Freyr - 01.06.2001, Side 18
Ataksverkefnið
Fegurri sveitir
Tilurð verkefnisins, störf si. sumar og áætlanir fyrir sumarið 2001.
Forsaga
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra átti hugmyndina að átaks-
verkefninu Fegurri sveitir. Það er
áhugamál hans og annarra forystu-
manna landbúnaðarins að sveitir
landsins verði hvarvetna til fyrir-
myndar. Verkefnið er á vegum
landbúnaðarráðuneytisins í umboði
ríkisstjórnarinnar. Landbúnaðar-
ráðherra skipaði fimm manna fram-
kvæmdanefnd haustið 1999 og í
henni eiga sæti:
* Fulltrúi landbúnaðarráðuneytis-
ins og formaður nefndarinnar:
Níels Árni Lund, deildarstjóri.
* Fulltrúi Bændasamtaka Islands:
Signður Jónsdóttir, bóndi.
* Fulltrúi Sambands íslenskra
sveitarfélaga: Þórunn Gestsdótt-
ir, sveitarstjóri.
* Fulltrúi umhverfisráðuneytisins:
Sigríður Stefánsdóttir, deildar-
stjóri.
* Fulltrúi Kvenfélagasambands
íslands: Guðrún Þóra Hjaltadótt-
ir, hússtjórnarkennari og nær-
ingarráðgjafi.
Ragnhildur
Sigurðardóttir,
verkefnastjóri,
Álftavatni,
Staðarsveit
Markmið
I upphafi var lagt af stað með
eftirfarandi markmið:
„Fegurri sveitir" er átaksverkefni
um hreinsun á landi og fegrun
mannvirkja með áherslu á sveitir
landsins. Tilgangur þess er að
koma í veg fyrir mengun og slysa-
hættu, auk þess að bæta ásýnd
dreifbýlisins og ímynd þess.
Það eru ekki aðeins bændur held-
ur allt dreifbýlið, sem fellur undir
markhóp verkefnisins, og mörg
sveitarfélög hafa t.d. tengt iðnaðar-
hverfi og/eða hesthúsabyggð við
aðgerðir sínar.
Núverandi ástand
Þó að víða megi ferðast um fall-
egar sveitir og horfa heim að vel
hirtum bæjum er það of algengt að
umgengni sé áfátt til sveita.
Ásýnd sveitabæja skiptir mikiu
máli fyrir markaðssetningu land-
búnaðarafurða og hefur án efa áhrif
á sjálfsvirðingu og líðan ábúenda.
Á nokkrum stöðum má sjá brota-
jám, jafnvel heilu bílakirkjugarð-
ana, blasa við og að spilliefnum,
s.s. geymum, hafi ekki verið komið
fyrir á forsvaranlegan hátt.
Oft er um að ræða „gamlar synd-
ir“, bílhræ frá þeim tímum þegar
erfiðara var að nálgast varahluti en
nú og hugsunarhátturinn var annar.
Plastdrasl hangir víða á girðingum
og fjörur þurfa hreinsun. Nokkuð
er um útihús í niðumíðslu og eðli-
legt viðhald hefur sums staðar setið
á hakanum, oft vegna lélegrar af-
komu. Á mörgum eyðijörðum þarf
að taka til hendinni og það sama
gildir um eignir ýmissa opinberra
aðila, fyrirtækja og félagasamtaka.
Viðhorfin eru að breytast, skiln-
ingur og vilji til að huga að um-
hverfinu hefur aukist, bæði í þétt-
býli og dreifbýli. Gæðastjómun og
umhverfisstjórnunarkerfi, vottun
og rekjanleiki afurða eru sá raun-
vemleiki sem við annað hvort bú-
um við eða erum að sigla inn í.
Margir eru þó uggandi yfir þeim
tíma og kostnaði sem fylgir hreins-
un. Flutningskostnaður er aðal
kostnaðarliðurinn við tiltekt og
hreinsun í sveitum. Félagslegur og
fjárhagslegur stuðningur er for-
senda þess að hægt sé að taka á
þessum uppsafnaða vanda.
Uppbygging verkefnisins
og söfnun upplýsinga
Aðsetur verkefnisstjóra er á
heimaskrifstofu í Staðarsveit. Verk-
efnisstjóri ferðaðist um landið í
fyrrasumar og heimsótti þátttak-
Hamar í Eyrarsveit, einn af mörgum fyrirmyndarbæjum um umgengni..
(Myndir tók Ragnhildur Sigurðardóttir).
18 - f R€YR 8/2001