónarskoðaðar fyrir
burð til að kanna hvort þær séu ein-
lembdar eða tvílembdar. Kostnaður
við sónarskoðun er 25 kr. á grip.
Ærnar eru flokkaðar á beitilandið
eftir niðurstöðum sónarskoðunar-
innar. Tvflembumar eru settar á
betra landið og færri á hvem hekt-
ara, eða u.þ.b. sjö ær á ha. Einlemb-
unum er gefið það sem eftir er af
70.-72. '97 - FREYR - 407