Freyr - 01.06.2001, Side 10
Rúllustæður tilraunarinnar voru báðar nákvæmlega eins að stærð og gerð; hér
sjáum við stæðuna sem höfð var í forsælu.
Hlutfall myglulausra bagga var
heldur hærra þar sem hjúpur um þá
var áttfaldur (0,10 > p > 0,05).
Myglumunur á milli geymslustaða
var ekki marktækur (p > 0,05). Þess
má geta að útbreiðsla myglunnar
reyndist heldur meiri í böggunum
sem geymdir voru í forsælu (1,5 og
1,5 stig undir 6- og 8-földum hjúpi)
en sólarmegin (1,3 og 0,0 stig).
Myglunnar gætti tíðast í botni
(legufleti) bagganna.
Súrmyndun í heyinu
Þótt heyið væri allt fremur
þurrt við hirðingu (52 og 57%
þe.) og því vart að vænta
mikillar gerjunar í því reyndist
nokkur munur koma frarn á
sýrustigi heysins eins og tölur í
3. töflu sýna:
Munur á milli geymslustaða
var raunar ekki marktækur.
Hins vegar var munur sýrustigs
eftir hjúpþykktinni marktækur
(0,05 > p > 0,01). Svo virðist
því sem viðbótarlögin tvö hafi
dugað til þess að súrsun í
heyinu varð öflugri - líklega
með því að draga úr aðstreymi
súrefnis til heysins. Sýrustigs-
mælingarnar styðja því matið á
myglunni í heyinu (sbr. 2. töfhi)
og ályktanirnar sem af því voru
dregnar.
Meltanleiki heysins
- dtlyst kúnna
Sáralítill munur reyndist vera á
meltanleika þurrefnis á milli liða;
var hann innan skekkjumarka
mæliaðferðarinnar og alls ekki
marktækur. Meðalmeltanleikinn
var 70,7 ± 1,0 %. Mat gjafamanna
á átlyst kúnna úr hverjum bagga
2. tafla. Áhrif hjúpþykktar og geymslustaðar á myglumyndun í rúlluböggum - baggarán myglu, %
Sólarmegin f forsælu Sexfaldur 70 60 Áttfaldur 100 80
* 3. tafla. Ahrif hjupþykktar og geymslustaðar á súrmyndun í rúllu- böggum - sýrustig, pH
Sexfaldur Áttfaldur
Sólarmegin í forsælu 5,90 ±0,10 5,83 ± 0,23 5,67 ±0,25 5,64 ±0,27
4. tafla. Áhrif hjúpþykktar og geymslustaðar á tap lífrænna efna (%) við verkun og geymslu
Sexfaldur Áttfaldur
Sólarmegin I forsælu 8,3 ±9,9 0,9 ±8,6 3,1 ±12,4 -0,9 ±10,8
gaf mjög eindregna niðurstöðu: all-
ir baggamir fengu einkunnina A,
þ.e. að kýmar átu heyið „kátar og
af áfergju, leifa engu“, eins og seg-
ir í einkunnarlýsingu.
Eflmtap við geymslu
Reynt var að meta tap þurrefnis
við verkun og geymslu heysins
með því að mæla glæðitap (ösku-
magn) þess. Mælingin byggist á
því að nota öskumagn heysins sem
viðmiðun þar eð ekki verður breyt-
ing á því við heygeymsluna. Tapið
verður hins vegar við bruna hinna
lífrænu efna. Það reiknaðist vera
þetta, 4. tafla.
Beytileiki í mæliniðurstöðum
innan liða var mikill og liðamunur
reyndist ekki tölfræðilega mark-
tækur. Hneigðin var þó bærilega
trúverðug; tap lífrænna efna úr 6-
földum hjúp var að meðaltali 4,6%
samanborið við 1,1% úr áttföldum;
sambærileg meðaltöl úr böggum í
forsælu og sólarmegin voru hins
vegar 0,0 og 5,7%.
Aréttingar
í öllum tilraunarliðum tókst
verkun og geymsla heysins vel.
Skemmdir vegna myglu og
breytingar á fóðurgildi heysins
urður litlar. Merkja mátti áhrif
hjúpþykktar á verkun heysins; á
myglu- og súrmyndun svo og
reiknað tap lífrænna efna. Ahrif
þess að verja baggana geislum
sólar voru óljósari enda sýndu
hitamælingar í heyinu að lítill
munur varð á hitastigi þess eftir
geymslustöðum; mun minni en
t.d. í mælingum Þórodds
Sveinssonar og Bjama E. Guð-
leifssonar (1999) á Möðruvöll-
um í Hörgárdal. Sá litli munur á
verkun, sem fram kom, var for-
sælugeymslunni í vil, líkt og
fram hefur komið í norskum
rannsóknum (Randby 1996).
Það bar þó heldur meira á
myglu í böggum forsælumegin
en sólamiegin. Það vakti gmn
um að aðrir umhverfisþættir
kynnu að hafa komið hér við
10 - pR€VR 8/2001