Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 8
ins, nýta auðlindir og sérkenni, bjóða
gestum og gangandi gæðaafurðir,
draga fram sérkenni þeirra og leita
nýrra leiða til að afla tekna. Norska
ríkið greiðir verulega styrki til
þessara byggða, þar með til landbún-
aðar, og bændur í lífrænum búskap
fá góðan aðlögunarstuðning sem
örvar þá þróun svo að um munar.
Rándýrin taka sinn toll
Norður í Leirfjord, skammt
norðan Sandnessjóen, komum við
á dæmigert norskt fjárbú þar sem
féð gengur í skógivöxnu fjalllendi
á sumrum en er gefíð inni vetrar-
langt. Bústofninn, um 120 vetrar-
fóðraðar kindur, er af hvítum, koll-
óttum fjárstofni sem ræktaður hef-
ur verið upp úr blöndu af norskum
og erlendum fjárkynjum. Þetta bú
er stærra en almennt gerist því að á
meðalfjárbúi í Noregi eru 50 vetr-
arfóðraðar kindur. Samhliða fjár-
búinu er rekið hundahótel á jörð-
inni. Allt er vel upp byggt og
snyrtilegt. Féð er fóðrað á flat-
gryfjuvotheyi og fóðurbætisgjöf er
töluverð, einkum um burð, en
ærnar bera allar inni og eru flestar
tvflembdar. Að hluta voru grindur
og að hluta málmristar í gólfum en
úr kjallara er dælt með haugsugu.
Ærnar eru með bjöllu á hálsi á
sumrin til þess að auðveldara sé að
finna þær í skóginum. Ekki fælir
bjölluhljómurinn rándýrin í burtu
en af þeim stafar víða ógn á
norskum sauðfjárbúum, einkum til
fjalla. Vanhöld á þessum bæ eru
um 20% og víða er ástandið verra.
Þótt greiddar séu bætur verða
bændur fyrir verulegu tjóni og
tekjutapi vegna rándýra.
Að lokum ber að geta þess að á
stjómarfundi í INTERNORDEN,
sem haldinn var eitt kvöldið, var
ákveðið að næsti INTERNORDEN
fundur verði haldinn hér á landi í
lok júní árið 2002. Undirbúningur
hans hófst fyrir nokkru og verður
hann haldinn í samvinnu við Bú-
tækniskor Norræna búfræðifélags-
ins - NJF. Meginefnið verður fjár-
hús og tækni við sauðfjárbúskap.
6. mynd. Lítið lífrænt býli á eyjunni Tro skammt frá Tjotta með grænmetisrækt,
fáeinar kindur af gamla norska fjárkyninu og íslenska hesta. Á loftinu yfir gripa-
húsinu er tóvinnustofa og ferðamannaverslun.fLjósm. Ól. Dýrm.).
sem íslenska féð á ættir að rekja til.
Norðmenn kalla þetta fé „villsau“
enda gengur það að mestu sjálfala.
Féð er líkt lítt ræktuðu íslensku fé,
grófbyggt, harðgert, bæði hymt og
kollótt, hvítt og mislitt og nýtir vel
úthaga og fjörubeit líkt og okkar fé.
Nú eru aðeins eftir um 20.000 fjár
af þessu kyni í Noregi, mest í
strandbyggðum, og í Norland fylki
em um tveir þriðju fjár af þessu
kyni á búum með lífræna vottun.
Okkur var sýnt fróðlegt myndband
sem sýndi féð og umhverfi þess á
búinu á öllum árstímum. Þar á bæ
er féð ekki hýst en náttúrleg skjól
eru góð í fjallinu og gefið er út
skammt frá bæjarhúsum yfir vetrar-
mánuðina, eftir því sem þörf krefur.
Mest af kjötinu er selt milliliðalaust
því að þau hjónin reka ferðaþjón-
ustu og bjóða þeim sem vilja upp á
ljúffenga dilkakjötsrétti. Fyrir okk-
ur hafði verið pantaður matur og
settumst við öll að snæðingi í rúm-
góðri stofunni. Kjötið bragðaðist
mjög vel, en það er auglýst sem
villibráð og náttúmafurð. Þama líkt
og á Homi ríkti framsýni og vilji til
að takast á við vandamál dreifbýlis-
7. mynd. Lambær af blönduðum norskum stofni hjá Ivar fjárbónda í Leirfjord.
Þótt flestar ærnar fari með tvö stálpuð lömb í skóginn um miðjan júní koma að-
eins um 1,4 lömb til nytja að meðaltali á haustin vegna rándýraplágu sem færist
í aukana. (Ljósm. Ól. Dýrm.).
8 - pR€VR 8/2001