Freyr - 01.10.1997, Síða 16
Ullhœrt (þétt, mjúkt, fíngert hár).
Þarf ekki að „ raka af“, hárin slitna
sjálf í broddinn.
(Ljósm. Sig. Sigmundsson)
íslenski hesturinn er
prúðari en mörg erlend
hestakyn
Það hefur löngum vakið eftirtekt
mína hve hin ræktuðu stóru hrossa-
kyn heimsins skarta af litlum prúð-
leika. Þau eru sneggri í hárafari en ís-
lensku hrossin sem víða stafar auð-
vitað af hlýrra loftslagi heldur en hér
er. Og þau eru óprúðari á fax og tagl,
sem trúlega stafar af því sama, ekki
eftirsóknarvert að hafa mikið fax og
tagl til að skýla skrokknum þar sem
skjóls er síst þörf. Þetta eru húshross.
En þetta er aldeilis ekki einhlítt.
Fegursta og glæsilegasta hrossakyn
af þeim stóru, sem ég þekki, er
Friesian-hesturinn. Hann er mótaður
sem kyn í Hollandi og er kominn af
evrópska Skógarhestinum, er allvel
stór hestur, um 150-160 cm á hæð.
Prúðleiki þessa hests er alveg ein-
stakur á allt óbreytt, fax, tagl og
fætur með hófskegg niður á jörð og
stundum loðinn upp á legginn. Slík-
ur prúðleiki er að mínu skapi. Aftur
finnst mér nóg um þegar fætumir
eru svo loðnir að hylur næsum hóf-
ana! (Skírir, enskur hestur).
Öðra máli gegnir um t.d. Shet-
landshrossin á skosku eyjunum, þau
era útihross enda loftslagið mun
hlýrra en hér. Það er gaman að skoða
Shetlands-smáhrossin, ponyana, þau
era svo lík okkar hestum. Byggingar-
lagið það sama, eins og smærri mynd
af okkar hesti, og litafjölbreytnin
áþekk. Þau fara undir 100 cm á stöng.
Og prúðleikinn er ekki síðri en hjá
íslenska hestinum, nema þau era fín-
hærð og hárin skiptast síður að ég
held í gróft og fíngert strý.
Ég er einn af mörgum hesta-
mönnum, sem hef gaman af að líta í
skrif Theódórs Ambjömssonar í
bókinni „Hestar", flest er þar afar
ítarlegt. En um prúðleika hrossa finn
ég lítið sem ekkert. Aðeins er bent á
að nauðsynlegt sé að raka af hross-
um til að halda niðri lús, samfara
böðun. Einnig að taglstýfa húshross,
svo að þau stígi ekki taglið til rýrðar
hvert af öðru í skítsöfnun í kofum,
þar sem þau ganga laus. Þá er ráð-
legt að stýfa tagl á vinnuhestum,
einkum við jarðvinnslu.
Theódór segir frá sið sem var við
lýði fram um síðustu aldamót, að
hafa tögl reiðhrossa vel síð og lyfta
þeim svo upp með því að hnýta þau í
hnút, meðan á útreiðum stendur. Þá
haldist þau hrein og líti vel út þegar
leyst era niður.
Sem unglingur man ég vel eftir
því að flestir búhyggnir bændur rök-
uðu hressilega af hrossum sínum.
Þeir skáru faxið niður í makka,
stýfðu ennistoppinn og taglskelltu á
móts við hækil ofanverðan, allt til að
fá sem mest og lengst hár, sem var
nýtt til margra hluta, t.d. í gjarðir,
hnappheldur og bandbeisli, svo að
eitthvað sé nefnt viðkomandi sjálf-
um hrossunum. Nú er öldin önnur,
þetta þykja langsótt hyggindi á tíma
hinnar miklu iðnvæðingar, en nýtnin
var nú ólíkt betri þá.
í seinni tíð þykir fínt og sjálfsagt
að raka aldrei af hrossum, ekki síst á
það við um stóðhesta.
Að skilgreina hlutina
Þegar rætt er um prúðleika hrossa er
átt við hárvöxtinn á faxi og tagli.
Hrossunun er lýst sem prúðum eða
óprúðum eftir því hve miklir og
þekkilegir þessir eiginleikar eru. Við
lýsingar undinitaðs á byggingarlagi
hrossa í áranna rás er stundum getið
Prúður og litfagur.
(Ljósm. úr safiii Þ.B.)
um fallega og prúða fætur. Það er þá
þriðja atriðið, sem á við hárvöxt á
hrossinu. Lýsingarorðið prúður get-
ur einnig haft aðra merkingu. Sagt er
að menn séu prúðir í framgöngu ef
þeir eru stilltir og kurteisir. Þessa
lýsingu má vel nota um hross, eink-
um er þá átt við skapgerðina. Þegar
hestur er sagður „prúður á velli“
gæti það spannað hvort tveggja
hárafarið og framgönguna. En væri
sagt að hestur væri „prúður vel“
væri átt við prúðleikann (mikið fax
og tagl.)
Á hrossum er háralagið í faxi og
tagli nokkuð misjafnt gerðar. Bæði
er rótin misþétt og gerð háranna
misjafnlega gild, fín eða gróf og svo
allt þar á milli.
Þau hross sem eru fínhærð era
vanalega þéttari að byggingu og fín-
byggðari og er þá einkum átt við
beina-, og jafnvel vefjagerð.
Hárafar hrossa, sem svo er ætíð
kallað, á almennt við um skrokkhár
þeirra. Á því sviði era hrossin líka
misjafnlega vel hærð. Sum era gróf-
hærð og langhærð þegar önnur eru
fínhærð og stutthærð. Og eftir því
era hárfellingar líka oft ólíkar.
Þegar þau gróf- og langhærðu
ganga úr, þá flettast af þeim heilu
flákamir eða myndast flókaþrymlar.
Tryppi kallast þá flókatryppi. Og
fullorðin hross skila af sér hára-
392 - FREYR - 70.-7Z ‘97