Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2001, Page 7

Freyr - 01.06.2001, Page 7
með öllum erindunum sem flutt voru á fundinum. Kynrtisferðir Norðmenn skipulögðu mjög fróðlegar og skemmtilegar kynnis- ferðir sem féllu vel að hinu faglega efni sem tekið var fyrir á fundinum. Við vorum einnig heppin með veð- ur, oftast þurrt og bjart yfír þannig að vel sást til eyja og fjalla. Lands- lag í Norland fylki er fjölbreytt og fallegt enda töluvert um ferðamenn þar á sumrin. Þótt fólki fari fækk- andi í eyjunum er enn blómlegur búskapur víða, jafnvel mjólkur- framleiðsla í sumum þeirra og lax- eldi er mikið stundað þar um slóðir. Mikið er um sumarhús og sitthvað gert til að laða að ferðamenn. Á meðal þekktra náttúrufyrirbrigða eru Torghatten, lítið fjall með gati í gegn, og De syv spstre (Sjösystra- fjöll), fjallgarður með sjö keilulaga tindum. Helgelandsbrúin, skammt frá Sandnessjpen, sem var tekin í notkun sumarið 1991, er ein lengsta hengibrú í heimi, 1065 metrar, mjög tignarlegt mannvirki. Skinnaiðnaður með búskapnum Á Homi, norðan við Brpnnpy- sund, komum við á kúabú þar sem stunduð er lífræn mjólkurfram- leiðsla með 15 kúm af gamla norska kyninu Sidet Trpnder og Norlandsfe sem er náskylt íslensku kúnum. Sumarbeit er nýtt til hins ítrasta, vothey úr flatgryfjum er undirstaða vetrarfóðrunar og fóður- bætisnotkun er lítil. Stærri kýr, svo sem þær rauðu norsku, sem sumir íslenskir kúabændur líta vonaraug- um til, eru ekki taldar henta eins vel þar á bæ, þótt nytin sé meiri. Bónd- inn Edy Pigato er frá Brasilíu en kona hans er norsk. Fyrir nokkmm ámm lærði hann sútun og verkun, skinna í Portúgal og hefur byggt upp lítið fyrirtæki í skinnaiðnaði. Þau em búin að reisa 200 m2 hús fyrir starfsemina ofan við fjósið og sumar vélamar eru heimasmíðaðar. Mest er um gæmsútun en allar teg- 4. mynd. I fjárhúsunum á Tjotta eru vandaðar innréttingar og góð tilraunaað- staða. Hluti fjárbúsins er lífrænt vottaður og er sú eining borin saman við hefð- bundna hlutann. (Ljósm. Ól. Dýrm.) undir skinna eru í vinnslu og rekin er verslun með vörurnar í öðrum enda hússins. Þetta athyglisverða smáfyrirtæki skapar töluverða vinnu og fékk nýlega verðlaun úr nýsköpunarsjóði sem styður at- vinnuuppbyggingu í dreifbýli. Þeg- ar bóndinn var að sýna okkur starf- semina lét hann þess getið að hann hafi fengið nokkrar lambsgærur frá Islandi og væru þær besta hráefnið sem hann þekkti. Þetta varð til þess að við fómm að ræða saman og að ósk þeirra hjóna hef ég komið þeim í samband við aðila hérlendis sem geta selt þeim gærur til vinnslu. Lífrænt dilkakjöt á borðum Á leiðinni frá Homi til Brpnnpy- sunds komum við á snyrtilegt býli þar sem búið var að selja mjólkur- kvótann og aðalbúgreinin var nautakjötsframleiðsla með Here- ford blendingum. Fjalllendi er nýtt fyrir lífrænan sauðfjárbúskap, 75 kindur af gamla norska fjárkyninu 5. mynd. Kindur af gamla norska fjárkyninu ganga að mestu úti í eyjum og við strendur Hálogalands. Þar er veðrátta mildari en til fjalla. Skyldleikinn við ís- lenska féð leynir sér ekki. (Ljósm. S. Halland). FR6YR 8/2001 - 7

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.