Freyr - 01.06.2001, Síða 20
Gömul malarnáma fyrir og eftir tiltekt.
óunnið við að fjarlægja gamlar
girðingar. Ef gagn á að vera af girð-
ingum þá þurfa þær stöðugt við-
hald. Mýrdalshreppur er með vel
útfært viðhaldskerfi, þar ýtir
hreppsnefndin við veggirðingareig-
endum á hverju sumri, Búnaðarfé-
lögin annast úttekt að liðnum
ákveðnum fresti og Vegagerðin
greiðir þátttakendum umsamið
verð.
* Gömul ónýt hús
Víða standa gömul ónýt hús og
önnur mannvirki sem eru til lýta og
af stafar slysahætta. Vissulega get-
ur verið um menningarverðmæti að
ræða en þá ber að gera þeim hátt
undir höfði. Annars vex mörgum í
augum kostnaðurinn og vinnan við
að rífa mannvirki. Venjulega er lít-
ið mál að rífa gömul ójámabundin
hús. Sveitarfélög geta gert samning
við verktaka, boðið íbúum sínum
að skrá þátttöku og sent stórvirka
vinnuvél um sveitina á umsömdum
tíma. Þannig má ná niður kostnaði.
Samfara fækkun sauðfjár hefur
ónotuðum húsum fjölgað. Mörg
eru byggð úr varanlegu efni og
kostnaðarsamt getur verið að rífa
þau. En viðhald þeirra er líka dýrt
og auk þess þarf í flestum tilfellum
að borga af þeim gjöld, t.d. fast-
eignagjöld. Einhver eru í eigu þétt-
býlisbúa eða annarra brottfluttra
íbúa sveitanna og þau, ekki síður en
önnur, þarfnast árlegs viðhalds.
* Spilliefni, t.d. rafgeymar.
Sveitarfélög hafa flest tekið vel
við sér við söfnun spilliefna eftir
gildistöku spilliefnalaganna. Starf-
andi er sérstök spilliefnanefnd á
vegum ríkisins og hefur hún verið
dugleg að kynna starfsemi sína á
fundum og ráðstefnum. Þátttakend-
ur eru hvattir til þess að leita sér
nánari upplýsinga um þau lög og
þær reglugerðir sem gilda um förg-
un spilliefna. Samkvæmt upplýs-
ingum frá nefndinni má t.d. ætla að
rúmlega 5000 tonn af rafgeymum
séu í umferð á hverjum tíma. Of
mikið af rafgeymum eru í reiðu-
leysi úti í sveitum landsins og það
er mikilvægt að koma til móts við
landeigendur við að safna þeim
saman. Það er óraunhæft að ætla
mönnum að fara með þá á næsta
þéttbýlisstað, t.d. í áhaldahús sem
opið er á ákveðnum tímum. Ein
söfnunarferð á ári, vel kynnt þar
sem rafgeymar eru sóttir heim á
bæi skilar árangri. Mörg sveitarfé-
lög hafa komið sér upp söfnunar-
kerfi og þartilgerðum gámum.
* Úrgangsolía
Með álagningu spilliefnagjalds á
olíuvörur hinn 15. mars 1999 kom
til framkvæmda þjónustusamning-
ur milli Spilliefnanefndar og ís-
lenskra olíufélaga. Olíufélögin
sækja úrgangsolíuna til allra sem
hafa olíuna í tönkum, í það minnsta
400 lítra hverju sinni. Olíunni er
ekið til móttökustöðvar félaganna í
Örfirisey, eða í geyma sem standa
við hafnir þaðan sem olíuskip flytja
olíuna í Örfirisey. Smáflát fara hins
vegar í sama farveg og önnur spilli-
efni og þeim ber að skila til söfnun-
arstaða eða Efnamóttökunnar hf.
Hér er mikilvægt að koma til móts
við landsbyggðarfólk og bændur,
þeir þurfa hentug ílát sem sótt yrðu
heim, t.d. um leið og fyllt er á olíu-
tankinn og/eða að tankur fyrir úr-
gangsolíu yrði staðsettur miðsvæð-
is á hverjum stað. Margir nota það
mikla olíu að hentugar 200 - 400
lítra tunnur ættu að leysa það
vandamál að úrgangsolía standi
lengi í lélegum ílátum.
20 - pR€VR 8/2001