Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 21

Freyr - 01.06.2001, Qupperneq 21
Ur Svínavatnshreppi, ónotaðar byggingar horfnar og hesturinn kominn í stað vélanna. þar sem þátttakendur verkefnisins fræðast um það sem er að gerast, fá hagnýtar upplýsingar og hugmynd- ir, auk þess að læra hver af öðrum. Þeir, sem eru ekki nettengdir geta fengið póstsendingar með hefð- bundnu sniði. Nú hefur verkefnið fengið heimasíðu; slóðin er simnet.is/umhverfí. Þar er hægt að skrá þátttöku, nálgast upplýsingar og skiptast á skoðunum. Staðbundin kynning Það er mikilvægt að kynna vel alla þá þjónustu og aðstöðu sem að gagni getur komið við fegrun sveita á hverjum stað, t.d. staðsetningu gámasvæða, hvaða úrgangur á að fara hvert, móttökustað spilliefna o.s.frv. Fundir, fréttatilkynningar í héraðsfréttablöð eða dreifibréf eru þægilegar lausnir. Eins er mikil- vægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að kynna aðgerðir til hreinsunar og fegrunar vel hjá starfsmönnum sin- um og tryggja þannig þátttöku þeirra. Nýtt kynningarefni Fegurri sveita; bæklingur og veggspjald er væntanlegt í byrjun júní. I sumar verður lögð áhersla á: * Aðstoð við þátttakendur. * Aróður fyrir bættri umgengni. * Að tengja verkefnið við nýju náttúruvemdarlögin, en í bráða- birgðarákvæði III segir að sveitastjórnir skuli eigi síðar en árið 2002 hafa lokið úttekt á ástandi skv. 44. grein (eignir í * Málning Allar málningarverksmiðjurnar veittu afslátt til þátttakenda í fyrra og margir nýttu sér tilboðin. Nú hefur borist tilboð sumarsins frá Hörpu og hinar málningarverk- smiðjumar ætla að vera með á sömu forsendum og í fyrra. * Möl/ofaníburður Nokkur sveitarfélög auglýstu opnar námur fyrir íbúa sína og létu jafnvel ýta upp efni til þess að gera það aðgengilegra. Dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki verða stöð- ugt stærri og þyngri þannig að plön og slóðar vilja vaðast upp í rigning- artíð. Snyrtilegt malarborið plan hefur jákvæð áhrif á ásýnd sveita- bæja. * Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveit er dæmi um sveitarfélag sem hefur komið sér upp vel útfærðri umhverfisstefnu. Umhverfisstefnu þarf að skipta í langtíma- og skammtímamarkmið. * Umhverfisverðlaun Umhverfisverðlaun, t.d. fyrir snyrtilegasta sveitabæinn eða snyrtilegasta fyrirtækið, virka hvetjandi á menn. Merki Fegurri sveita er eftir Sigríði Kristinsdóttur. Ef þátttakendur óska eftir að nota merkið þá þarf að sækja um það til nefndar um Fegurri sveitir. Merkið hentar vel ef veita á umhverfísverð- laun eða merkja þá sem standa und- ir ákveðnum kröfum. Það er þátt- takendum að sjálfsögðu að kostn- aðarlausu. Fegurri sveitir www.simnet.is/umhverfi Sumarið 2001 Flæðibanki Fegurri sveita Flæðibankinn er tölvupóstlisti FR€VR 8/2001 - 21

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.