Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 6
2. mynd. INTERNORDEN- fundurinn var haldinn í rúmgóðum ráðstefnusal á
jarðhæð þar sem áður var fjósið á Tjetta. (Ljósm. Ól. Dýrm.).
samráði við Erling Skurdal ritara
INTERNORDEN sem stýrði fundi
með aðstoð starfsfólks á Tj0tta.
Erling er ráðunautur í beitannálum
hjá Norska sauðfjár- og geittjárrækt-
arsambandinu í Ósló. Dagskráin var
með hefðbundnum hætti, sambland
af faglegum erindaflutningi með um-
ræðum og kynnisferðum á bænda-
býli, líkt og á Grænlandi þar sem
síðasti fundur var haldinn fýrir tveim
árum (sjá Frey, 11. tbl. 1998 bls. 29).
Að venju hófst dagskráin með
stuttum yfirlitserindum um stöðu
sauðfjárræktar í hinum ýmsu lönd-
um. Ymsir erfiðleikar steðja að bú-
greininni og hún á víða í vök að
verjast. í Noregi eru vanhöld á
sumarbeit af völdum rándýra, svo
sem úlfa, stórfellt vandamál og þar
er barist gegn útbreiðslu riðuveiki.
Aðild Finna og Svía að Evrópu-
sambandinu hefur, ef eitthvað er,
haft neikvæð áhrif á sauðfjárrækt-
ina. A Grænlandi er ekki markaður
fyrir ullina þótt rúið sé á húsi í mars
og er hún oftast brennd, í Færeyjum
er staðan svipuð en þó er nýlega
hafin framleiðsla ullarfatnaðar í
nýju fyrirtæki, Suðuroyar Ullar-
virki. Á íslandi er samdráttur í
sauðfjárframleiðslu, eins og al-
þekkt er, en í Danmörku kveður við
annan tón, því að þar er fjárræktin í
vexti, einkum dilkakjötsframleiðsl-
an. í landinu eru þó ekki nema
110.000 ær en þar er þó að fínna fé
af hvorki meira né minna en rúm-
lega 30 kynjum. Noregur er fjár-
flesta landið með rúmlega eina
milljón vetrarfóðraðar kindur.
Næst var tekið fyrir meginefnið,
sauðfé í búsetulandslagi, sem fjall-
aði að mestu um nýtingu beitilanda
við margvíslegar aðstæður. Flest
fjölluðu erindin um úthagabeit, í
eyjum, á strandsvæðum og til
fjalla, þar með skipulega beit í
skóglendi. í sumum tilvikum var
um að ræða land sem hefur lífræna
vottun. Áhersla var lögð á góða
skipulagningu beitar þannig að
æskilegu, fjölbreyttu gróðurfari sé
viðhaldið á hverjum stað í anda
sjálfbærrar þróunar. í þessu sam-
bandi var vikið að aðgerðum til að
koma í veg fyrir beitarsjúkdóma á
borð við ormasýkingu og einnig
skipti máli hvaða fjárkyn hentuðu á
hverjum stað. Meðal annars voru
kynntar rannsóknir á sauðfjárbeit í
eyjum í nágrenni Tjptta og var
mjög fróðlegt að fá að skoða beiti-
landið líka. Sauðféð er beinlínis
notað til að stýra framvindu gróð-
urs, alfriðun þar er ekki talin eftir-
sóknarverð og sauðfjárbúskapur í
eyjunum hefur þann kost að ekki
verður tjón vegna rándýra sem
valda miklum skaða í landi.
Að lokum voru flutt stök erindi
um ýmis efni, svo sem um skemmd-
ir á gærum vegna sníkjudýra,
sæðingar sauðfjár, gömul norræn
sauðfjárkyn, aukna fjölbreytni í
framleiðslu sauðfjárafurða og
upprunamerkingu þeirra, til að ein-
kenna sérvörur, undirstrika gæði
vörunnar og framleiðslustað. Þannig
mætti skapa lambakjöti frá jaðar-
svæðum á norðurslóðum sérstöðu
vegna hreinleika og sjálfbærra bú-
skaparhátta. í hinum rúmgóða ráð-
stefnusal var sett upp lítil sýning,
aðallega á ullarvörum frá öllum
löndunum, og Færeyingar gáfu okk-
ur að smakka skerpikjöt að þjóð-
legum sið. Eg hafði meðferðis
nokkra muni frá Ullarselinu á
Hvanneyri sem juku á fjölbreytnina.
Þess má geta að fáanlegt er fjölrit
3. mynd. Nýju gripahúsin á Tjetta. Frá vinstri talið, tilraunahús, holdanautafjós,
fjárhús og flatgryfjur. (Ljósm. Ól. Dýrm.).
6 - pR€VR 8/2001